Fleiri fréttir

Áttatíu fallnir í átökum í Tíbet

Áttatíu manns hafa fallið undanfarna daga í átökum milli Tíbeta og kínverskra stjórnvalda, að sögn tíbetsku útlagastjórnarinnar í Indlandi. Tugir til viðbótar hafa slasast. Lhasa, höfuðborg Tíbet er nánast í herkví lögreglu- og hersveita. Íbúarnir hætta sér ekki út fyrir dyr.

Ræningi Shannon tengdur fjölskyldunni

Maðurinn sem rændi hinni níu ára gömlu Shannon Matthews og hélt henni fanginni á heimili sínu í 24 daga er tengdur fjölskyldunni. Vinir og ættingjar fjölskyldunnar söfnuðust saman fyrir utan heimili hennar í gær og slógu upp veislu.

Umsátursástand í Tíbet

Umsátursástand ríkir í borginni Lahsa eftir að óeirðir brutust út milli kínverskra öryggissveita og andstæðinga kínverskra yfirráða í Tíbet. Víða um heim hefur fólk fjölmennt fyrir utan sendiráð Kína og lýst yfir stuðningi við sjálfstæði Tíbets.

Óttast að fjölmargir hafi látist í Albaníu

Óttast er að fjölmargir hafi látist í gífurlegri sprengju sem varð í skotvopnabirgðastöð albanska hersins nálægt höfuðborginni Tirana í dag. Meira en 155 manns slösuðust, þar á meðal mörg börn.

Íhuga heilagt stríð gegn Dönum og Hollendingum

Danir og Hollendingar hafa skapað sér mikla óvild í hinum íslamska heimi vegna skopmyndateikninga af spámanninum. Þær hafa farið fyrir brjóstið á trúuðum Afgönum og hafa sumir múslimar haft á orði að heilagt stríð vofi yfir.

Fjórir látnir og 200 slasaðir eftir sprengingar í Albaníu

Að minnsta kosti fjórir eru látnir og 200 slasaðir í Albaníu eftir kraftmiklar sprengingar sem sprungu í birgðargeymslu hersins nálægt höfuðborginni Tirana í dag. Skotfæri sem geymd eru á stöðinni sprungu í um tvo klukkutíma.

Leynd yfir heimsókn utanríkisráðherra til Afghanistan

Utanríkisráðherra heldur ásamt fylgdarliði sínu til Afganistan á morgun. Mikil leynd hvílir yfir ferðum ráðherra á meðan ferðinni stendur og mun fimm manna lögreglulið úr sérsveit ríkislögreglustjóra sjá um að tryggja öryggi sendinefndarinnar.

Beinafundur skelfir foreldra Madeleine

Foreldrar Madeleine McCann gengu í gegnum enn eina kvölina í gær þegar þeim var tilkynnt að kafarar hefðu fundið poka með beinum í uppistöðulóni. Kafararnir voru á vegum portúgalsks lögmanns sem segist hafa upplýsingar úr undirheimum um að Madeleine hafi verið myrt og henni hent í risastórt uppistöðulón.

Átök geisa í Tíbet

Enn er barist á götum úti í borginni Lhasa í Tíbet og eru 10 sagðir látnir eftir átök gærdagsins. Stjórnvöld hafa gefið mótmælendum frest fram á mánudag til að hætta mótmælum.

Þýsk lögregla skaut bandarískan hermann

Lögregla í Berlín skaut bandarískan hermann til bana í nótt eftir eltingaleik þar sem meðal annars var beitt þyrlu með nætursjónauka. Hermaðurinn, sem vopnaður var M4-herriffli, hafði kærustu sína í haldi á heimili hennar, batt hana þar og hafði uppi ógnandi tilburði.

Shannon fundin eftir 24 daga leit

Shannon Matthews, níu ára gömul skólastelpa frá Dewsbury í Yorkshire á Englandi er fundin, heil á húfi. Shannon hefur verið týnd í tuttugu og fjóra daga en síðast spurðist til hennar þegar hún var á leið heim úr skólanum.

Kósóvó-Serbar lögðu undir sig dómhús SÞ

Hundruð Kósóvó-Serba réðust inn í dómhús Sameinuðu þjóðanna í bænum Mitrovica í norðurhluta Kósóvó í dag og reistu þar við hún þjóðfána Serbíu í stað fána SÞ sem áður blakti þar. Samningamenn SÞ eiga nú í viðræðum við innrásarhópinn sem náði húsinu á sitt vald og stökkti varðmönnum SÞ á flótta.

Skorað á Kínverja að sleppa mótmælendum úr haldi

Evrópusambandið skorar á Kínverja að sýna stillingu í Tíbet í kjölfar ofbeldisöldu sem gengið hefur yfir Lhasa, höfuðborg Tíbets í dag. Kínverjar hafa tekið hart á mótmælendum sem krefjast sjálfstæðis.

Vilja endurtaka kosningar í Flórída og Michigan

Demókratar í Michigan og Flórída eru nú að leita leiða til að endurtaka forkosningarnar þar með þeirri breytingu að kjörmenn úr þeim hafi atkvæðisrétt á flokkþingi flokksins í ágúst.

María prinsessa gagnrýnd fyrir silfurrefskápu

María krónprinsessa Danmerkur hefur mátt þola harða gagnrýni frá dýraverndunarsamtökum eftir að hún mætti í silfurrefskápu á tískuviku í Kaupmannahöfn sem nú stendur yfir.

Gúglað í BMW bifreiðum

Þýski bílaframleiðandinn BMW sendi hefur tilkynnt að héðan í frá verði hægt að fá alla bíla fyrirtækisins útbúna með Internet-tengingu. „BMW mun vera fyrsti bílaframleiðandinn til að bjóða upp á þennan möguleika,“ segir í tilkynningu frá B&L, umboðsaðila BMW á Íslandi. „Bæði verður hægt að senda tölvupóst beint úr bílnum sem og vafra um netið. Skjárinn í mælaborði bílsins er notaður sem tölvuskjár og iDrive stýrihnappurinn er músin.“

Hljóp út á flugbraut Heathrow

Miklar tafir urðu á flugi Heathrow flugvallar í einn og hálfan klukkutíma í dag eftir að maður með bakpoka hljóp í veg fyrir flugvél á norðurbraut vallarins. Gripið var til mikils öryggisbúnaðar og handtóku öryggisverðir manninn stuttu síðar. Grunur lék á að sprengja væri í pokanum en svo reyndist ekki vera.

280 manns í farþegaskipi sem lekur

Farþegaskip með 280 farþega um borð steytti á skeri við eynna Poros nálægt Aþenu rétt eftir hádegi í dag. Fólkið er ekki í hættu en vatn lekur inn í skipið. Björgunarþyrla og þrjú skip strandgæslunnar eru á leið á slysstaðinn, en allir bátar í nágrenninu hafa verið beðnir um að hjálpa samkvæmt upplýsingum yfirvalda sem samhæfa björgunaraðgerðir á sjó.

Erkibiskup sem var rænt í Írak er látinn

Paulos Faraj Rahho kaþólskur erkibiskup í Írak sem var rænt í Mosul í síðasta mánuði fannst látinn í dag. Íraskur lögreglumaður og starfsmaður líkhúss staðfesta fréttir um að lík biskupsins hefði fundist grafið í jörðu nálægt Mosul þaðan sem honum var rænt.

Loftslagsmál efst á lista leiðtogafundar ESB

Loftslagsbreytingar, öryggi í orkumálum og endurbætur munu vera ráðandi á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel. Sambandið vill vera leiðandi í alþjóðlegri viðleitni til að minnka gróðurhúsalofttegundir og hefur heitið verulegri minnkun á útblæstri slíkra lofttegunda.

Evrópuþingið hálfrar aldar gamalt

Hálfrar aldar afmæli Evrópuþingsins var fagnað í Strassborg í Frakklandi í gær. Á upphafsárunum var það fremur áhrifalítið en til þess leituðu ríkisstjórnir aðildarlanda Evrópusambandsins með valin mál.

Boðað til kosninga í Serbíu

Boris Tadic forseti Serbíu hefur leyst upp þingið og boðað til skyndikosninga 11. maí. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að Vojislav Kostunica forsætisráðherra sagði af sér í síðustu viku þegar ríkisstjórn hans féll. Ráðherrum hafði mistekist að komast að samkomulagi hvort slíta ætti tengslum við Evrópusambandið í mótmælaskyni við viðurkenningu einhverra Evrópulanda á sjálfstæði Kosovo.

Ísraelskar herþotur skutu á Gaza

Ísraelskar þotur réðust á norðurhluta Gazastrandar í morgun eftir að herskáir palestínumenn skutu eldflaugum yfir landamærin til Ísrael. Árásin kemur í kjölfar örfárra daga þar sem nokkur ró hefur ríkt milli stríðandi fylkinga í Ísrael og Palestínu.

Hundruð veikjast eftir eiturefnaleka í Kenía

Hundruð manns í nágrenni hafnarborgarinnar Mombasa í Kenía segjast hafa orðið veikir eftir að gámar láku kemískum efnum í Kipevu nálægt höfninni. Vitni sögðu BBC að gámarnir hefðu verið skildir fyrir mánuði síðan af vörubílsstjóra sem tók eftir lekanum. Ekki er ljóst hvað er í gámunum, en talið að þeir geti innihaldið saltpéturssýru.

Sex létust í sjálfsmorðsárás í Kabúl

Sex manns létust og að minnsta kosti 18 slösuðust í sjálfsmorðsbílasprengju í Kabúl höfuðborg Afghanistan í morgun. Sprengjunni var beint gegn bílalest nálægt alþjóðaflugvellinum. Embættismenn segja að bíll hafi keyrt upp að brynvörðum bíl bandalagshermanna á háannatíma í umferðinni og sprungið.

Engin bein tengsl milli Saddams og al-Qaida

Engin bein tengsl voru á milli Saddams Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, og al-Qaida hryðjuverkasamtakanna eins og George Bush Bandaríkjaforseti og samverkamenn hans héldu fram ítrekað.

Rússnesk yfirvöld ákæra bloggara í fyrsta sinn

Rússneska yfirvöld hafa ákveðið að ákæra bloggara fyrir skrif sín á vinsælli netsíðu í landinu. Bloggarinn er ákærður fyrir að blása upp hatur í garð lögreglu landsins.

Móðir faldi 15 kíló af kókaíni á börnum sínum

Tollvörðum á Heathrow-flugvelli í London brá í brún er þeir stoppuðu móður með tvö börn sín þar. Móðirin hafði límt 15 kíló af kókaíni á fætur barnanna sem eru 11 ára gömul stúlka og 13 ára gamall drengur.

Leik-og barnaskólum í Hong Kong lokað vegna flensu

Yfirvöld í Hong Kong hafa ákveðið að loka öllum leik- og barnaskólum borgarinnar eftir að dularfull flensa olli því að þrjú börn létust og eitt liggur þungt haldið á sjúkrahúsi.

Hættir í fjáröflunarnefnd Clinton vegna ummæla um Obama

Geraldine Ferraro, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður og varaforsetaefni, hefur sagt af sér sem fulltrúi í fjárölfunarnefnd Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata, vegna umdeildra ummæla sem hún lét falla um aðalkeppninaut Clinton um útnefningu demókrata, Barack Obama.

Sífellt fleiri múslímalönd sniðganga danskar vörur

Sífellt fleiri lönd múslíma ákveða að sniðganga danskar vörur í kjölfar þess að deilan um skopmyndirnar af Múhameð spámanni hafa blossað upp aftur. Frá þessu greinir útflutningsráð Danmerkur í samtali við Danska ríkisútvarpið.

Sjá næstu 50 fréttir