Fleiri fréttir Japanskir þingmenn vilja afnema dauðarefsingu Hópur þingmanna á Japanska þinginu hefur unnið frumvarp sem miðar að því að banna dauðarefsingar í landinu næstu fjögur árin.Frumvarpið er sagt vera skref í þá átt að banna dauðarefsingar með öllu í landinu. 11.2.2008 08:18 Chavez hótar að skrúfa fyrir olíuna Forseti Venezúela, Hugo Chavez, hótaði því í gær að skrúfa fyrir olíuinnflutning til Bandaríkjanna láti þarlend stjórnvöld ekki af því sem Chavez kallar efnahagsstríð. Bandarískir og breskir dómstólar hafa fryst fé á reikningum ríkisolíufyrirtæksins í kjölfar málshöfðunar bandaríska olíurisans Exxon Mobil. 11.2.2008 08:17 Nauðgari datt í lukkupottinn Dæmdur kynferðisafbrotamaður í Massachussets datt í lukkupottinn þegar hann keypti vinningsmiðann í ríkislottóinu. Maðurinn vann hvorki meira né minna en 670 milljónir króna í sinn hlut en sigrinum fylgja nokkur vandræði því yfirvöld hafa viljað ná af honum tali síðustu árin. 11.2.2008 08:14 Ramos-Horta haldið sofandi Forseti Austur Tímor, Jose Ramos Horta var sýnt banatilræði í morgun á heimili sínu í höfuðborg landsins Dili. Horta var skotinn í magann og herma fregnir að honum sé haldið sofandi í öndunarvél. Liðhlaupi úr röðum stjórnarhersins sem hótað hefur ríkisstjórninni var drepinn á staðnum af öryggisvörðum forsetans. 11.2.2008 07:21 Íslensks pilts enn leitað á Jótlandi Danska lögreglan hefur um helgina kannað tvo staði á Jótlandi eftir að vísbendingar bárust um að 18 ára íslenskur piltur, Ívar Jörgensson, væri þar niðurkomin, en ekkert hefur spurst til hans í heila viku. 10.2.2008 19:15 EES samningurinn opnað dyr EES samningurinn hefur opnað dyrnar að mikilvægu samstarfi Íslands og Noregs og annarra Evrópuríkja i öryggismálum. Þetta sagði Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, á ráðstefnu um Evrópumál sem haldin var í Ósló um helgina. 10.2.2008 19:45 Sprengjuhótun á olíupalli talin vera gabb Sprengjuhótun um borð í íbúðapalli olíustarfsmanna í Norðursjó er nú talin hafa verið gabb og hefur 23 ára gömul kona um borð verið handtekin. 10.2.2008 18:48 Olíuborpallur á Norðursjó rýmdur vegna sprengjuhótunar Verið er að rýma olíuborpall á Norðursjó vegna sprengjuhótunar. Alls eru 539 manns um borð á pallinum og eru 14 þyrlur nú að flytja mannskapinn yfir á aðra borpalla á svæðinu. 10.2.2008 13:31 Gates vill meira frá NATO ríkjum í Afganistan Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir nauðsynlegt að sannfæra Evrópubúa um að verkefni Atlantshafsbandalagsins í Afganistan sé mikilvægur liður í baráttunni gegn hryðjuverkum. 10.2.2008 10:48 Tíu fórust í troðningi á rokktónleikum Minnst tíu týndu lífi og fjölmargir slösuðust í troðningi á rokktónleikum á Indónesíu í gærkvöldi. 10.2.2008 10:06 Mikill eldsvoði rústaði Camden markaðinum í London Loka þurfti stórum hluta af hinum sögufræga Camden markaði í London í gærkvöldi eftir að mikill eldsvoði braust þar út. 10.2.2008 09:30 Obama skoraði þrennu og Huckabee tvennu Barak Obama skoraði þrennu í forkosningunum í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Obama vann í öllum þremur ríkjunum sem kosið var í, Louisiana, Nebraska og Washington. Eftir gærkvöldið hefur Obama jafnmarga kjörmenn og Hillary Clinton. 10.2.2008 09:15 Fjórðungur af Norðurpólsísnum bráðnaði á síðasta ári Ísinn í kringum Norðurpólinn bráðnar mun hraðar en menn hafa gert sér grein fyrir hingað til. Samkvæmt upplýsingum frá dönsku veðurstofunni bráðnaði um fjórðungur af ísnum bara á síðasta ári. 9.2.2008 16:00 Réttindi homma og lesbía ógna færeysku stjórninni Hin nýja stjórn Færeyja hefur ákveðið að leggja í salt umræður um réttindi homma og lesbía á eyjunum. Þetta getur repúblikaninn Funnur Helmsdal ekki sætt sig við og segir að hann muni styðja frumvarp um aukin réttindi homma og lesbía verði slikt lagt fram á þinginu á Færeyjum. 9.2.2008 17:30 Boðað til kosninga í Búrma Herforingjastjórnin í Búrma boðaði í dag til þingkosninga í landinu árið 2010. Kosningarnar verða þær fyrstu í Búrma í tvo áratugi. 9.2.2008 16:33 Líkindi til að offita gangi í erfðir Vísindamenn við háskólann í London hafa komist að því að töluverð líkindi séu fyrir því að offita gangi í erfðir en sé ekki afleiðing lífsstíls viðkomandi. 9.2.2008 11:30 Einn stærsti pottur í sögu Evrópulottósins Það voru fjölmargir sem fengu dágóða upphæð í vasann þegar dregið var í evrópulottóinu í gærkvöldi. Potturinn var jafnvirði nærri fjórtán milljarða króna og einn sá stærsti í sögu lottósins. 9.2.2008 09:58 Rafmagnsstóllinn lagður af í Nebraska Hæstiréttur í Nebraskaríki í Bandaríkjunum hefur bannað notkun rafmagnsstólsins við aftökur. 9.2.2008 09:19 Pútín: Nýtt vígbúnaðarkapphlaup hafið Pútín, Rússlandsforseti, segir nýtt vígbúnaðarkapphlaup hafið í heiminum. Hann fordæmir stækkun Atlantshafsbandalagsins upp að landamærum Rússlands og áform Bandaríkjamanna um eldflaugavarnarkerfi í Póllandi og Tékklandi. 8.2.2008 19:37 Hátt í 30 látnir í umferðarslysi í Egyptalandi Tuttugu og níu hið minnsta léstust og 16 slösuðust í fjöldaárekstri á hraðbraut fyrir utan Kaíró í Egyptalandi í dag. 8.2.2008 17:07 Handtekinn vegna smygls á fólki í gastanki Ökumaður flutningabíls sem hafði átta laumufarþega í gastanki bílsins þegar hann var stöðvaður í suðurhluta Lundúna hefur verið handtekinn vegna gruns um að smygla fólki á milli landa. Samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar er hinum 55 ára gamla ökumanni haldið á lögreglustöð í suðurhluta borgarinnar á meðan verið er að hlúa að fólkinu sem andaði að sér gasi. 8.2.2008 15:47 Áforma samsteypustjórn í Kenía Stjórnarflokkur Kenía og stjórnarandstaðan hafa komist að tímamótasamkomulagi um samsteypustjórn. Viðræður hafa staðið yfir í höfuðborginni Naíróbí sem miða að því að enda átök síðustu vikna í landinu. Enn er ekki ákveðið hver muni leiða samsteypustjórn eða hlutverk flokkanna í henni. 8.2.2008 14:31 Picasso verkum stolið úr sýningarsal Tveimur málverkum eftir Pablo Picasso var stolið af svissneskri listasýningu á verkum meistarans á miðvikudag. Verkunum var stolið eftir lokun sýningarsalarins í bænum Pfaeffikon í Zurich. 8.2.2008 13:54 Smyglfarþegar gasflutningabíls á sjúkrahúsi Átta manns eru á sjúkrahúsi með snert af gaseitrun eftir að þeir fundust í tanki gasflutningabíls frá Þýskalandi í suðurausturhluta London. Laumufarþegarnir uppgötvuðust þegar bílstjórinn stöðvaði á Harrow Manorway í Bexley til að athuga farminn. 8.2.2008 12:00 Al Kaída áformar hryðjuverk í Þýskalandi Hryðjuverkasamtökin Al Kaída áforma hryðjuverk í Þýskalandi samkvæmt frétt þýska dagblaðsins Die Welt í dag. Blaðið vitnar í þýska aðstoðarinnanríkisráðherrann August Hanning. 8.2.2008 11:09 Sarkozy blæs nýju lífi í úthverfi Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti er að leggja lokahönd á áætlun um að blása nýju lífi í úthverfi sem aðallega eru byggð innflytjendum. Meðal áforma er betri menntun og atvinnumöguleikar, sérstaklega fyrir ungt fólk. 8.2.2008 10:51 Byssumaður banaði fimm í ráðhúsi St. Louis Byssumaður skaut fimm manns til bana í ráðhúsi St. Louis í Bandaríkjunum og særði fjóra, þar á meðal borgarstjórann, áður en lögregla skaut hann banaskoti. Byssumaðurinn var þekktur fyrir að hafa óbeit á borgarfulltrúum og embættismönnum borgarinnar. Samkvæmt upplýsingum lögreglu réðist byssumaðurinn inn á fund í ráðhúsinu og öskraði „Skjótið borgarstjórann!" 8.2.2008 10:17 McCain biðlar til íhaldssamra repúblikana 8.2.2008 08:24 Sprengja banaði Bhutto 8.2.2008 08:16 Réðist að flugmönnum 8.2.2008 08:09 Mitt Romney hættur Mitt Romney hefur nú staðfest þann orðróm að hann sé hættur við að sækast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum fyrir komandi forsetakostningar. Þetta kom fram í ræðu sem Romney hélt nú rétt í þessu. 7.2.2008 17:20 Höfuðlaust lík fannst í London Höfuðlaust lík manns fannst bakvið verslun í norðvesturhluta Lundúna í gær. Fyrstu rannsóknir benda til að höfuðið hafi verið tekið af eftir að maðurinn dó samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar. 7.2.2008 16:34 Sprenging við skrifstofur Kaupþings í Lundúnum 7.2.2008 15:03 Jolie segir Íraka þurfa hjálp Óskarsverðlaunaleikkonan Angelina Jolie er í heimsókn í Írak í von um að þrýsta á lausn vandamála tveggja milljóna landflótta Íraka. Hún segir fólkið í þessu stríðshrjáða landi vera „mjög mjög varnarlaust” og tilraunir til að leysa vanda þeirra afar máttlausar. 7.2.2008 12:24 ÖSE sniðgengur forsetakosningar í Rússlandi Helsti kosningaeftirlitsaðili í Evrópu segist munu sniðganga forsetakosningar í Rússlandi sem fram fara 2. mars næstkomandi. Stjórn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu hefur deilt við Rússa um stærð og umfang eftirlitsins. 7.2.2008 11:43 Tveir í haldi vegna morðsins á Bhutto Pakistanska lögreglan hefur handtekið tvo menn sem hún segir „mjög þýðingarmikla meinta hryðjuverkamenn” í tengslum við morðið á Benazir Bhutto stjórnarandstöðuleiðtoga. Tilkynning embættismanna í öryggismálum kemur á sama tima og 40 daga sorgartímabili lýkur í Pakistan vegna fráfalls Bhutto. Auk þess snúa nú tveir rannsóknarlögreglumenn Scotland Yard til Pakistan á ný til að hjálpa til við rannsókn morðsins. 7.2.2008 11:17 Segir að Dodi hafi verið Díönu ótrúr Hljóðupptaka af símtali á milli Kelly Fisher fyrirsætu og fyrrverandi kærasta hennar Dodi Al Fayed var lögð fyrir réttarrannsóknina á dauða Díönu prinsessu í gær. Í símtalinu sem fyrirsætan tók upp segir hún að Dodi að hafi flogið með hana til St. Tropez þar sem hún hefði mátt dúsa í bát á daginn á meðan hann gerði sér dælt við Díönu. Síðan hafi hann eytt nóttunum með henni. 7.2.2008 10:40 Varar við ósigri í Afghanistan Jaap de Hoop Scheffer framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir að ef verkefni NATO í Afghanistan misheppnist geti það leitt til hryðjuverkaárása á Vesturlöndum. Hann sagði að mörg mikilvæg viðfangsefni ætti eftir að leysa í Afghanistan en verkefnið væri ekki misheppnað. 7.2.2008 10:17 Clinton lánaði eigin kosningasjóð 330 milljónir Clinton lagði til fimm milljónir bandaríkjadala, rúmlega 330 milljónir íslenskra króna, í kosningasjóð sinn úr eigin vasa fyrir forkosningarnar á þriðjudag. Þá munu sumir lykilstarfsmenn kosningaframboðs hennar einnig hafa samþykkt að vinna launalaust í einn mánuð samkvæmt heimildum CNN sjónvarpsstöðvarinnar. 7.2.2008 09:27 Ómannúðlegt ástand i Kenía 7.2.2008 08:53 Condolezza Rice heimsækir Afganistan 7.2.2008 08:42 Börn þjálfuð í meðferð skot- og sprengjuvopna 7.2.2008 08:34 Sprengjuhótun á Kastrup flugvelli 7.2.2008 08:15 McCain vill stuðning öfga-íhaldsmanna 7.2.2008 08:08 Fór á strippbúllu í Reykjavík og borgaði með korti konunnar Norðmaður einn er í vondum málum eftir að eiginkona hans fékk kreditkortareikninginn sinn. Maðurinn hafði farið í ferðalag til Íslands og eytt tveimur kvöldum á nektardansstað. Hann borgaði fyrir herlegheitin með kreditkorti en virðist ekki hafa áttað sig á því að um kreditkort eiginkonunnar var að ræða. Frá þessu er sagt á danska vefmiðlinum avisen.dk. 6.2.2008 21:15 Sjá næstu 50 fréttir
Japanskir þingmenn vilja afnema dauðarefsingu Hópur þingmanna á Japanska þinginu hefur unnið frumvarp sem miðar að því að banna dauðarefsingar í landinu næstu fjögur árin.Frumvarpið er sagt vera skref í þá átt að banna dauðarefsingar með öllu í landinu. 11.2.2008 08:18
Chavez hótar að skrúfa fyrir olíuna Forseti Venezúela, Hugo Chavez, hótaði því í gær að skrúfa fyrir olíuinnflutning til Bandaríkjanna láti þarlend stjórnvöld ekki af því sem Chavez kallar efnahagsstríð. Bandarískir og breskir dómstólar hafa fryst fé á reikningum ríkisolíufyrirtæksins í kjölfar málshöfðunar bandaríska olíurisans Exxon Mobil. 11.2.2008 08:17
Nauðgari datt í lukkupottinn Dæmdur kynferðisafbrotamaður í Massachussets datt í lukkupottinn þegar hann keypti vinningsmiðann í ríkislottóinu. Maðurinn vann hvorki meira né minna en 670 milljónir króna í sinn hlut en sigrinum fylgja nokkur vandræði því yfirvöld hafa viljað ná af honum tali síðustu árin. 11.2.2008 08:14
Ramos-Horta haldið sofandi Forseti Austur Tímor, Jose Ramos Horta var sýnt banatilræði í morgun á heimili sínu í höfuðborg landsins Dili. Horta var skotinn í magann og herma fregnir að honum sé haldið sofandi í öndunarvél. Liðhlaupi úr röðum stjórnarhersins sem hótað hefur ríkisstjórninni var drepinn á staðnum af öryggisvörðum forsetans. 11.2.2008 07:21
Íslensks pilts enn leitað á Jótlandi Danska lögreglan hefur um helgina kannað tvo staði á Jótlandi eftir að vísbendingar bárust um að 18 ára íslenskur piltur, Ívar Jörgensson, væri þar niðurkomin, en ekkert hefur spurst til hans í heila viku. 10.2.2008 19:15
EES samningurinn opnað dyr EES samningurinn hefur opnað dyrnar að mikilvægu samstarfi Íslands og Noregs og annarra Evrópuríkja i öryggismálum. Þetta sagði Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, á ráðstefnu um Evrópumál sem haldin var í Ósló um helgina. 10.2.2008 19:45
Sprengjuhótun á olíupalli talin vera gabb Sprengjuhótun um borð í íbúðapalli olíustarfsmanna í Norðursjó er nú talin hafa verið gabb og hefur 23 ára gömul kona um borð verið handtekin. 10.2.2008 18:48
Olíuborpallur á Norðursjó rýmdur vegna sprengjuhótunar Verið er að rýma olíuborpall á Norðursjó vegna sprengjuhótunar. Alls eru 539 manns um borð á pallinum og eru 14 þyrlur nú að flytja mannskapinn yfir á aðra borpalla á svæðinu. 10.2.2008 13:31
Gates vill meira frá NATO ríkjum í Afganistan Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir nauðsynlegt að sannfæra Evrópubúa um að verkefni Atlantshafsbandalagsins í Afganistan sé mikilvægur liður í baráttunni gegn hryðjuverkum. 10.2.2008 10:48
Tíu fórust í troðningi á rokktónleikum Minnst tíu týndu lífi og fjölmargir slösuðust í troðningi á rokktónleikum á Indónesíu í gærkvöldi. 10.2.2008 10:06
Mikill eldsvoði rústaði Camden markaðinum í London Loka þurfti stórum hluta af hinum sögufræga Camden markaði í London í gærkvöldi eftir að mikill eldsvoði braust þar út. 10.2.2008 09:30
Obama skoraði þrennu og Huckabee tvennu Barak Obama skoraði þrennu í forkosningunum í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Obama vann í öllum þremur ríkjunum sem kosið var í, Louisiana, Nebraska og Washington. Eftir gærkvöldið hefur Obama jafnmarga kjörmenn og Hillary Clinton. 10.2.2008 09:15
Fjórðungur af Norðurpólsísnum bráðnaði á síðasta ári Ísinn í kringum Norðurpólinn bráðnar mun hraðar en menn hafa gert sér grein fyrir hingað til. Samkvæmt upplýsingum frá dönsku veðurstofunni bráðnaði um fjórðungur af ísnum bara á síðasta ári. 9.2.2008 16:00
Réttindi homma og lesbía ógna færeysku stjórninni Hin nýja stjórn Færeyja hefur ákveðið að leggja í salt umræður um réttindi homma og lesbía á eyjunum. Þetta getur repúblikaninn Funnur Helmsdal ekki sætt sig við og segir að hann muni styðja frumvarp um aukin réttindi homma og lesbía verði slikt lagt fram á þinginu á Færeyjum. 9.2.2008 17:30
Boðað til kosninga í Búrma Herforingjastjórnin í Búrma boðaði í dag til þingkosninga í landinu árið 2010. Kosningarnar verða þær fyrstu í Búrma í tvo áratugi. 9.2.2008 16:33
Líkindi til að offita gangi í erfðir Vísindamenn við háskólann í London hafa komist að því að töluverð líkindi séu fyrir því að offita gangi í erfðir en sé ekki afleiðing lífsstíls viðkomandi. 9.2.2008 11:30
Einn stærsti pottur í sögu Evrópulottósins Það voru fjölmargir sem fengu dágóða upphæð í vasann þegar dregið var í evrópulottóinu í gærkvöldi. Potturinn var jafnvirði nærri fjórtán milljarða króna og einn sá stærsti í sögu lottósins. 9.2.2008 09:58
Rafmagnsstóllinn lagður af í Nebraska Hæstiréttur í Nebraskaríki í Bandaríkjunum hefur bannað notkun rafmagnsstólsins við aftökur. 9.2.2008 09:19
Pútín: Nýtt vígbúnaðarkapphlaup hafið Pútín, Rússlandsforseti, segir nýtt vígbúnaðarkapphlaup hafið í heiminum. Hann fordæmir stækkun Atlantshafsbandalagsins upp að landamærum Rússlands og áform Bandaríkjamanna um eldflaugavarnarkerfi í Póllandi og Tékklandi. 8.2.2008 19:37
Hátt í 30 látnir í umferðarslysi í Egyptalandi Tuttugu og níu hið minnsta léstust og 16 slösuðust í fjöldaárekstri á hraðbraut fyrir utan Kaíró í Egyptalandi í dag. 8.2.2008 17:07
Handtekinn vegna smygls á fólki í gastanki Ökumaður flutningabíls sem hafði átta laumufarþega í gastanki bílsins þegar hann var stöðvaður í suðurhluta Lundúna hefur verið handtekinn vegna gruns um að smygla fólki á milli landa. Samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar er hinum 55 ára gamla ökumanni haldið á lögreglustöð í suðurhluta borgarinnar á meðan verið er að hlúa að fólkinu sem andaði að sér gasi. 8.2.2008 15:47
Áforma samsteypustjórn í Kenía Stjórnarflokkur Kenía og stjórnarandstaðan hafa komist að tímamótasamkomulagi um samsteypustjórn. Viðræður hafa staðið yfir í höfuðborginni Naíróbí sem miða að því að enda átök síðustu vikna í landinu. Enn er ekki ákveðið hver muni leiða samsteypustjórn eða hlutverk flokkanna í henni. 8.2.2008 14:31
Picasso verkum stolið úr sýningarsal Tveimur málverkum eftir Pablo Picasso var stolið af svissneskri listasýningu á verkum meistarans á miðvikudag. Verkunum var stolið eftir lokun sýningarsalarins í bænum Pfaeffikon í Zurich. 8.2.2008 13:54
Smyglfarþegar gasflutningabíls á sjúkrahúsi Átta manns eru á sjúkrahúsi með snert af gaseitrun eftir að þeir fundust í tanki gasflutningabíls frá Þýskalandi í suðurausturhluta London. Laumufarþegarnir uppgötvuðust þegar bílstjórinn stöðvaði á Harrow Manorway í Bexley til að athuga farminn. 8.2.2008 12:00
Al Kaída áformar hryðjuverk í Þýskalandi Hryðjuverkasamtökin Al Kaída áforma hryðjuverk í Þýskalandi samkvæmt frétt þýska dagblaðsins Die Welt í dag. Blaðið vitnar í þýska aðstoðarinnanríkisráðherrann August Hanning. 8.2.2008 11:09
Sarkozy blæs nýju lífi í úthverfi Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti er að leggja lokahönd á áætlun um að blása nýju lífi í úthverfi sem aðallega eru byggð innflytjendum. Meðal áforma er betri menntun og atvinnumöguleikar, sérstaklega fyrir ungt fólk. 8.2.2008 10:51
Byssumaður banaði fimm í ráðhúsi St. Louis Byssumaður skaut fimm manns til bana í ráðhúsi St. Louis í Bandaríkjunum og særði fjóra, þar á meðal borgarstjórann, áður en lögregla skaut hann banaskoti. Byssumaðurinn var þekktur fyrir að hafa óbeit á borgarfulltrúum og embættismönnum borgarinnar. Samkvæmt upplýsingum lögreglu réðist byssumaðurinn inn á fund í ráðhúsinu og öskraði „Skjótið borgarstjórann!" 8.2.2008 10:17
Mitt Romney hættur Mitt Romney hefur nú staðfest þann orðróm að hann sé hættur við að sækast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum fyrir komandi forsetakostningar. Þetta kom fram í ræðu sem Romney hélt nú rétt í þessu. 7.2.2008 17:20
Höfuðlaust lík fannst í London Höfuðlaust lík manns fannst bakvið verslun í norðvesturhluta Lundúna í gær. Fyrstu rannsóknir benda til að höfuðið hafi verið tekið af eftir að maðurinn dó samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar. 7.2.2008 16:34
Jolie segir Íraka þurfa hjálp Óskarsverðlaunaleikkonan Angelina Jolie er í heimsókn í Írak í von um að þrýsta á lausn vandamála tveggja milljóna landflótta Íraka. Hún segir fólkið í þessu stríðshrjáða landi vera „mjög mjög varnarlaust” og tilraunir til að leysa vanda þeirra afar máttlausar. 7.2.2008 12:24
ÖSE sniðgengur forsetakosningar í Rússlandi Helsti kosningaeftirlitsaðili í Evrópu segist munu sniðganga forsetakosningar í Rússlandi sem fram fara 2. mars næstkomandi. Stjórn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu hefur deilt við Rússa um stærð og umfang eftirlitsins. 7.2.2008 11:43
Tveir í haldi vegna morðsins á Bhutto Pakistanska lögreglan hefur handtekið tvo menn sem hún segir „mjög þýðingarmikla meinta hryðjuverkamenn” í tengslum við morðið á Benazir Bhutto stjórnarandstöðuleiðtoga. Tilkynning embættismanna í öryggismálum kemur á sama tima og 40 daga sorgartímabili lýkur í Pakistan vegna fráfalls Bhutto. Auk þess snúa nú tveir rannsóknarlögreglumenn Scotland Yard til Pakistan á ný til að hjálpa til við rannsókn morðsins. 7.2.2008 11:17
Segir að Dodi hafi verið Díönu ótrúr Hljóðupptaka af símtali á milli Kelly Fisher fyrirsætu og fyrrverandi kærasta hennar Dodi Al Fayed var lögð fyrir réttarrannsóknina á dauða Díönu prinsessu í gær. Í símtalinu sem fyrirsætan tók upp segir hún að Dodi að hafi flogið með hana til St. Tropez þar sem hún hefði mátt dúsa í bát á daginn á meðan hann gerði sér dælt við Díönu. Síðan hafi hann eytt nóttunum með henni. 7.2.2008 10:40
Varar við ósigri í Afghanistan Jaap de Hoop Scheffer framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir að ef verkefni NATO í Afghanistan misheppnist geti það leitt til hryðjuverkaárása á Vesturlöndum. Hann sagði að mörg mikilvæg viðfangsefni ætti eftir að leysa í Afghanistan en verkefnið væri ekki misheppnað. 7.2.2008 10:17
Clinton lánaði eigin kosningasjóð 330 milljónir Clinton lagði til fimm milljónir bandaríkjadala, rúmlega 330 milljónir íslenskra króna, í kosningasjóð sinn úr eigin vasa fyrir forkosningarnar á þriðjudag. Þá munu sumir lykilstarfsmenn kosningaframboðs hennar einnig hafa samþykkt að vinna launalaust í einn mánuð samkvæmt heimildum CNN sjónvarpsstöðvarinnar. 7.2.2008 09:27
Fór á strippbúllu í Reykjavík og borgaði með korti konunnar Norðmaður einn er í vondum málum eftir að eiginkona hans fékk kreditkortareikninginn sinn. Maðurinn hafði farið í ferðalag til Íslands og eytt tveimur kvöldum á nektardansstað. Hann borgaði fyrir herlegheitin með kreditkorti en virðist ekki hafa áttað sig á því að um kreditkort eiginkonunnar var að ræða. Frá þessu er sagt á danska vefmiðlinum avisen.dk. 6.2.2008 21:15