Fleiri fréttir

Clinton og Obama vongóð

Of jafnt er á milli Hillary Clinton og Barack Obama til að segja nokkuð um úrslit Demókrata, jafnvel ekki fyrr en eftir um mánuð. Öfugt við sigurvegara repúblíkana er sigur þess sem tilnefndur er fyrir Ddemókrata byggður á fjölda kjörmanna.

McCain lýsir yfir sigri

John McCain hefur í fyrsta sinn talað um sig sem sigurvegara forkosninga Repúblíkana. „Ég held að við verðum að venjast tilhugsuninni um að við erum forsetaefni Repúblíkanaflokksins til forsetakosninga Bandaríkjanna. Og ég er bara ekki óánægður með það," sagði McCann blaðamönnum þegar niðurstöður voru enn að berast seint í gærkvöldi.

Evrópska geimstöðin Colombus á loft

Ætlunin er að flytja fyrstu evrópsku geimstöðina á braut um jörðu á morgun fimmtudag. Það verður geimskutlan Atlantis sem flýgur með Colombus út fyrir gufuhvolfið frá geimstöðinni á Kennedyhöfða.

Óveður verður 22 að bana í Bandaríkjunum

Að minnsta kosti 22 eru látnir og yfir 100 slasaðir eftir ofsaveður og hvirfilbyli sem geisuðu í suðurríkjum Bandaríkjanna í gær. Þau ríki sem verst urðu úti voru Arkansas, Tennesse og Kentucky. Forkosningarnar voru í fullum gangi í þessum ríkjum þegar veðrið skall á og þurfti að loka mörgum kjörstöðum snemma af þeim sökum

Rottuplága herjar á fjölskyldur í Helsingör

Fjórar fjölskyldur sem áttu heima í fjölbýlishúsi Í Helsingör í Danmörku hafa enn ekki getað flutt aftur heim til sín eftir að rottuplága kom upp í húsinu í lok síðasta sumars.

Obama vann í Georgíu

Barack Obama sigraði í forkosningum í Georgíu hjá Demókrötum samkvæmt útgönguspám að því er CNN greinir frá. Mjótt er á munum hjá Repúblikönum og of snemmt að segja til um úrslitin þar.

Milljónir Bandaríkjamanna ganga til kosninga í 24 ríkjum

Búist er við góðri kjörsókn víðast hvar verið í forkosningunum sem nú standa yfir í Bandaríkjunum. Íbúar 24 ríkja hópast nú á kjörstaði til þess að taka þátt í að velja forsetabrambjóðanda fyrir demókrata og repúblikana. Í kosningunum fá frambjóðendur úthlutað kjörmönnum sem á endanum munu síðan velja frambjóðenda. Um 42 prósent kjörmanna verða valdir í dag og er talið líklegt að niðurstöðurnar skeri úr um hver hljóti tilnefninguna hjá repúblikönum. Margt bendir til þess að úrslitin í nótt verði á þá leið að John McCain nái að sigra Mitt Romney og hljóta þar með tilnefningu síns flokks.

Huckabee vann í Vestur Virginíu

Fyrstu úrslit í forkosningunum í Bandaríkjunum sem fara fram í dag í 24 fylkjum eru kunn. Samkvæmt útgönguspám var það predikarinn fyrrverandi Mike Huckabee sem sigraði í Vestur Virginíu.

Ný ofurhraðlest kynnt í Frakklandi

Franski tæknirisinn Alstom kynnti í dag nýja hraðlest sem getur ferðast á allt að 360 kílómetra hraða á klukkustund og á því að verða ein sú hraðskreiðasta í heimi.

Fá bætur frá Ryanair vegna auglýsingar

Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair var í dag dæmt til að greiða Nicolas Sarkozy og eiginkonu hans, Cörlu Bruni, fyrir að birta mynd af parinu í auglýsingu án leyfis.

Kosið í nærri helmingi ríkja

Bandaríkjamenn í nærri helmingi fylkja Bandaríkjanna ganga að kjörborðinu í dag til að velja frambjóðendur stóru flokkanna tveggja.

Lækning við kvefi á næsta leiti

Breskir vísindamenn eru nú vongóðir um að fundist geti lækning við kvefi. Þeim tókst nýlega að smita erfðabreytta mús með kvefi þannig að auðveldara verður í framtíðinni að prófa ný kvefmeðul.

Gafst upp á bráðabirgðastjórn á Ítalíu

Franco Marini forseti ítalska þingsins hefur gefist upp við að mynda bráðabirgðastjórn í landinu en honum var falið það verkefni eftir að Romano Prodi sagði af sér sem forsætisráðherra.

Páfinn hefur áhyggjur af fækkun nunna og munka

Samkvæmt upplýsingum frá Vatikaninu hefur kaþólskum nunnum og munkum fækkað mikið á milli áranna 2005 og 2006 eða um 10% og fór fjöldi þeirra í lok tímabilsins niður fyrir eina milljón manns.

Skortur á heimilislæknum hrjáir Dani

Yfir 100.000 Danir hafa nú ekki aðgang að heimilislækni í heimabæ eða borg sinni. Nær 70 læknastofur í landinu standa nú auðar sökum skorts á heimilslæknum.

Clinton og Obama hnífjöfn en McCain með þægilegt forskot

Spennan magnast með hverri klukkustundinni en nú er rúmur sólarhringur þangað til hægt verður að segja til með nokkurri vissu hvaða tveir frambjóðendur munu berjast í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fram fara í nóvember. Á morgun verður kosið í rúmlega tuttugu ríkjum í forvali þar sem fulltrúar demókrata og republikana takast á um hver þeirra hlýtur tilnefningu. Þó getur svo farið að línur verði ekki að fullu ljósar eftir úrslit morgundagsins.

Þúsundir flýja höfuðborg Tsjad

Mörg þúsund íbúar hafa flúið höfuðborg Tsjad í dag eftir hörð átök síðustu daga. Stjórnarher landsins tókst í morgun að leysa umsátur uppreisnarmanna í kringum forsetahöllina í höfuðborginni og segist hafa rekið þá á flótta. Uppreisnarmenn segjast hins vegar hafa dregið sig til baka í úthverfi borgarinnar til að skipuleggja frekari áhlaup. Enn er barist í úthverfunum og segja vitni fjölmörg lík liggja á götum úti.

Alvöru nágrannaerjur

Fyrir sextán árum setti ungverskur prófessor upp einfalda loftnetsstöng á raðhúsi sínu í Bergen í Noregi. Hann vildi geta talað við fjölskyldu sína í heimalandinu um stuttbylgju-talstöð.

15 ára drengur hálshöggvinn í Saudi Arabíu

Fjölskylda fimmtán ára drengs í Saudi-Arabíu sem var hálshöggvinn fyrir morð vill fá bætur frá ríkinu á þeim forsendum að aftaka hans brjóti í bága við lög.

100 þúsund börn í fangelsi í Bandaríkjunum

Yfir 100 þúsund börn sitja í fagelsum í Bandaríkjunum, mörg fyrir litlar sakir. Bandaríska dagblaðið Chicago Tribune hefur skrifað greinaflokk um ástandið sem blaðið segir að sé skelfileg.

Gjald á auka handfarangur í flugi

Bandaríska flugfélagið United Airlines ætlar að krefja farþega um aukagjald ef þeir hafa með sér meira en eina tösku í handfarangur.

Norræni kvikmyndasjóðurinn stækkar

Fjármögnunarmöguleikar norrænna kvikmyndafyrirtækja aukast nú til muna þegar tvær einkareknar sjónvarpsstöðvar ganga til liðs við Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðinn.

Bandaríkjamenn óttast íranska eldflaug

Bandaríkjamenn eru nokkuð órólegir vegna eldflaugar sem Íranar skutu á loft í dag. Íranar segja að þeir ætli að nota flaugina til þess að skjóta á loft gervihnöttum.

Hinn týndi floti Hitlers fundinn

Þrír þýskir kafbátar úr síðari heimsstyrjöldinni eru fundnir á botni Svartahafs. Kafbátarnir tilheyrðu flotadeild sex kafbáta sem voru fluttir meira en 3000 kílómetra landleiðina frá Þýskalandi, til þess að herja á rússnesk skip á Svartahafi.

Fimm dýrustu bílar í heimi

Tímaritið Forbes hefur birt lista yfir fimm dýrustu bíla heimsins. Enginn nýr bíll er á þeim lista, heldur aðeins gamlir eðalvagnar sem hafa selst fyrir metfé á uppboðum.

Furðulegt nýtt spendýr fannst í Tanzaníu

Vísindamenn hafa fundið furðulegt nýtt spendýr af nagdýraætt í fjöllum Tanzaníu. Skepnan hefur hlotið latneska heitið Rhynochocyon udzungwensis og er lýst sem blöndu af lítilli antilópu og smávaxinni mauraætu.

Sjá næstu 50 fréttir