Erlent

Vínarbrauðið breytir um nafn

Spámannsrósir til sölu í írönsku bakaríi.
Spámannsrósir til sölu í írönsku bakaríi. MYND/AP

Bakarar í Íran ætla nú að umnefna bakkelsið sem við köllum vínarbrauð, en á mörgum erlendum tungumálum er það kallað danskt brauð. Þetta gera þeir í mótmælaskyni við dönsku myndbirtingarnar alræmdu. Héðan í frá skulu bakarísgestir biðja um "rósir Múhameðs spámanns".

Þessi viðbrögð þykja minna á þegar bandarískir veitingastaðir hættu að selja franskar kartöflur og settu í stað þess "frelsiskartöflur" á matseðilinn um það leyti sem Frakkar neituðu að styðja innrásina í Írak.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×