Erlent

Preval forseti

Bráðabirgðaríkisstjórn Haítí hefur lýst René Preval sigurvegara í forsetakosningum sem fram fóru í landinu í síðustu viku.

Áður hafði bráðabirgðastjórnin fyrirskipað endurskoðun á úrslitum talningar atkvæða eftir að Préval hélt því fram að umfangsmikil kosningsvik hefðu átt sér stað og útfylltir kjörseðlar fundist í sekkjavís á sorphaugum. Um níu þúsund friðargæsluliðar eru nú á Haiti til að tryggja stöðugleika í landinu. Formaður kjörstjórnarinnar á Haítí útilokar þó ekki að atkvæðaseðlunum kunni að hafa verið hent á haugana í því skyni að láta líta út fyrir að kosningasvik hefðu verið framin og er málið í rannsókn. Preval hefur áður gegnt embætti forseta á Haítí og var í eina tíð samherji Jean Bertrands Aristites, forseta, sem flúði land fyrir tveimur árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×