Fleiri fréttir Eiginkona Pinochets handtekin Lucia Hiriart, eiginkona Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra Chile, var handtekin á sjúkrahúsi í Santiago í dag. Dómari gaf út handtökuskipan á eiginkonu Pinochets vegna meintra skattalagabrota. Við rannsókn málsins kom í ljós að Hiriat hafði aðgang að leynilegum bankareikningum Pinochets sem stjórnaði Chile með mikilli hörku á árunum 1973-1990. 10.8.2005 00:01 Bjóða tryggingar gegn hraðasektum Sænskum ökumönnum gefst nú kostur á að tryggja sig gegn hraða- og stöðumælasektum. Tryggingafyrirtæki í Svíþjóð býður upp á þessa þjónustu en gegn 850 sænskum krónum á ári ábyrgist tryggingafélagið að greiða þrjár hraðasektir fyrir ökumenn á ári svo framarlega sem þeir farið ekki meira en 30 kílómetra yfir leyfðan hámarkshraða. 10.8.2005 00:01 Sakfelldur fyrir ljóta tæklingu Knattspyrnumaður í Hollandi hefur verið dæmdur í hálfs árs fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára fyrir að hafa fótbrotið andstæðing sinn í leik í desember síðastliðnum. Það var Rachid Bouaouzan, framherji Sparta Rotterdam, sem var sakfelldur fyrir að tvífótbrjóta Niels Kokmeijer, leikmann Go Ahead Eagles, en Kokmeijer hefur þurft að gangast undir nokkrar aðgerðir vegna tæklingarinar og samkvæmt lögfræðingum hans er óljóst hvort hann geti spilað knattspyrnu aftur. 10.8.2005 00:01 Telja Írana þróa kjarnorkuvopn Harka færist í deilur Írana og alþjóðasamfélagsins, en Íranar ræstu í dag umdeilt kjarnorkuver. Talið er að þeir þrói kjarnorkuvopn og að í brýnu geti slegið. 10.8.2005 00:01 Afhentu líkamsleifar Albana Líkamsleifum 48 Albana sem féllu í stríðinu í Kosovo var í dag skilað. Það voru serbnesk yfirvöld sem afhentu leifarnar, en þær fundust í fjöldagröf skammt frá þjálfunarbúðum lögreglunnar í Belgrad. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og fjölskyldur þeirra sem um ræðir tóku við líkunum, sem verða nú jarðsett með viðhöfn. 10.8.2005 00:01 Deilt um fyrstu drög stjórnarskrár Tíminn hleypur frá þeim sem vinna að stjórnarskrá Íraks. Enn er deilt um fyrstu drög sem skila á von bráðar, en samkvæmt þeim verður íslamskur réttur grundvöllur ríkisins. 10.8.2005 00:01 Lögreglumenn glæpsamlegastir Lögreglumenn eru efstir á lista þeirra starfsstétta sem Rússar telja vera þá glæpsamlegustu. 38% aðspurðra töldu það, en næstir í röðinni komu embættismenn ríkisins. Þjófar og stigamenn voru í þriðja sæti en nokkuð langt frá tveimur efstu stéttunum. 10.8.2005 00:01 Gríðarlegur fjöldi mótmælti Á annað hundrað þúsund andstæðingar brotthvarfs Ísraela af landnemabyggðum á Gaza og hluta Vesturbakkans streymdu inn í gamla borgarhluta Jerúsalem í gærkvöldi. Þar tók fólkið til við að biðja og mótmæla brotthvarfinu. 10.8.2005 00:01 Spurning um hvenær en ekki hvort "Það er aðeins spurning hvenær en ekki hvort hryðjuverkaárás verði gerð í fjármálahverfi Lundúna," sagði James Hart lögreglustjóri. Hann segir fjármálahverfið áberandi skotmark og að árás þar geti haft miklar afleiðingar. Hann sagði þó að engar haldbærar vísbendingar hefðu borist. 10.8.2005 00:01 Lendingu Discovery frestað Lendingu geimferjunnar Discovery hefur verið frestað á ný. Rigning skammt frá lendingarstaðnum á Flórída varð þess valdandi að geimferðin var framlengd um tvær klukkustundir, á meðan ferjan fer einn hring um jarðarkringluna. 9.8.2005 00:01 Lögreglumenn skotnir í Bagdad Fimm lögreglumenn voru skotnir til bana í Bagdad, höfuðborg Íraks í morgun. Tveir lögreglumannanna biðu þess að verða leystir af vakt þegar uppreisnarmenn veittust að lögreglubíl þeirra en skotvopn lögreglumannanna lágu öll í aftursæti bílsins. Þá voru tveir lögreglumenn skotnir til bana á leið til vinnu í morgun og enn einn er hann beið á umferðarljósi. 9.8.2005 00:01 Sprengjutilræði á Indlandi Tíu slösuðust, þar af tveir alvarlega, er sprengja sprakk í strætisvagnaskýli í suðurhluta Indlands í morgun. Yfirvöld segja allt benda til þess að maóistar standi á bak við tilræðið. Að sögn viðstaddra sást reykur stíga upp úr nestisboxi, sem hafði verið skilið eftir í skýlinu, andartaki áður en sprengingin varð. 9.8.2005 00:01 Neyðarástand í Portúgal Hundruð manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem nú geisa í mið- og norðurhluta Portúgals. Einn maður hefur látist af völdum eldsins og hefur neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu. Eldurinn hefur eyðilagt um 10.000 hektara lands, en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu, eru menn ná tökum á eldinum. 9.8.2005 00:01 Flæði gass skoðað í New York Vísindamenn á Manhattan í New York, létu skaðlaust, litlaust gas flæða um hluta borgarinnar á dögunum til að sjá hvernig og hvar það flæddi. Þetta gerðu þeir til að sjá hvar mikilvægast væri að koma fólki í burtu, ef efnaárás yrði gerð á borgina. 9.8.2005 00:01 Stærsta bankarán í Brasilíu Að minnsta kosti fjórum milljörðum króna var stolið í stærsta bankaráni frá upphafi í Brasilíu um helgina. Þjófnaðurinn uppgvötaðist ekki fyrr en í gærdag en ræningjarnir grófu yfir 200 metra löng göng og komust þannig inn í peningageymslur Banco Central bankans í borginni Fortaleza þar í landi. 9.8.2005 00:01 Kórea verði kjarnorkuvopnalaus Talsmaður Hvíta hússins segir góðan árangur hafa náðst í viðræðum sem miða að því að fá Norður-Kóreumenn til að falla frá kjarnorkuáætlun sinni. Hann segir almennt samkomulag hafa náðst um að Kóreuskagi eigi að vera kjarnorkuvopnalaus. 9.8.2005 00:01 Orsök flugslyss óljós Sérfræðingar útiloka að vélarbilun sé ástæða þess að vél Air France, hafi runnið út af flugbrautinni í Toronto í Kanada í síðustu viku. Vont veður og mistök flugmanna eru sagðar ástæður slyssins en stjórn Air France hefur viljað kenna flugumferðarstjóra um. 9.8.2005 00:01 Schröder sakaður um brot Þýski stjórnarskrárdómstóllinn fjallar nú um lögmæti þingkosninga sem eiga að fara fram átjánda september næstkomandi. Tveir þingmenn, annar jafnaðarmaður og hinn græningi telja að Gerhard Schröder hafi framið stjórnarskrárbrot þegar hann þvingaði fram vantraust í þinginu þrátt fyrir að hafa þar öruggan meirihluta. 9.8.2005 00:01 Hryðjuverkamaður með borgarkort Pakistanskur hryðjuverkamaður sem handtekinn var í borginni Faisalabad um helgina, var með nákvæm kort af borgum í Þýskalandi og á Ítalíu í fartölvunni sinni. 9.8.2005 00:01 Abbas tilkynnir kosningar Mahmoud Abbas, forsætisráðherra Palestínu, greindi frá því í morgun að þingkosningar yrðu haldnar á sjálfsstjórnarsvæðum Palestínumanna í janúar. En engin dagsetning hefur þó verið ákveðin enn. 9.8.2005 00:01 Discovery loks lent Taugar eru víða þandar þessa stundina, en geimferjan Discovery er í lokaaðflugi að Edwards-flugherstöðinni í Kaliforníu. Þangað var henni beint eftir að veður hamlaði lendingu á Flórída. 9.8.2005 00:01 Olíuverð fer hækkandi Olíuverð stefnir hratt í hæstu hæðir. Það fór yfir sextíu og fjóra dollara í Asíu í morgun en á Evrópumarkaði hefur það lækkað lítillega frá hámarki morgunsins, sem var rúmlega sextíu og þrír dollarar. 9.8.2005 00:01 Ástralir vilja sprengja Jarðvísindastofnun Ástralíu vill fá að sprengja 20 neðansjávarsprengjur við strandlengjuna til að prufukeyra mæla sem eiga að nema leynilegar tilraunir með neðansjávarkjarnorkusprengjur. 9.8.2005 00:01 Kveikt í húsi innflytjenda Átta innflytjendur, fimm börn og þrír fullorðnir, létu lífið þegar kveikt var í byggingu í Berlín sem hýsti innflytjendur frá Póllandi og af arabískum uppruna. Einnig slösuðust fimmtán og 43 voru meðhöndlaðir vegna reykeitrunar. Lögreglan í Berlín segir engan vafa leika á því að íkveikjuna megi rekja til kynþáttahaturs og fordóma. 9.8.2005 00:01 Hermannaveiki lætur á sér kræla Hermannaveiki er komin upp á ný á Østfold-fylki sunnan við Ósló en yfirvöld hafa staðfest að tveir menn séu smitaðir af legionellu-bakteríunni 9.8.2005 00:01 Bátum rigndi yfir bæinn Vatnsstrokkur kom upp að strönd bæjarins Holbæk á norðanverðu Sjálandi á mánudaginn og olli nokkru tjóni. 9.8.2005 00:01 Skoskar konur spengilegastar Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem breska dagblaðið The Independent segir frá virðast sýna að holdafar þarlendra kvenna ráðist öðru fremur af póstnúmerinu. 9.8.2005 00:01 Líkur á björgun fara þverrandi Enn hefur ekki tekist að bjarga á annað hundrað verkamönnunum úr kolanámunni í Guangdong-héraði í Suður-Kína sem fylltist af vatni á sunnudaginn. 9.8.2005 00:01 Þingkosningar í janúar Mahmoud Abbas, forseti Palestínsku heimastjórnarinnar, lofaði í gær að þingkosningar færu fram í janúar. Hann hvatti Palestínumenn til að halda ró sinni þegar brottflutningur ísraelskra landnema frá Gaza-ströndinni hefst í næstu viku. 9.8.2005 00:01 Discovery lenti heilu og höldnu Geimferjan Discovery sneri aftur til jarðar í gær eftir 14 daga spennuþrunga ferð. Óvíst er hvenær geimferjurnar fara aftur út í himingeiminn því ekki liggur fyrir hver rót erfiðleikanna við flugtak þeirra er. 9.8.2005 00:01 Íranar eru hvergi bangnir Stjórn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar IAEA hittist í höfuðstöðvum sínum í Vín í gær og ræddi til hvaða ráða skyldi gripið vegna vinnslu Írana á kjarnorkueldsneyti. 9.8.2005 00:01 Aziz neitar að bera vitni Lögmenn Tariq Aziz, fyrrverandi utanríkisráðherra Íraks, lýstu því yfir í gær að hann myndi ekki bera vitni gegn Saddam Hussein í réttarhöldunum sem senn fara í hönd. 9.8.2005 00:01 Gleymdi eiginkonunni Makedónskur maður skildi eiginkonu sína eftir á ítalskri vegamiðstöð og uppgötvaði ekki að hann hefði ekið af stað án hennar fyrr en sex klukkustundum síðar. 9.8.2005 00:01 Margir hætta við líknardráp Einn af hverjum átta fullorðnum sjúklingum í Hollandi sem sótt höfðu um að fá aðstoð við að binda enda á eigið líf ákvað að láta ekki verða af því. Þetta kemur fram í nýrri könnun á líknardráp í Hollandi, sem var fyrsta landið til þess að lögleiða líknardráp fyrir fólk sem liggur fyrir dauðanum. 9.8.2005 00:01 Taugatitringur við komu Discovery Fljúgandi múrsteinn kom eldglóandi í gegnum gufuhvolfið um hádegisbilið í dag. Þar var geimferjan Discovery á heimleið sem olli vægast sagt töluverðum taugatitringi, bæði meðal áhafnarinnar og stjórnenda NASA. 9.8.2005 00:01 Sjóliðum fagnað við heimkomu Þeim var fagnað sem hetjum, sjóliðunum sem komu aftur til síns heima í dag. Sjö rússneskir sjóliðar, sem voru fastir í smákafbát á hafsbotni voru heiðraðir, og Bretarnir sem björguðu þeim líka. 9.8.2005 00:01 Búið að ráðstafa söfnunarfé Hjálparstarf kirkjunnar hefur nú ráðstafað 5,9 milljóna króna söfnunarfé vegna flóttafólks í Darfur í Súdan. Hjálparstarfið þakkar öllum sem lögðu málefninu lið en söfnunin er enn í gangi. 8.8.2005 00:01 Leitar að lífi á Mars Í dag skýtur NASA á loft tveggja tonna könnunargeimfari sem setur stefnuna á Mars með það að markmiði að safna upplýsingum sem gefa vísbendingar um hvort líf hafi getað þrifist á plánetunni. 8.8.2005 00:01 Óttast að Malí falli í skuggann Hjálparstarfsmenn óttast að yfirvofandi hungursneyð í Malí falli í skuggann af nágrannalandinu Níger og landsmenn fái því ekki aðstoð fyrr en um seinan. Í Níger gerðist var ekki heldur brugðist við neyðarástandi fyrr en hungursneyð var skollin á og óttast menn nú að sagan endurtaki sig. 8.8.2005 00:01 Dæla út vatni í kapp við tímann Björgunarsveitarmenn keppast við að dæla vatni úr kolanámu í suðurhluta Kína til að bjarga 102 mönnum sem sitja þar fastir. Flóð olli þvi að mennirnir festust inni. Vatnsyfirborðið hækkar um 50 sentímetra á klukkustund og fara lífslíkur mannanna dvínandi eftir því sem lengri tími líður. 8.8.2005 00:01 Ákærðir fyrir morðtilraunir Þrír fjögurra manna sem grunaðir eru um sprengjutilræðin í Lundúnum 21. júlí komu fyrir rétt í gær. Þeir eru meðal annars ákærðir fyrir morðtilraun gegn farþegum almenningssamgangna borgarinnar og eiga yfir höfði sér ævilangt fangelsi verði þeir sakfelldir. 8.8.2005 00:01 Koizumi boðar til kosninga Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, leysti upp neðri deild japanska þingsins í gær eftir að efri deildin felldi stjórnarfrumvarp um einkavæðingu póstþjónustunnar. Búist er við afar spennandi haustkosningum. 8.8.2005 00:01 Óvíst um framtíð geimferjanna Búist er við að geimferjan Discovery lendi í Flórída í dag - vonandi heilu og höldnu. Engu síður eru líkur taldar á að leiðangurinn sem nú er senn á enda gæti orðið sá síðasti sem bandarísk geimferja fer í. 8.8.2005 00:01 Íranar taka upp fyrri iðju Íranar hófu í gær vinnslu úrans, Vesturveldunum til mikillar gremju. Búist er við að þau þrýsti á Sameinuðu þjóðirnar að beita Írana efnahagsþvingunum fyrir vikið. 8.8.2005 00:01 Discovery sveimar enn skýjum ofar Geimferjan Discovery lenti ekki á Canaveral-höfða í morgun eins og til stóð. Skýjahula og þrumuveður í leiddi til þess að stjórnendur NASA ákváðu að fresta lendingunni um heilan sólarhring. Taugatitringur er mikill í herbúðum þeirra vegna bilana í Discovery og allt er gert til að koma í veg fyrir að eitthvað fari úrskeiðis í aðflugi ferjunnar. 8.8.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Eiginkona Pinochets handtekin Lucia Hiriart, eiginkona Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra Chile, var handtekin á sjúkrahúsi í Santiago í dag. Dómari gaf út handtökuskipan á eiginkonu Pinochets vegna meintra skattalagabrota. Við rannsókn málsins kom í ljós að Hiriat hafði aðgang að leynilegum bankareikningum Pinochets sem stjórnaði Chile með mikilli hörku á árunum 1973-1990. 10.8.2005 00:01
Bjóða tryggingar gegn hraðasektum Sænskum ökumönnum gefst nú kostur á að tryggja sig gegn hraða- og stöðumælasektum. Tryggingafyrirtæki í Svíþjóð býður upp á þessa þjónustu en gegn 850 sænskum krónum á ári ábyrgist tryggingafélagið að greiða þrjár hraðasektir fyrir ökumenn á ári svo framarlega sem þeir farið ekki meira en 30 kílómetra yfir leyfðan hámarkshraða. 10.8.2005 00:01
Sakfelldur fyrir ljóta tæklingu Knattspyrnumaður í Hollandi hefur verið dæmdur í hálfs árs fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára fyrir að hafa fótbrotið andstæðing sinn í leik í desember síðastliðnum. Það var Rachid Bouaouzan, framherji Sparta Rotterdam, sem var sakfelldur fyrir að tvífótbrjóta Niels Kokmeijer, leikmann Go Ahead Eagles, en Kokmeijer hefur þurft að gangast undir nokkrar aðgerðir vegna tæklingarinar og samkvæmt lögfræðingum hans er óljóst hvort hann geti spilað knattspyrnu aftur. 10.8.2005 00:01
Telja Írana þróa kjarnorkuvopn Harka færist í deilur Írana og alþjóðasamfélagsins, en Íranar ræstu í dag umdeilt kjarnorkuver. Talið er að þeir þrói kjarnorkuvopn og að í brýnu geti slegið. 10.8.2005 00:01
Afhentu líkamsleifar Albana Líkamsleifum 48 Albana sem féllu í stríðinu í Kosovo var í dag skilað. Það voru serbnesk yfirvöld sem afhentu leifarnar, en þær fundust í fjöldagröf skammt frá þjálfunarbúðum lögreglunnar í Belgrad. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og fjölskyldur þeirra sem um ræðir tóku við líkunum, sem verða nú jarðsett með viðhöfn. 10.8.2005 00:01
Deilt um fyrstu drög stjórnarskrár Tíminn hleypur frá þeim sem vinna að stjórnarskrá Íraks. Enn er deilt um fyrstu drög sem skila á von bráðar, en samkvæmt þeim verður íslamskur réttur grundvöllur ríkisins. 10.8.2005 00:01
Lögreglumenn glæpsamlegastir Lögreglumenn eru efstir á lista þeirra starfsstétta sem Rússar telja vera þá glæpsamlegustu. 38% aðspurðra töldu það, en næstir í röðinni komu embættismenn ríkisins. Þjófar og stigamenn voru í þriðja sæti en nokkuð langt frá tveimur efstu stéttunum. 10.8.2005 00:01
Gríðarlegur fjöldi mótmælti Á annað hundrað þúsund andstæðingar brotthvarfs Ísraela af landnemabyggðum á Gaza og hluta Vesturbakkans streymdu inn í gamla borgarhluta Jerúsalem í gærkvöldi. Þar tók fólkið til við að biðja og mótmæla brotthvarfinu. 10.8.2005 00:01
Spurning um hvenær en ekki hvort "Það er aðeins spurning hvenær en ekki hvort hryðjuverkaárás verði gerð í fjármálahverfi Lundúna," sagði James Hart lögreglustjóri. Hann segir fjármálahverfið áberandi skotmark og að árás þar geti haft miklar afleiðingar. Hann sagði þó að engar haldbærar vísbendingar hefðu borist. 10.8.2005 00:01
Lendingu Discovery frestað Lendingu geimferjunnar Discovery hefur verið frestað á ný. Rigning skammt frá lendingarstaðnum á Flórída varð þess valdandi að geimferðin var framlengd um tvær klukkustundir, á meðan ferjan fer einn hring um jarðarkringluna. 9.8.2005 00:01
Lögreglumenn skotnir í Bagdad Fimm lögreglumenn voru skotnir til bana í Bagdad, höfuðborg Íraks í morgun. Tveir lögreglumannanna biðu þess að verða leystir af vakt þegar uppreisnarmenn veittust að lögreglubíl þeirra en skotvopn lögreglumannanna lágu öll í aftursæti bílsins. Þá voru tveir lögreglumenn skotnir til bana á leið til vinnu í morgun og enn einn er hann beið á umferðarljósi. 9.8.2005 00:01
Sprengjutilræði á Indlandi Tíu slösuðust, þar af tveir alvarlega, er sprengja sprakk í strætisvagnaskýli í suðurhluta Indlands í morgun. Yfirvöld segja allt benda til þess að maóistar standi á bak við tilræðið. Að sögn viðstaddra sást reykur stíga upp úr nestisboxi, sem hafði verið skilið eftir í skýlinu, andartaki áður en sprengingin varð. 9.8.2005 00:01
Neyðarástand í Portúgal Hundruð manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem nú geisa í mið- og norðurhluta Portúgals. Einn maður hefur látist af völdum eldsins og hefur neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu. Eldurinn hefur eyðilagt um 10.000 hektara lands, en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu, eru menn ná tökum á eldinum. 9.8.2005 00:01
Flæði gass skoðað í New York Vísindamenn á Manhattan í New York, létu skaðlaust, litlaust gas flæða um hluta borgarinnar á dögunum til að sjá hvernig og hvar það flæddi. Þetta gerðu þeir til að sjá hvar mikilvægast væri að koma fólki í burtu, ef efnaárás yrði gerð á borgina. 9.8.2005 00:01
Stærsta bankarán í Brasilíu Að minnsta kosti fjórum milljörðum króna var stolið í stærsta bankaráni frá upphafi í Brasilíu um helgina. Þjófnaðurinn uppgvötaðist ekki fyrr en í gærdag en ræningjarnir grófu yfir 200 metra löng göng og komust þannig inn í peningageymslur Banco Central bankans í borginni Fortaleza þar í landi. 9.8.2005 00:01
Kórea verði kjarnorkuvopnalaus Talsmaður Hvíta hússins segir góðan árangur hafa náðst í viðræðum sem miða að því að fá Norður-Kóreumenn til að falla frá kjarnorkuáætlun sinni. Hann segir almennt samkomulag hafa náðst um að Kóreuskagi eigi að vera kjarnorkuvopnalaus. 9.8.2005 00:01
Orsök flugslyss óljós Sérfræðingar útiloka að vélarbilun sé ástæða þess að vél Air France, hafi runnið út af flugbrautinni í Toronto í Kanada í síðustu viku. Vont veður og mistök flugmanna eru sagðar ástæður slyssins en stjórn Air France hefur viljað kenna flugumferðarstjóra um. 9.8.2005 00:01
Schröder sakaður um brot Þýski stjórnarskrárdómstóllinn fjallar nú um lögmæti þingkosninga sem eiga að fara fram átjánda september næstkomandi. Tveir þingmenn, annar jafnaðarmaður og hinn græningi telja að Gerhard Schröder hafi framið stjórnarskrárbrot þegar hann þvingaði fram vantraust í þinginu þrátt fyrir að hafa þar öruggan meirihluta. 9.8.2005 00:01
Hryðjuverkamaður með borgarkort Pakistanskur hryðjuverkamaður sem handtekinn var í borginni Faisalabad um helgina, var með nákvæm kort af borgum í Þýskalandi og á Ítalíu í fartölvunni sinni. 9.8.2005 00:01
Abbas tilkynnir kosningar Mahmoud Abbas, forsætisráðherra Palestínu, greindi frá því í morgun að þingkosningar yrðu haldnar á sjálfsstjórnarsvæðum Palestínumanna í janúar. En engin dagsetning hefur þó verið ákveðin enn. 9.8.2005 00:01
Discovery loks lent Taugar eru víða þandar þessa stundina, en geimferjan Discovery er í lokaaðflugi að Edwards-flugherstöðinni í Kaliforníu. Þangað var henni beint eftir að veður hamlaði lendingu á Flórída. 9.8.2005 00:01
Olíuverð fer hækkandi Olíuverð stefnir hratt í hæstu hæðir. Það fór yfir sextíu og fjóra dollara í Asíu í morgun en á Evrópumarkaði hefur það lækkað lítillega frá hámarki morgunsins, sem var rúmlega sextíu og þrír dollarar. 9.8.2005 00:01
Ástralir vilja sprengja Jarðvísindastofnun Ástralíu vill fá að sprengja 20 neðansjávarsprengjur við strandlengjuna til að prufukeyra mæla sem eiga að nema leynilegar tilraunir með neðansjávarkjarnorkusprengjur. 9.8.2005 00:01
Kveikt í húsi innflytjenda Átta innflytjendur, fimm börn og þrír fullorðnir, létu lífið þegar kveikt var í byggingu í Berlín sem hýsti innflytjendur frá Póllandi og af arabískum uppruna. Einnig slösuðust fimmtán og 43 voru meðhöndlaðir vegna reykeitrunar. Lögreglan í Berlín segir engan vafa leika á því að íkveikjuna megi rekja til kynþáttahaturs og fordóma. 9.8.2005 00:01
Hermannaveiki lætur á sér kræla Hermannaveiki er komin upp á ný á Østfold-fylki sunnan við Ósló en yfirvöld hafa staðfest að tveir menn séu smitaðir af legionellu-bakteríunni 9.8.2005 00:01
Bátum rigndi yfir bæinn Vatnsstrokkur kom upp að strönd bæjarins Holbæk á norðanverðu Sjálandi á mánudaginn og olli nokkru tjóni. 9.8.2005 00:01
Skoskar konur spengilegastar Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem breska dagblaðið The Independent segir frá virðast sýna að holdafar þarlendra kvenna ráðist öðru fremur af póstnúmerinu. 9.8.2005 00:01
Líkur á björgun fara þverrandi Enn hefur ekki tekist að bjarga á annað hundrað verkamönnunum úr kolanámunni í Guangdong-héraði í Suður-Kína sem fylltist af vatni á sunnudaginn. 9.8.2005 00:01
Þingkosningar í janúar Mahmoud Abbas, forseti Palestínsku heimastjórnarinnar, lofaði í gær að þingkosningar færu fram í janúar. Hann hvatti Palestínumenn til að halda ró sinni þegar brottflutningur ísraelskra landnema frá Gaza-ströndinni hefst í næstu viku. 9.8.2005 00:01
Discovery lenti heilu og höldnu Geimferjan Discovery sneri aftur til jarðar í gær eftir 14 daga spennuþrunga ferð. Óvíst er hvenær geimferjurnar fara aftur út í himingeiminn því ekki liggur fyrir hver rót erfiðleikanna við flugtak þeirra er. 9.8.2005 00:01
Íranar eru hvergi bangnir Stjórn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar IAEA hittist í höfuðstöðvum sínum í Vín í gær og ræddi til hvaða ráða skyldi gripið vegna vinnslu Írana á kjarnorkueldsneyti. 9.8.2005 00:01
Aziz neitar að bera vitni Lögmenn Tariq Aziz, fyrrverandi utanríkisráðherra Íraks, lýstu því yfir í gær að hann myndi ekki bera vitni gegn Saddam Hussein í réttarhöldunum sem senn fara í hönd. 9.8.2005 00:01
Gleymdi eiginkonunni Makedónskur maður skildi eiginkonu sína eftir á ítalskri vegamiðstöð og uppgötvaði ekki að hann hefði ekið af stað án hennar fyrr en sex klukkustundum síðar. 9.8.2005 00:01
Margir hætta við líknardráp Einn af hverjum átta fullorðnum sjúklingum í Hollandi sem sótt höfðu um að fá aðstoð við að binda enda á eigið líf ákvað að láta ekki verða af því. Þetta kemur fram í nýrri könnun á líknardráp í Hollandi, sem var fyrsta landið til þess að lögleiða líknardráp fyrir fólk sem liggur fyrir dauðanum. 9.8.2005 00:01
Taugatitringur við komu Discovery Fljúgandi múrsteinn kom eldglóandi í gegnum gufuhvolfið um hádegisbilið í dag. Þar var geimferjan Discovery á heimleið sem olli vægast sagt töluverðum taugatitringi, bæði meðal áhafnarinnar og stjórnenda NASA. 9.8.2005 00:01
Sjóliðum fagnað við heimkomu Þeim var fagnað sem hetjum, sjóliðunum sem komu aftur til síns heima í dag. Sjö rússneskir sjóliðar, sem voru fastir í smákafbát á hafsbotni voru heiðraðir, og Bretarnir sem björguðu þeim líka. 9.8.2005 00:01
Búið að ráðstafa söfnunarfé Hjálparstarf kirkjunnar hefur nú ráðstafað 5,9 milljóna króna söfnunarfé vegna flóttafólks í Darfur í Súdan. Hjálparstarfið þakkar öllum sem lögðu málefninu lið en söfnunin er enn í gangi. 8.8.2005 00:01
Leitar að lífi á Mars Í dag skýtur NASA á loft tveggja tonna könnunargeimfari sem setur stefnuna á Mars með það að markmiði að safna upplýsingum sem gefa vísbendingar um hvort líf hafi getað þrifist á plánetunni. 8.8.2005 00:01
Óttast að Malí falli í skuggann Hjálparstarfsmenn óttast að yfirvofandi hungursneyð í Malí falli í skuggann af nágrannalandinu Níger og landsmenn fái því ekki aðstoð fyrr en um seinan. Í Níger gerðist var ekki heldur brugðist við neyðarástandi fyrr en hungursneyð var skollin á og óttast menn nú að sagan endurtaki sig. 8.8.2005 00:01
Dæla út vatni í kapp við tímann Björgunarsveitarmenn keppast við að dæla vatni úr kolanámu í suðurhluta Kína til að bjarga 102 mönnum sem sitja þar fastir. Flóð olli þvi að mennirnir festust inni. Vatnsyfirborðið hækkar um 50 sentímetra á klukkustund og fara lífslíkur mannanna dvínandi eftir því sem lengri tími líður. 8.8.2005 00:01
Ákærðir fyrir morðtilraunir Þrír fjögurra manna sem grunaðir eru um sprengjutilræðin í Lundúnum 21. júlí komu fyrir rétt í gær. Þeir eru meðal annars ákærðir fyrir morðtilraun gegn farþegum almenningssamgangna borgarinnar og eiga yfir höfði sér ævilangt fangelsi verði þeir sakfelldir. 8.8.2005 00:01
Koizumi boðar til kosninga Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, leysti upp neðri deild japanska þingsins í gær eftir að efri deildin felldi stjórnarfrumvarp um einkavæðingu póstþjónustunnar. Búist er við afar spennandi haustkosningum. 8.8.2005 00:01
Óvíst um framtíð geimferjanna Búist er við að geimferjan Discovery lendi í Flórída í dag - vonandi heilu og höldnu. Engu síður eru líkur taldar á að leiðangurinn sem nú er senn á enda gæti orðið sá síðasti sem bandarísk geimferja fer í. 8.8.2005 00:01
Íranar taka upp fyrri iðju Íranar hófu í gær vinnslu úrans, Vesturveldunum til mikillar gremju. Búist er við að þau þrýsti á Sameinuðu þjóðirnar að beita Írana efnahagsþvingunum fyrir vikið. 8.8.2005 00:01
Discovery sveimar enn skýjum ofar Geimferjan Discovery lenti ekki á Canaveral-höfða í morgun eins og til stóð. Skýjahula og þrumuveður í leiddi til þess að stjórnendur NASA ákváðu að fresta lendingunni um heilan sólarhring. Taugatitringur er mikill í herbúðum þeirra vegna bilana í Discovery og allt er gert til að koma í veg fyrir að eitthvað fari úrskeiðis í aðflugi ferjunnar. 8.8.2005 00:01