Erlent

Discovery sveimar enn skýjum ofar

Geimferjan Discovery lenti ekki á Canaveral-höfða í morgun eins og til stóð. Skýjahula og þrumuveður í leiddi til þess að stjórnendur NASA ákváðu að fresta lendingunni um heilan sólarhring. Taugatitringur er mikill í herbúðum þeirra vegna bilana í Discovery og allt er gert til að koma í veg fyrir að eitthvað fari úrskeiðis í aðflugi ferjunnar. Grannt verður fylgst með breytingum á veðri næsta sólarhringinn, auk þess sem ráðstafanir hafa verið gerðar til að manna og undirbúa varaflugvöll í Nýju-Mexíkó.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×