Erlent

Ástralir vilja sprengja

Jarðvísindastofnun Ástralíu vill fá að sprengja 20 neðansjávarsprengjur við strandlengjuna til að prufukeyra mæla sem eiga að nema leynilegar tilraunir með neðansjávarkjarnorkusprengjur. Greenpeace og héraðsstjórnvöld í vestur Ástralíu hafa áhyggjur af því að sprengingarnar hafi alvarleg áhrif á göngu hnúubaks og einnig á kóralrif við strendurnar. Talsmaður Greenpeace, Danny Kennedy, ásakar Áströlsk stjórnvöld um að láta líta út fyrir að þeir hafi áhyggjur af kjarnorkuvæðingu á kostnað umhverfisins. Ekki er langt síðan að, Ian Campell, umhverfismálaráðherra Ástralíu lét Íslendinga heyra það þegar hann fordæmdi vísindaveiðar á hrefnum og sagði þær ónauðsynlegar. Árni Matthiesen, sjávarútvegsráðherra, gaf lítið fyrir orð Campells og sagði hann vera að beina athyglinni frá vandamálum heima við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×