Fleiri fréttir Höfðu skrifað kveðjubréfin Skipverjar rússneska smákafbátsins sem lá fastur á hafsbotni hafa tjáð sig í fyrsta sinn um veruna í bátnum áður en þeim var bjargað. Þeir segja vatnsskortinn hafa verið tilfinnanlegastan þar sem þeir hafi þurft að láta sér nægja tvo til þrjá vatnssopa á dag, þar sem þeir lágu flatir í þröngu, myrkvuðu rými. 8.8.2005 00:01 Íraksstríðið ástæðan Stríðið í Írak var ástæða seinni bylgju hryðjuverka í Lundúnum en ekki trúarbrögð, segir Osman Hussain, sá tilræðismannanna sem handtekinn var í Róm á föstudag. Ítalskir fjölmiðlar hafa komist yfir skýrslu byggða á yfirheyrslum yfir honum. 31.7.2005 00:01 Ferð Discovery lengist Geimskutlan Discovery verður deginum lengur í geimferð sinni en til stóð en stjórnendur Geimferðastofnunarinnar NASA segja enga hættu steðja að henni þegar hún snýr aftur inn í gufuhvolfið og býst til lendingar. Sérfræðingar hafa þegar sagt að níutíu prósent yfirborðs skutlunnar séu í góðu lagi og er búist við því að á morgun verði þau tíu prósent sem eftir eru lýst í lagi líka. 31.7.2005 00:01 Sjö fórust í bílsprengingu Sjö hið minnsta fórust þegar bílsprengja var sprengd við varðstöð lögreglunnar suður af Bagdad í morgun. Tólf særðust í árásinni. Bifreiðin hafði verið skilin eftir í vegkanti skammt frá varðstöðinni og var fjarstýrð sprengja í honum sem var sprengd. 31.7.2005 00:01 Zimbabwe: Skila ekki jörðunum Yfirvöld í Zimbabwe segja ekki koma til greina að afhenda hvítum bændum jarðir þeirra sem ríkisstjórn forseta landsins, Robert Mugabe, hefur tekið af þeim. Forstjóri eins stærsta banka Zimbabwe hefur undanfarið hvatt til þess að þetta verði gert því landbúnaður landsins, og þar með efnahagurinn, er í miklum lamasessi. 31.7.2005 00:01 Danmörk: Grunaðir um hópnauðgun Þrír menn eru í haldi dönsku lögreglunnar, grunaðir um hópnauðgun á 25 ára gamalli konu. Atburðurinn á að hafa átt sér stað aðfararnótt laugardags í bænum Næstved á Suður-Sjálandi. 31.7.2005 00:01 Vinna í kjarnorkuverum hefst á ný Írönsk stjórnvöld segja vinnslu í kjarnorkuverum hefjast á ný á morgun komi ekki nýjar tillögur frá Evrópusambandinu í millitíðinni. Fulltrúar sambandsins hafa átt í samningaviðræðum við Írana um að þeir hætti auðgun úrans, endurvinnslu geislavirks eldsneytis og því um líks, gegn því að þeim verði umbunað efnahagslega og pólitískt. 31.7.2005 00:01 Óttast árás á fimmtudag Breska lögreglan óttast að hryðjuverkamenn hyggi á árásir á ný á fimmtudaginn kemur. Hátt setts al-Qaida manns er nú leitað á Bretlandi þar sem talið er að hann hafi safnað liði til árásanna undanfarið. 31.7.2005 00:01 Nýjar upplýsingar um atburðina Átta árum eftir að Díana Bretaprinsessa týndi lífi í bílslysi í París eru komnar fram nýjar upplýsingar um atburði næturinnar þegar hún dó. 31.7.2005 00:01 Minna kynlíf fyrir þá sem hrjóta Menn sem hrjóta njóta minna kynlífs en aðrir menn. Þetta eru niðurstöður nýrrar breskrar könnunar.Þá sýna rannsóknir að þeir sem hrjóta mikið eiga fremur við risvandamál að stríða en aðrir menn. 31.7.2005 00:01 Ráðist á bílalest Chalabi Ráðist var á bílalest varaforsætisráðherra Íraks, Ahmad Chalabi, í bænum Latifiya, skammt frá Bagdad, nú síðdegis. Að sögn lögreglu lést að minnsta kosti einn lífvarða ráðherrans í árásinni. 31.7.2005 00:01 Skotin í eigin jarðarför Það hlýtur að teljast til undantekninga að fólk sé skotið með byssu í eigin jarðarför. Hin fjörutíu og níu ára gamla barnfóstra, Clenilda da Silva, lenti þó í því á dögunum. Að sögn lögreglunnar í Rio de Janeiro í Brasilíu, þar sem da Silva var búsett, varð kista barnfóstrunnar fyrir skoti úr byssu glæpagengja sem áttu í átökum í næsta nágrenni við kirkjugarðinn. 31.7.2005 00:01 Yfir 900 lík fundin á Indlandi Úrhellisrigning hefur valdið mannskaða og tjóni í nágrenni Bombay á Indlandi undanfarna sólarhringa og í morgun gáfu yfirvöld út viðvörun. Björgunarsveitir hafa um helgina fundið yfir níu hundruð lík fólks sem farist hefur í vatnselgnum. 31.7.2005 00:01 London: Tengsl við Sádi-Arabíu Næsta fimmtudag verða gerðar hryðjuverkaárásir í London, samkvæmt fregnum breskra fjölmiðla í dag. Þriðji hópur hryðjuverkamanna leggur á ráðin um slíkar árásir og þungvigtarmaður innan al-Qaida er talinn skipuleggjandinn. Hans er leitað í Bretlandi en vísbendingar eru einnig um tengsl við Sádi-Arabíu. 31.7.2005 00:01 Herskipi sökkt við Ástralíu Gusugangur og sprengingar mörkuðu tilurð nýjustu ferðamannagildru Ástrala í morgun. Þá varð gömlu herskipi sökkt skammt frá ströndum Queensland en því er ætlað að verða aðdráttarafl fyrir kafara. Búist er við að tíu þúsund kafarar svamli þarna árlega. 31.7.2005 00:01 Spennan vex Spennan vex fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem ríkisstjórn Ariels Sharons býr sig undir átök og mótmæli vegna fyrirhugaðs brotthvarfs Ísraelsmanna frá Gasaströndinni. 31.7.2005 00:01 Þurr og sjarmalaus vonarstjarna Þurr og sjarmalaus austurþýsk kona er vonarstjarna þýskra íhaldsmanna. Angela Merkel stefnir hraðbyri á kanslarabústaðinn í Berlín takist Schröder núverandi kanslara ekki að bregða fyrir hana fæti í kappræðum. 31.7.2005 00:01 Réðst á Saddam Óþekktur maður réðst á Saddam Hussein þegar hann mætti fyrir dómara í Bagdad í gær. Verjendur Saddams greindu frá þessu í morgun og sögðu að komið hefði til slagsmála milli mannanna. Hvorki var greint frá því hvort að Saddam slasaðist í átökunun né hvað manninum gekk til. 30.7.2005 00:01 Yfirheyrslur hófust í morgun Yfirheyrslur yfir mönnunum sem breska lögreglan handsamaði í gær hófust í morgun en mennirnir eru taldir vera þeir sem gerðu misheppnaðar hryðjuverkaárásir í Lundúnum fyrir rúmri viku. Megináherslan er lögð á að rekja netið sem mennirnir tilheyra og komast að því hvort að frekari árásir voru fyrirhugaðar. 30.7.2005 00:01 Breskir öryggisverðir drepnir Fjörutíu voru drepnir í sjálfsmorðsárás hryðjuverkamanns í norðurhluta Íraks í gær. Þá var ráðist á bifreið frá bresku ræðismannsskrifstofunni í Basra í morgun og fórust þar tveir breskir öryggisverðir. 30.7.2005 00:01 Búa sig undir geimgöngu Tveir geimfarar um borð í geimskutlunni Discovery búa sig nú undir geimgöngu síðar í dag. Þeir eiga að kanna hvort að þeir geti gert við einangrunarflísar sem skemmdust í flugtaki sem og hluta vængjar sem laskaðist. Þessir hlutar skutlunnar eiga að vernda hana þegar hún kemur aftur inn í lofthjúp jarðar. 30.7.2005 00:01 Enn hætta á frekari árásum Enn er talin hætta á frekari árásum í Lundúnum og að hrina standi yfir. Yfirheyrslur yfir mönnunum sem breska lögreglan handsamaði í gær hófust í morgun en mennirnir eru taldir vera þeir sem gerðu misheppnaðar hryðjuverkaárásir í borginni fyrir rúmri viku. 30.7.2005 00:01 Geimganga Discovery-áhafnar hafin Geimfarar um borð í Discovery eru nú í geimgöngu og búa sig undir að gera við skutluna. Hún varð fyrir skemmdum í flugtaki í vikunni, svipuðum þeim sem skutlan Columbia varð fyrir 2003. Sérfræðingar NASA segja allt í himnalagi. 30.7.2005 00:01 Ellefu herstöðvum BNA lokað Ellefu bandarísku herstöðvum í Þýskalandi verður lokað fyrir lok árs 2007. Flestar eru stöðvarnar í Bæjaralandi og mun þýski herinn taka meirihluta þeirra yfir. Þessar breytingar hafa áhrif á ríflega sex þúsund hermenn og tvö þúsund óbreytta starfsmenn þegar á næsta ári. 30.7.2005 00:01 Frumburðir traustir en með ofnæmi Ertu frumburður? Þá er líklegt að þú sért traustur en með ofnæmi. Sé eldra systkini aumingi og yngra kvennabósi ert þú hippi. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar. 30.7.2005 00:01 Piltur drepinn vegna hörundslitar Átján ára piltur lést eftir að hópur ofbeldismanna réðst á hann í bænum Huyton á Englandi í gærkvöld. Kynþáttafordómar mun hafa verið ástæða árásarinnar en pilturinn var dökkur á hörund. 30.7.2005 00:01 Fuglaflensa greinist í Rússlandi Fuglaflensa hefur nú greinst í Rússlandi. Dagblað þar í landi hefur eftir yfirvöldum í héraðinu Novosibirsk í Síberíu í dag að nokkur fjöldi fugla hafi drepist undanfarið af völdum veirunnar á fjórum stöðum í héraðinu. Itar-Tass fréttastofan greindi svo frá því síðdegis að um 1300 fuglar hafi drepist. 30.7.2005 00:01 Tíunda reikistjarnan fundin? Stjörnufræðingar í Kaliforníu í Bandaríkjunum segjast hugsanlega hafa fundið tíundu plánetuna í okkar sólkerfi. Reikistjarnan sem um ræðir er í meira en 14 milljarða kílómetra fjarlægð frá sólu. 30.7.2005 00:01 850 taldir af á Indlandi Meira en 850 manns eru taldir af eftir flóðin í Bombay og nágrannahéruðum á Indlandi undanfarna daga. Rúmlega hundrað lík hafa fundist síðastliðinn sólarhring. Óttast er að tala látinna muni nálgast eitt þúsund áður en yfir lýkur. 30.7.2005 00:01 Húsleit á fimmtán stöðum á Ítalíu Þó að hryðjuverkamennirnir sem gerðu misheppnaðar árásir í Lundúnum fyrir rúmri viku hafi verið handsamaðir er hættan hvergi nærri liðin hjá, að mati bresku lögreglunnar. Athyglin beinist nú að Ítalíu þar sem lögregla gerði í dag húsleit á fimmtán stöðum eftir að einn tilræðismannanna var handtekinn í Róm í gær. 30.7.2005 00:01 Lundúnabúar taka fram reiðhjólin Árásirnar í Lundúnum hafa margvíslegar afleiðingar. Meðal þess sem breyst hefur eru ferðavenjur borgarbúa. Hryðjuverkin hafa sett töluverðan skrekk í marga Lundúnabúa og sumir eru lítt hrifnir af því að nota almenningssamgöngur í kjölfarið. Hjól eru því orðin vinsælli ferðakostur en áður. 30.7.2005 00:01 Geimgangan gekk vel <div class="sectionLargeLeadtext">Tveir úr áhöfn Discovery svifu út úr geimskutlunni þar sem hún var í 358 kílómetra hæð yfir Suðaustur-Asíu rétt fyrir hádegi í dag. </div> 30.7.2005 00:01 Norræn innrás í danska háskóla Danir eiga erfiðara með að komast inn í háskóla í Danmörku vegna aukinnar eftirsóknar Norðmanna og Svía. Lægri inntökuskilyrði eru sögð skýring þessarar svokölluðu norrænu innrásar. 30.7.2005 00:01 Hvirfilbylur í Bretlandi Hvirfilbylur fór um Birmingham, næststærstu borg Bretlands, í gær með þeim afleiðingum að nítján manns slösuðust, þar af þrír alvarlega. Þá eyðilagðist fjöldi bygginga og rifnuðu tré upp með rótum. 29.7.2005 00:01 Sprenging í lest á Indlandi Að minnsta kosti tíu manns fórust og fimmtíu særðust þegar sprengja sprakk í farþegalest í norðurhluta Indlands í gær. Sprengingin varð um 640 kílómetra frá Nýju-Delí en yfirvöld segja líklegt að tala látinna hækki á næstu dögum því að minnsta kosti átta hinna særðu eru í lífshættu. 29.7.2005 00:01 Lenti á væng Discovery Yfirmenn NASA segja að annar einangrunarfroðuklumpurinn sem datt af geimferjunni Discovery hafi lent á væng ferjunnar. Í gær var fullyrt að stykkin sem duttu af ferjunni hefðu ekki lent á vængjum hennar en nú er komið annað hljóð í strokkinn. 29.7.2005 00:01 Londonárásir: Einn til handtekinn Yfirvöld í Afríkuríkinu Sambíu hafa handtekið mann sem talinn er hafa átt þátt í sprengjuárásunum í Bretlandi sem kostuðu fimmtíu og tvo lífið. Maðurinn er breskur ríkisborgari en af indversku bergi brotinn. Hann verður væntanlega framseldur til Bretlands. 29.7.2005 00:01 Rice áhrifamesta kona heims Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, er nú á toppi lista tímaritsins <em>Forbes </em>yfir eitt hundrað áhrifamestu konur heimsins. Næst á eftir henni kemur Wu Yi, heilbrigðisráðherra Kína, sem jafnframt hefur viðurnefnið „Járnfrúin“ líkt og Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. 29.7.2005 00:01 Fjögur lík finnast á Mont Blanc Lík fjögurra fjallgöngumanna fundust á Mont Blanc í gær en mannanna hafði verið saknað í frönsku Ölpunum frá því á mánudag. Líkin fundust í um 3.900 metra hæð en mennirnir hugðust halda á fjallið fyrir viku. 29.7.2005 00:01 Munch-rán: Látinn laus Þrjátíu og átta ára gamall maður í Noregi, sem var handtekinn í tengslum við þjófnað á tveimur málverkum eftir Edvard Munch, var látinn laus í dag eftir þriggja mánaða gæsluvarðhald. Tveimur af frægustu verkum málarans, „Ópinu“ og „Madonnu“, var stolið úr Munch-safninu í ágúst á síðasta ári og hefur ekkert til þeirra spurst síðan. 29.7.2005 00:01 Lyf sem lætur fólk gleyma Hefðbundið blóðþrýstingslyf gæti nýst til að hjálpa fólki sem hefur lent í áföllum við að gleyma atburðum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar geðlækna við Cornell-háskólann geta svokallaðir „beta blokkerar“, sem alla jafna eru notaðir við of háum blóðþrýstingi, fengið fólk til að gleyma streituvaldandi atburðum. 29.7.2005 00:01 Lík de Menezes komið til Brasilíu Komið var með líkkistu Jean Charles de Menezes til heimabæjar hans í Brasilíu í gær. Vika er í dag síðan lögreglan í Bretlandi skaut Menezes til bana á lestarstöð fyrir mistök. 29.7.2005 00:01 Talinn hafa skipulagt árásirnar Maðurinn sem handtekinn var í Afríkuríkinu Sambíu í morgun í tengslum við hryðjuverkin í London er talinn hafa skipulagt árásirnar. 29.7.2005 00:01 Svæði girt af í London Vopnaðir lögreglumenn hafa girt af svæði í vesturhluta London og sent vegfarendur burt. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvers vegna svæðinu hefur verið lokað en fréttir hafa borist af nokkrum litlum sprengjuárásum á svæðinu og vitni segjast hafa heyrt skothvelli. 29.7.2005 00:01 Írak: Hundruð milljóna horfin Endurskoðandi sem fylgist með því fjármagni sem stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa veitt til uppbyggingarstarfs í Írak segir milljónir dala, eða hundruð milljónir króna, hafi horfið. Er talið að bandarískir embættismenn og fyrirtæki hafi stolið peningunum. 29.7.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Höfðu skrifað kveðjubréfin Skipverjar rússneska smákafbátsins sem lá fastur á hafsbotni hafa tjáð sig í fyrsta sinn um veruna í bátnum áður en þeim var bjargað. Þeir segja vatnsskortinn hafa verið tilfinnanlegastan þar sem þeir hafi þurft að láta sér nægja tvo til þrjá vatnssopa á dag, þar sem þeir lágu flatir í þröngu, myrkvuðu rými. 8.8.2005 00:01
Íraksstríðið ástæðan Stríðið í Írak var ástæða seinni bylgju hryðjuverka í Lundúnum en ekki trúarbrögð, segir Osman Hussain, sá tilræðismannanna sem handtekinn var í Róm á föstudag. Ítalskir fjölmiðlar hafa komist yfir skýrslu byggða á yfirheyrslum yfir honum. 31.7.2005 00:01
Ferð Discovery lengist Geimskutlan Discovery verður deginum lengur í geimferð sinni en til stóð en stjórnendur Geimferðastofnunarinnar NASA segja enga hættu steðja að henni þegar hún snýr aftur inn í gufuhvolfið og býst til lendingar. Sérfræðingar hafa þegar sagt að níutíu prósent yfirborðs skutlunnar séu í góðu lagi og er búist við því að á morgun verði þau tíu prósent sem eftir eru lýst í lagi líka. 31.7.2005 00:01
Sjö fórust í bílsprengingu Sjö hið minnsta fórust þegar bílsprengja var sprengd við varðstöð lögreglunnar suður af Bagdad í morgun. Tólf særðust í árásinni. Bifreiðin hafði verið skilin eftir í vegkanti skammt frá varðstöðinni og var fjarstýrð sprengja í honum sem var sprengd. 31.7.2005 00:01
Zimbabwe: Skila ekki jörðunum Yfirvöld í Zimbabwe segja ekki koma til greina að afhenda hvítum bændum jarðir þeirra sem ríkisstjórn forseta landsins, Robert Mugabe, hefur tekið af þeim. Forstjóri eins stærsta banka Zimbabwe hefur undanfarið hvatt til þess að þetta verði gert því landbúnaður landsins, og þar með efnahagurinn, er í miklum lamasessi. 31.7.2005 00:01
Danmörk: Grunaðir um hópnauðgun Þrír menn eru í haldi dönsku lögreglunnar, grunaðir um hópnauðgun á 25 ára gamalli konu. Atburðurinn á að hafa átt sér stað aðfararnótt laugardags í bænum Næstved á Suður-Sjálandi. 31.7.2005 00:01
Vinna í kjarnorkuverum hefst á ný Írönsk stjórnvöld segja vinnslu í kjarnorkuverum hefjast á ný á morgun komi ekki nýjar tillögur frá Evrópusambandinu í millitíðinni. Fulltrúar sambandsins hafa átt í samningaviðræðum við Írana um að þeir hætti auðgun úrans, endurvinnslu geislavirks eldsneytis og því um líks, gegn því að þeim verði umbunað efnahagslega og pólitískt. 31.7.2005 00:01
Óttast árás á fimmtudag Breska lögreglan óttast að hryðjuverkamenn hyggi á árásir á ný á fimmtudaginn kemur. Hátt setts al-Qaida manns er nú leitað á Bretlandi þar sem talið er að hann hafi safnað liði til árásanna undanfarið. 31.7.2005 00:01
Nýjar upplýsingar um atburðina Átta árum eftir að Díana Bretaprinsessa týndi lífi í bílslysi í París eru komnar fram nýjar upplýsingar um atburði næturinnar þegar hún dó. 31.7.2005 00:01
Minna kynlíf fyrir þá sem hrjóta Menn sem hrjóta njóta minna kynlífs en aðrir menn. Þetta eru niðurstöður nýrrar breskrar könnunar.Þá sýna rannsóknir að þeir sem hrjóta mikið eiga fremur við risvandamál að stríða en aðrir menn. 31.7.2005 00:01
Ráðist á bílalest Chalabi Ráðist var á bílalest varaforsætisráðherra Íraks, Ahmad Chalabi, í bænum Latifiya, skammt frá Bagdad, nú síðdegis. Að sögn lögreglu lést að minnsta kosti einn lífvarða ráðherrans í árásinni. 31.7.2005 00:01
Skotin í eigin jarðarför Það hlýtur að teljast til undantekninga að fólk sé skotið með byssu í eigin jarðarför. Hin fjörutíu og níu ára gamla barnfóstra, Clenilda da Silva, lenti þó í því á dögunum. Að sögn lögreglunnar í Rio de Janeiro í Brasilíu, þar sem da Silva var búsett, varð kista barnfóstrunnar fyrir skoti úr byssu glæpagengja sem áttu í átökum í næsta nágrenni við kirkjugarðinn. 31.7.2005 00:01
Yfir 900 lík fundin á Indlandi Úrhellisrigning hefur valdið mannskaða og tjóni í nágrenni Bombay á Indlandi undanfarna sólarhringa og í morgun gáfu yfirvöld út viðvörun. Björgunarsveitir hafa um helgina fundið yfir níu hundruð lík fólks sem farist hefur í vatnselgnum. 31.7.2005 00:01
London: Tengsl við Sádi-Arabíu Næsta fimmtudag verða gerðar hryðjuverkaárásir í London, samkvæmt fregnum breskra fjölmiðla í dag. Þriðji hópur hryðjuverkamanna leggur á ráðin um slíkar árásir og þungvigtarmaður innan al-Qaida er talinn skipuleggjandinn. Hans er leitað í Bretlandi en vísbendingar eru einnig um tengsl við Sádi-Arabíu. 31.7.2005 00:01
Herskipi sökkt við Ástralíu Gusugangur og sprengingar mörkuðu tilurð nýjustu ferðamannagildru Ástrala í morgun. Þá varð gömlu herskipi sökkt skammt frá ströndum Queensland en því er ætlað að verða aðdráttarafl fyrir kafara. Búist er við að tíu þúsund kafarar svamli þarna árlega. 31.7.2005 00:01
Spennan vex Spennan vex fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem ríkisstjórn Ariels Sharons býr sig undir átök og mótmæli vegna fyrirhugaðs brotthvarfs Ísraelsmanna frá Gasaströndinni. 31.7.2005 00:01
Þurr og sjarmalaus vonarstjarna Þurr og sjarmalaus austurþýsk kona er vonarstjarna þýskra íhaldsmanna. Angela Merkel stefnir hraðbyri á kanslarabústaðinn í Berlín takist Schröder núverandi kanslara ekki að bregða fyrir hana fæti í kappræðum. 31.7.2005 00:01
Réðst á Saddam Óþekktur maður réðst á Saddam Hussein þegar hann mætti fyrir dómara í Bagdad í gær. Verjendur Saddams greindu frá þessu í morgun og sögðu að komið hefði til slagsmála milli mannanna. Hvorki var greint frá því hvort að Saddam slasaðist í átökunun né hvað manninum gekk til. 30.7.2005 00:01
Yfirheyrslur hófust í morgun Yfirheyrslur yfir mönnunum sem breska lögreglan handsamaði í gær hófust í morgun en mennirnir eru taldir vera þeir sem gerðu misheppnaðar hryðjuverkaárásir í Lundúnum fyrir rúmri viku. Megináherslan er lögð á að rekja netið sem mennirnir tilheyra og komast að því hvort að frekari árásir voru fyrirhugaðar. 30.7.2005 00:01
Breskir öryggisverðir drepnir Fjörutíu voru drepnir í sjálfsmorðsárás hryðjuverkamanns í norðurhluta Íraks í gær. Þá var ráðist á bifreið frá bresku ræðismannsskrifstofunni í Basra í morgun og fórust þar tveir breskir öryggisverðir. 30.7.2005 00:01
Búa sig undir geimgöngu Tveir geimfarar um borð í geimskutlunni Discovery búa sig nú undir geimgöngu síðar í dag. Þeir eiga að kanna hvort að þeir geti gert við einangrunarflísar sem skemmdust í flugtaki sem og hluta vængjar sem laskaðist. Þessir hlutar skutlunnar eiga að vernda hana þegar hún kemur aftur inn í lofthjúp jarðar. 30.7.2005 00:01
Enn hætta á frekari árásum Enn er talin hætta á frekari árásum í Lundúnum og að hrina standi yfir. Yfirheyrslur yfir mönnunum sem breska lögreglan handsamaði í gær hófust í morgun en mennirnir eru taldir vera þeir sem gerðu misheppnaðar hryðjuverkaárásir í borginni fyrir rúmri viku. 30.7.2005 00:01
Geimganga Discovery-áhafnar hafin Geimfarar um borð í Discovery eru nú í geimgöngu og búa sig undir að gera við skutluna. Hún varð fyrir skemmdum í flugtaki í vikunni, svipuðum þeim sem skutlan Columbia varð fyrir 2003. Sérfræðingar NASA segja allt í himnalagi. 30.7.2005 00:01
Ellefu herstöðvum BNA lokað Ellefu bandarísku herstöðvum í Þýskalandi verður lokað fyrir lok árs 2007. Flestar eru stöðvarnar í Bæjaralandi og mun þýski herinn taka meirihluta þeirra yfir. Þessar breytingar hafa áhrif á ríflega sex þúsund hermenn og tvö þúsund óbreytta starfsmenn þegar á næsta ári. 30.7.2005 00:01
Frumburðir traustir en með ofnæmi Ertu frumburður? Þá er líklegt að þú sért traustur en með ofnæmi. Sé eldra systkini aumingi og yngra kvennabósi ert þú hippi. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar. 30.7.2005 00:01
Piltur drepinn vegna hörundslitar Átján ára piltur lést eftir að hópur ofbeldismanna réðst á hann í bænum Huyton á Englandi í gærkvöld. Kynþáttafordómar mun hafa verið ástæða árásarinnar en pilturinn var dökkur á hörund. 30.7.2005 00:01
Fuglaflensa greinist í Rússlandi Fuglaflensa hefur nú greinst í Rússlandi. Dagblað þar í landi hefur eftir yfirvöldum í héraðinu Novosibirsk í Síberíu í dag að nokkur fjöldi fugla hafi drepist undanfarið af völdum veirunnar á fjórum stöðum í héraðinu. Itar-Tass fréttastofan greindi svo frá því síðdegis að um 1300 fuglar hafi drepist. 30.7.2005 00:01
Tíunda reikistjarnan fundin? Stjörnufræðingar í Kaliforníu í Bandaríkjunum segjast hugsanlega hafa fundið tíundu plánetuna í okkar sólkerfi. Reikistjarnan sem um ræðir er í meira en 14 milljarða kílómetra fjarlægð frá sólu. 30.7.2005 00:01
850 taldir af á Indlandi Meira en 850 manns eru taldir af eftir flóðin í Bombay og nágrannahéruðum á Indlandi undanfarna daga. Rúmlega hundrað lík hafa fundist síðastliðinn sólarhring. Óttast er að tala látinna muni nálgast eitt þúsund áður en yfir lýkur. 30.7.2005 00:01
Húsleit á fimmtán stöðum á Ítalíu Þó að hryðjuverkamennirnir sem gerðu misheppnaðar árásir í Lundúnum fyrir rúmri viku hafi verið handsamaðir er hættan hvergi nærri liðin hjá, að mati bresku lögreglunnar. Athyglin beinist nú að Ítalíu þar sem lögregla gerði í dag húsleit á fimmtán stöðum eftir að einn tilræðismannanna var handtekinn í Róm í gær. 30.7.2005 00:01
Lundúnabúar taka fram reiðhjólin Árásirnar í Lundúnum hafa margvíslegar afleiðingar. Meðal þess sem breyst hefur eru ferðavenjur borgarbúa. Hryðjuverkin hafa sett töluverðan skrekk í marga Lundúnabúa og sumir eru lítt hrifnir af því að nota almenningssamgöngur í kjölfarið. Hjól eru því orðin vinsælli ferðakostur en áður. 30.7.2005 00:01
Geimgangan gekk vel <div class="sectionLargeLeadtext">Tveir úr áhöfn Discovery svifu út úr geimskutlunni þar sem hún var í 358 kílómetra hæð yfir Suðaustur-Asíu rétt fyrir hádegi í dag. </div> 30.7.2005 00:01
Norræn innrás í danska háskóla Danir eiga erfiðara með að komast inn í háskóla í Danmörku vegna aukinnar eftirsóknar Norðmanna og Svía. Lægri inntökuskilyrði eru sögð skýring þessarar svokölluðu norrænu innrásar. 30.7.2005 00:01
Hvirfilbylur í Bretlandi Hvirfilbylur fór um Birmingham, næststærstu borg Bretlands, í gær með þeim afleiðingum að nítján manns slösuðust, þar af þrír alvarlega. Þá eyðilagðist fjöldi bygginga og rifnuðu tré upp með rótum. 29.7.2005 00:01
Sprenging í lest á Indlandi Að minnsta kosti tíu manns fórust og fimmtíu særðust þegar sprengja sprakk í farþegalest í norðurhluta Indlands í gær. Sprengingin varð um 640 kílómetra frá Nýju-Delí en yfirvöld segja líklegt að tala látinna hækki á næstu dögum því að minnsta kosti átta hinna særðu eru í lífshættu. 29.7.2005 00:01
Lenti á væng Discovery Yfirmenn NASA segja að annar einangrunarfroðuklumpurinn sem datt af geimferjunni Discovery hafi lent á væng ferjunnar. Í gær var fullyrt að stykkin sem duttu af ferjunni hefðu ekki lent á vængjum hennar en nú er komið annað hljóð í strokkinn. 29.7.2005 00:01
Londonárásir: Einn til handtekinn Yfirvöld í Afríkuríkinu Sambíu hafa handtekið mann sem talinn er hafa átt þátt í sprengjuárásunum í Bretlandi sem kostuðu fimmtíu og tvo lífið. Maðurinn er breskur ríkisborgari en af indversku bergi brotinn. Hann verður væntanlega framseldur til Bretlands. 29.7.2005 00:01
Rice áhrifamesta kona heims Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, er nú á toppi lista tímaritsins <em>Forbes </em>yfir eitt hundrað áhrifamestu konur heimsins. Næst á eftir henni kemur Wu Yi, heilbrigðisráðherra Kína, sem jafnframt hefur viðurnefnið „Járnfrúin“ líkt og Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. 29.7.2005 00:01
Fjögur lík finnast á Mont Blanc Lík fjögurra fjallgöngumanna fundust á Mont Blanc í gær en mannanna hafði verið saknað í frönsku Ölpunum frá því á mánudag. Líkin fundust í um 3.900 metra hæð en mennirnir hugðust halda á fjallið fyrir viku. 29.7.2005 00:01
Munch-rán: Látinn laus Þrjátíu og átta ára gamall maður í Noregi, sem var handtekinn í tengslum við þjófnað á tveimur málverkum eftir Edvard Munch, var látinn laus í dag eftir þriggja mánaða gæsluvarðhald. Tveimur af frægustu verkum málarans, „Ópinu“ og „Madonnu“, var stolið úr Munch-safninu í ágúst á síðasta ári og hefur ekkert til þeirra spurst síðan. 29.7.2005 00:01
Lyf sem lætur fólk gleyma Hefðbundið blóðþrýstingslyf gæti nýst til að hjálpa fólki sem hefur lent í áföllum við að gleyma atburðum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar geðlækna við Cornell-háskólann geta svokallaðir „beta blokkerar“, sem alla jafna eru notaðir við of háum blóðþrýstingi, fengið fólk til að gleyma streituvaldandi atburðum. 29.7.2005 00:01
Lík de Menezes komið til Brasilíu Komið var með líkkistu Jean Charles de Menezes til heimabæjar hans í Brasilíu í gær. Vika er í dag síðan lögreglan í Bretlandi skaut Menezes til bana á lestarstöð fyrir mistök. 29.7.2005 00:01
Talinn hafa skipulagt árásirnar Maðurinn sem handtekinn var í Afríkuríkinu Sambíu í morgun í tengslum við hryðjuverkin í London er talinn hafa skipulagt árásirnar. 29.7.2005 00:01
Svæði girt af í London Vopnaðir lögreglumenn hafa girt af svæði í vesturhluta London og sent vegfarendur burt. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvers vegna svæðinu hefur verið lokað en fréttir hafa borist af nokkrum litlum sprengjuárásum á svæðinu og vitni segjast hafa heyrt skothvelli. 29.7.2005 00:01
Írak: Hundruð milljóna horfin Endurskoðandi sem fylgist með því fjármagni sem stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa veitt til uppbyggingarstarfs í Írak segir milljónir dala, eða hundruð milljónir króna, hafi horfið. Er talið að bandarískir embættismenn og fyrirtæki hafi stolið peningunum. 29.7.2005 00:01