Erlent

Lendingu Discovery frestað

Lendingu geimferjunnar Discovery hefur verið frestað á ný. Rigning skammt frá lendingarstaðnum á Flórída varð þess valdandi að geimferðin var framlengd um tvær klukkustundir, á meðan ferjan fer einn hring um jarðarkringluna. Næsta tækifæri til lendingar er um fimmtán mínútum fyrir klukkan ellefu á eftir og svo rétt fyrir tvö síðdegis, en þá á varaflugvelli í Kaliforníu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×