Erlent

Orsök flugslyss óljós

Sérfræðingar útiloka að vélarbilun sé ástæða þess að vél Air France, hafi runnið út af flugbrautinni í Toronto í Kanada í síðustu viku. Vont veður og mistök flugmanna eru sagðar ástæður slyssins en stjórn Air France hefur viljað kenna flugumferðarstjóra um. Ekki er enn ljóst hvort einhver verði dreginn til ábyrgðar en mikil mildi þykir að enginn hinna 309 farþega hafi slasast alvarlega í slysinu en 43 voru þó fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar þar á meðal flugstjórinn. Hann verður yfirheyrður á fimmtudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×