Erlent

Aziz neitar að bera vitni

Lögmenn Tariq Aziz, fyrrverandi utanríkisráðherra Íraks, lýstu því yfir í gær að hann myndi ekki bera vitni gegn Saddam Hussein í réttarhöldunum sem senn fara í hönd. Aziz var einn nánasti samstarfsmaður Hussein á valdatíma hans og bíður hann sjálfur réttarhalda fyrir þátt sinn í grimmdarverkum ógnarstjórnar Baath-flokksins. Íraskir uppreisnarmenn héldu uppteknum hætti í landinu í gær. Sautján manns féllu í fjölmörgum sprengjuárásum, þar á meðal bandarískur hermaður. Þá héldu íraskir stjórnmálamenn áfram að þinga um stjórnarskrármál en enn þá ríkir mikill ágreiningur um inntak hennar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×