Erlent

Skotið á afganska mótmælendur

Fjórir Afganar biðu bana og 71 særðist í skothríð lögreglunnar í Jalalabad en þar mótmæltu hundruð stúdenta meintu guðlasti bandarískra leyniþjónustumanna í fangabúðunum í Guantanamo. Tímaritið Newsweek skýrði frá því í vikunni að leyniþjónustumenn í Guantanamo hentu gjarnan Kóraninum í klósettið og sturtuðu bókinni jafnvel niður til að ergja fangana í búðunum. Mikil reiði og mótmæli gripu um sig í Afganistan og víðar í kjölfar fregnanna. Í Jalalabad brást lögreglan hins vegar við með því að skjóta á mótmælendur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×