Erlent

Hættuástandi aflýst í Washington

Búið er að aflýsa hættuástandi við Hvíta húsið í Washington en það var rýmt um fjögurleytið að íslenskum tíma vegna ótta við hugsanlega hryðjuverkaárás. Að sögn Reuters-fréttastofunnar sást flugvél fljúga óvenjulega nærri húsinu og var ekki vitað hverrar tegundar hún var eða á hvaða vegum. Síðar kom í ljós að um var að ræða litla Cessna-vél. Bandaríska þingið í Washington var einnig rýmt af ótta við hugsanlega árás. Á sama tíma voru tvær F-16 herþotur og ein Black Hawk herþyrla sendar á loft til að mæta flugvélinni og neyða hana til lendingar. Afar strangar reglur gilda um flug yfir borginni í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 og hafði vélin flogið inn á svæði sem ekki er leyfilegt að fljúga á.    George Bush Bandaríkjaforseti var ekki í Hvíta húsinu þegar atvikið átti sér stað en Dick Cheney varaforseti var hins vegar í byggingunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×