Erlent

Handsprengja nærri Bush

Óvirk handsprengja fannst nokkra metra frá sviðinu þar sem Bush Bandaríkjaforseti ávarpaði Georgíumenn í Tíblisi í fyrradag. Í fyrstu var talið að einhverjir hefðu reynt að ráða forsetann af dögum en mistekist. Nú eru menn farnir að hallast að því að sprengjan hafi verið gerð óvirk af ásettu ráði til að spilla fyrir annars vel heppnaðri heimsókn. Ekki er vitað hverjir gætu hafa komið sprengjunni fyrir en talið er líklegt að óánægðir Georgíumenn hafi verið að verki til að mótmæla skrautsýningu stjórnvalda á meðan fjöldi fólks býr við afar kröpp kjör.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×