Erlent

Neitað um staðfestingu

George W. Bush Bandaríkjaforseti varð fyrir áfalli þegar utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings neitaði að staðfesta skipun John Bolton sem sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Repúblikaninn George Voinovich andmælti tilnefningunni og sagði Bolton bæði hrokafullan og yfirvöðslusaman. Voinovich samþykkti þó að bera tilnefninguna undir öldungadeildina, sem ræður því úrslitum um hvort Bolton verður sendiherra eða ekki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×