Erlent

Tveir létust í kranaslysi

Tveir menn fórust hörmulegu í vinnuslysi í Drammen í Noregi í gær. Mennirnir voru að vinna við að taka sundur byggingakrana í miðbæ Drammen þegar eitthvað fór úrskeiðis. Hluti kranans losnaði og féll annar mannanna til jarðar og lést samstundis. Hinn hékk fastur í 40 metra hæð yfir jörðu í öryggislínu en álagið á manninn var svo mikið að hann lést af hjartaáfalli skömmu eftir komuna á sjúkrahús. Litlu mátti muna að kraninn félli á lögreglustöðina í Drammen.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×