Erlent

Hungursneyð vofir yfir Eþíópíu

300 þúsund börn kunna að látast úr vannæringu í Eþíópíu á þessu ári einu saman ef ekki berast matargjafir og peningar til landsins. Þetta segir yfirmaður Sameinuðu þjóðanna í landinu. Að hans sögn þurfa nauðsynlega að berast 13 milljónir Bandaríkjadala á næstu tveimur mánuðum til þess að það verði hægt að kaupa mat fyrir 170 þúsund börn sem nú þegar eru í lífshættu vegna hungurs. Ástandið í landinu er hryllilegt enda hefur stjórnvöldum þar engan veginn tekist að bregðast við mikilli mannfjölgun, slæmu efnahagsástandi og hrakandi umhverfisaðstæðum. Undanfarið hafa svo miklir þurrkar aukið enn á eymd fólksins í landinu. Þá hafa framlög til hjálparstarfs borist seint og illa og því er svo komið að algert neyðarástand ríkir í Eþíópíu núna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×