Erlent

Þjóðverjar draga notkun kjarnorku

Þjóðverjar ætla enn að draga úr kjarnorkuframleiðslu sinni, en á morgun verður annar ofn í kjarnorkuverinu við Baden Wurtemberg tekinn úr notkun. Þetta er í samræmi við stefnu stjórnvalda að draga úr notkun slíkra orkugjafa, en kjarnorkuverið við Baden Wurtemberg er eitt hið elsta í Þýskalandi. Annars er stuðningur við kjarnorku að aukast í Evrópu, þar sem engar gróðurhúsalofttegundir koma frá kjarnorkuverum líkt og kola- og gasorkuverum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×