Erlent

Vill kæra Írana til öryggisráðsins

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hélt sinn fyrsta hefðbundna blaðamannafund eftir kosningarnar í gær. Þar kvaðst hann vera hlynntur því að kæra Íran til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna haldi þarlend stjórnvöld áfram að auðga úran. Hann útilokaði þó hernaðaríhlutun með öllu. Bandaríkjamenn vilja láta öryggisráðið fjalla um meintar tilraunir klerkastjórnarinnar til að smíða sér kjarnavopn svo hægt sé að beita hana efnahagsþvingunum. Bretar, Frakkar og Þjóðverjar hafa hins vegar reynt að semja við Írana en ekki orðið mjög ágengt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×