Fleiri fréttir Páfi kom út í glugga "Frá dýpstu rótum míns litla hjarta óska ég þess að þér batni fljótt," skrifaði Pálína, ung stúlka í pólska bænum Wadowice, fæðingarbæ Jóhannesar Páls páfa, í bók með kveðjum og heillaóskum til páfa, sem honum verður færð á næstunni. 6.3.2005 00:01 Færeyingum fækkar á ný Færeyingum er tekið að fækka á ný eftir að hafa fjölgað samfleytt í níu ár. Þessu skýrði færeyska útvarpið frá í gær. Á síðasta ári fluttu 1390 manns til Færeyja, en brottfluttir voru 1534, sem þýðir að brottfluttir voru 146 fleiri en aðfluttir. 6.3.2005 00:01 Segja ökumann hafa óhlýðnast Talsmaður Bandaríkjahers segir að ökumaður bíls með ítölskum gísl, sem nýbúið var að leysa úr haldi í Írak, hafi ekki sinnt viðvörunarskotum. Því hafi verið skotið á bílinn með þeim afleiðingum að gíslinn særðist og björgunarmaður hans lést. Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á málinu. 5.3.2005 00:01 Græddu hendur aftur á mann Bandarískum læknum tókst á ævintýralegan hátt að græða hendur á mann, sem missti þær í vinnuslysi. 5.3.2005 00:01 Kuldakast í Danmörku Hvert kuldametið á fætur öðru hefur fallið undanfarna daga í Danmörku. Frost hefur farið niður fyrir tuttugu gráður sem er það kaldasta sem mælst hefur í átján ár. 5.3.2005 00:01 Kviknaði í olíuskipi Þyrla þurfti að bjarga áhöfn norsks olíuflutningaskips eftir að eldur kom upp í því nokkra kílómetra undan strönd Noregs. Eldurinn blossaði upp í vélarrúmi skipsins og fékk áhöfn skipsins, 28 Indverjar, ekkert við eldinn ráðið. 5.3.2005 00:01 Assad lofar brotthvarfi Bashar Assad, forseti Sýrlands, hét því í gær að draga hersveitir Sýrlendinga í Líbanon til líbansk-sýrlensku landamæranna. 5.3.2005 00:01 Töldu sig úr hættu "Við töldum hættuna að baki eftir að búið var að bjarga mér. Þess í stað lentum við allt í einu í skothríð," sagði Giuliana Sgrena blaðamaður sem haldið var í gíslingu í mánuð í Írak. 5.3.2005 00:01 Órói vegna veru Ísraela Það kemst enginn friður á í borgum Palestínumanna á Vesturbakkanum fyrr en Ísraelar fara þaðan með herlið sitt, sagði Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar. 5.3.2005 00:01 Mótmæla banni við mótmælum Þúsundir manna söfnuðust saman á götum úti í Beirút, höfuðborg Líbanons, í nótt til þess að mótmæla fyrirhuguðu banni stjórnvalda við opinberum mótmælum. Bannið, sem á að taka gildi í dag, var ákveðið eftir að ljóst var að andstæðingar og stuðningsmenn stjórnvalda höfðu boðað til mótmæla á sama tíma og sama stað í höfuðborginni. 28.2.2005 00:01 Samskipti við ferðamenn í lágmarki Starfsmönnum í ferðaþjónustu á Kúbu hefur verið skipað að halda samskiptum sínum við erlenda ferðamenn í lágmarki. Ferðamálaráð Kúbu hefur sent frá sér ályktun þar sem starfsmenn þess eru hvattir til þess að minnka samskipti sín við erlenda ferðamenn. 28.2.2005 00:01 Mannskæð sjálfsmorðsárás í Írak Að minnsta kosti tuttugu og fimm manns létust þegar bílsprengja sprakk sunnan við Bagdad í Írak snemma í morgun. Maður ók bíl sínum að hópi fólks sem var að sækja um vinnu hjá ríkinu og sprengdi sjálfan sig í loft upp. 28 eru sagðir slasaðir eftir árásina, þar af nokkrir lífshættulega. 28.2.2005 00:01 Sýrlendingar gripu bróður Saddams Það voru yfirvöld í Sýrlandi sem handtóku Sabawi Ibrahim Hasan, hálfbróður Saddams Husseins, og afhentu hann yfirvöldum í Írak. Þetta þykir til marks um það að Sýrlendingar séu tilbúnir til samvinnu við Bandaríkjastjórn sem hefur leynt og ljóst haldið því fram að þarlend yfirvöld hafi skotið skjólshúsi yfir uppreisnarmenn í Írak. 28.2.2005 00:01 Bera fram vantrauststillögu Stjórnarandstaðan í Líbanon hyggst freista þess á þingi í dag að fá samþykkta vantrauststillögu á hendur ríkisstjórninni vegna deilna í tengslum við morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra landsins. Mikil óánægja er með ríkisstjórnina, sem er höll undir Sýrlendinga, og hefur stjórnarandstaðan haldið því fram að Sýrlendingar hafi staðið á bak við morðtilræðið fyrir tæpum tveimur vikum. 28.2.2005 00:01 Mannskæðasta árás frá kosningum Nú er ljóst að að minnsta kosti 33 létust og 76 særðust í sjálfsmorðsárás í bænum Hilla suðaustur af Bagdad í Írak í morgun. Maður ók bíl sínum inn í hóp fólks, sem var að sækja nafnskírteini vegna starfa á vegum ríkisins, og sprengdi bílinn í loft upp. Þetta er mannskæðasta árás í Írak eftir kosningarnar 30. janúar síðastliðinn en árásin átti sér stað nærri fjölförnu torgi og jók það á tölu látinna og særðra. 28.2.2005 00:01 Býst við innrás Bandaríkjamanna Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, telur að Bandaríkjamenn hyggist ráðast á landið þar sem stjórnvöld í Washington beiti sér nú á svipaðan hátt gagnvart sýrlenskum yfirvöldum og þau gerðu gagnvart Írökum í aðdraganda innrásarinnar í Írak. 28.2.2005 00:01 Yfir 100 létust í sprengjuárás 105 létust og 130 særðust í sjálfsmorðsárás í bænum Hilla suðaustur af Bagdad í Írak í morgun. Maður ók bíl sínum inn í hóp fólks, sem var að sækja nafnskírteini vegna starfa á vegum ríkisins, og sprengdi bílinn í loft upp. Þetta er mannskæðasta árás í Írak frá því að Saddam Hussein var komið frá völdum en hún átti sér stað nærri fjölförnu torgi og jók það enn á tölu látinna og særðra. 28.2.2005 00:01 Lifði af tvö skot í höfuðið Þrjátíu og sex ára gamall maður í Danmörku lifði það af að fá tvö byssuskot í ennið. Maðurinn var á heimili sínu þegar skotið var á hann í gegnum gluggarúðu og gardínu. Lögreglan segir að fyrirstaðan hafi verið nógu mikil til þess að draga úr afli kúlnanna. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús þar sem kúlurnar voru fjarlægðar. Lögreglan segist hafa grun um hver skotmaðurinn sé og er hans nú leitað. 28.2.2005 00:01 Páfi sagður á góðum batavegi Jóhannes Páll páfi annar er á góðum batavegi eftir aðgerð sem hann gekkst undir á hálsi í síðustu viku. Hana þurfti páfi að fara í vegna þess að hann átti í erfiðleikum með að anda eftir að skæð flensa, sem herjaði á hann snemma í mánuðinum, tók sig upp. Í yfirlýsingu frá Vatíkaninu segir að páfi sé nú í endurhæfingu m.a. til þess að hann geti talað aftur og andað eðlilega. 28.2.2005 00:01 Drukknuðu við skírnarathöfn Fimm Suður-Afríkumenn drukknuðu í gær í skírnarathöfn við strendur borgarinnar Durban í Suður-Afríku. Einn mannanna mun hafa snúið aftur til sjávar eftir að hafa tekið skírn þar sem hann sagðist vera heltekinn af heilögum anda. Reyndu þá hinir fjórir að bjarga honum í miklu ölduhafi með fyrrgreindum afleiðingum. 28.2.2005 00:01 125 látnir í tilræðinu í Hilla Tala látinna í sprengjutilræðinu í bænum Hilla í Írak í morgun hefur nú hækkað upp í 125 og 130 eru sárir. Bíl var ekið inn í hóp fólks, sem beið eftir að komast til augnlæknis vegna umsóknar um starf í íröksku lögreglunni, og hann sprengdur í loft upp. Vitni segja tvo menn hafa verið í bílnum en annar þeirra steig út út honum áður en hann sprakk. 28.2.2005 00:01 Danir kjósa um stjórnarskrá ESB Danir munu kjósa um nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins 27. september næstkomandi. Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra tilkynnti þetta í dag, en kosningarnar fara fram stuttu eftir sveitarstjórnarkosningar í landinu. Spánverjar hafa einir aðildarríkja samþykkt stjórnarskrána en Hollendingar greiða atkvæði um hana 1. júní og þá er búist við að Frakkar kjósi um hana í maí eða júní. 28.2.2005 00:01 Ríkisstjórn Sýrlands segir af sér Forsætisráðherra Líbanons, Omar Karami, tilkynnti fyrr í dag að ríkisstjórn landsins hygðist segja af sér, en hún hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir hollustu sína við yfirvöld í Sýrlandi sem sökuð eru um að hafa staðið á bak við morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, fyrir um tveimur vikum. 28.2.2005 00:01 Ríkisstjórn Líbanons segir af sér Ríkisstjórn Líbanons hefur sagt af sér völdum en hún hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að vera of höll undir sýrlensk yfirvöld. 28.2.2005 00:01 Réttarhaldið yfir Jacko hafið Málflutningur hófst í gær í réttarhöldunum yfir Michael Jackson en hann er ákærður fyrir að hafa misnotað ungan pilt 28.2.2005 00:01 Harmleikur í Hillah Að minnsta kosti 115 manns týndu lífi í Írak í gær þegar bílsprengja var sprengd í bænum Hillah. Aldrei hafa jafn margir farist í einni hryðjuverkaárás í landinu síðan hernám þess hófst. 28.2.2005 00:01 Ástralir ekki hrifnir af Karli Karl Bretaprins er í opinberri heimsókn í Ástralíu. Meirihluti þjóðarinnar vill ekki hafa hann sem þjóðhöfðingja yfir sér. 28.2.2005 00:01 Súnnítar sagðir á bak við árásina Að minnsta kosti eitt hundrað og fimmtán eru nú látnir eftir sprengjutilræði í Írak í morgun. Mörgum í viðbót er ekki hugað líf. Talið er að uppreisnarmenn úr röðum súnníta beri ábyrgð á árásinni. 28.2.2005 00:01 Árásin í Tel Aviv verk Sýrlendinga Ísraelar fullyrða að Sýrlendingar hafi gefið fyrirskipun um hryðjuverkaárás í Tel Aviv um helgina. Fimm manns létu lífið og friðarferlið er í hættu. 28.2.2005 00:01 Verður að þurrka út skæruliðahópa Mahmoud Abbas verður að þurrka út palestínska skæruliðahópa. Þetta eru viðbrögð Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, við sjálfsmorðsárásinni á næturklúbb í Tel Aviv á föstudagskvöld. Að öðrum kosti væru Ísraelsmenn tilneyddir að beita hersveitum sínum í baráttunni gegn skæruliðahópunum. 27.2.2005 00:01 Hálfbróðir Saddams handtekinn Hálfbróðir Saddams Husseins, Sabawi Ibrahim Hasan, hefur verið handtekinn að sögn írakska forsætisráðuneytisins. Hasan er sagður hafa verið náinn ráðgjafi bróður síns í stjórnartíð hans í Írak. 27.2.2005 00:01 Páfi biður um fyrirbæn „Biðjið fyrir mér.“ Þessi skilaboð bárust frá Jóhannesi Páli páfa fyrir stundu, samkvæmt því sem aðstoðarmenn hans greina frá. 27.2.2005 00:01 Kjarnorkuvopnaáætlun í bígerð? Íranar keyptu upplýsingar af pakistönskum vísindamönnum um hvernig koma ætti af stað kjarnorkuvopnaáætlun, segja rannsóknarmenn Bandaríkjastjórnar. 27.2.2005 00:01 Mafíuforingi handtekinn Spænska lögreglan hefur handtekið ítalskan mafíuforingja sem talinn er vera lykilmaður í mafíugengi sem staðið hefur fyrir fjölda morða og annarra glæpa í Napóli undanfarna mánuði. Mafíósinn, Raffaele Amato að nafni, var handtekinn þar sem hann var staddur fyrir utan spilavíti í Barcelona í gærkvöldi ásamt fimm meintum meðlimum mafíunnar. 27.2.2005 00:01 Hálfbróðir Saddams handsamaður Íraskar öryggissveitir handtóku í gær hálfbróður Saddam Hussein, Sabawi Ibrahim al-Hassan, en hann er grunaður um að hafa fjármagnað hryðjuverk og skæruhernað í landinu eftir að það var hernumið. 27.2.2005 00:01 Föngunum ekki sleppt Þeim 400 palestínsku föngum sem eru í ísraelskum fangelsum, og átti að sleppa áður en langt um liði, verður ekki gefið frelsi vegna sjálfsmorðsárásarinnar í Tel Aviv á föstudagskvöld sem kostaði fjóra Ísraela lífið. 500 palestínskum föngum sem verið hafa í haldi í Ísrael var sleppt fyrir tæpri viku. 27.2.2005 00:01 Konungleg heimsókn skyggir á allt Friðrik krónprins Danmerkur og eiginkona hans, hin ástralska Mary prinsessa, eru í Ástralíu í opinberri heimsókn. Þau fylgdust með siglingakeppni í höfninni í Sydney í dag en heimsóknin skyggir á allt annað í þjóðlífinu þar neðra sem stendur. Fjölmiðlar fylgja þeim hvert fótspor og flennistórar myndir prýða síður helstu dagblaða. 27.2.2005 00:01 Páfi raddlaus fyrir lífstíð? Óvíst er hvort að Jóhannes Páll páfi verði nokkru sinni fær um að tala á ný. Sérfræðingar telja barkaskurðinn sem gerður var á honum og áhrif Parkinson-veikinnar gera að verkum að hann verði nánast raddlaus. 27.2.2005 00:01 Vill hitta páfann Fjögurra ára gömul írösk stúlka sem dvelur á sama sjúkrahúsi í Róm og Jóhannes Páll páfi vill hitta hann og þakka honum fyrir að mótmæla stríðinu í Írak. 27.2.2005 00:01 Frelsun fanga frestað Samskipti Ísraela og Palestínumanna hafa snöggkólnað eftir sjálfsmorðssprengjuárás í Tel Aviv á föstudaginn sem kostaði fjögur mannslíf. 27.2.2005 00:01 Gómaður eftir 30 ár Lögregluyfirvöld í Kansas í Bandaríkjunum hafa loks komið raðmorðingjanum BTK á bak við lás og slá, 30 árum eftir að hann framdi sín fyrstu morð. 27.2.2005 00:01 Samið um kjarnorkumál Rússar hafa komist að samkomulagi við Írana í kjarnorkumálum. Rússar munu sjá Írönum fyrir kjarnorkueldsneyti og aðstoða þá við að koma kjarnorkuveri í Bushehr í gang á næsta ári. 27.2.2005 00:01 Hryðjuverkasveitum verði útrýmt Ariel Sharon vill að Palestínumenn útrými hryðjuverkasveitum í eitt skipti fyrir öll. Annars sér hann engan tilgang í viðræðum og segir Ísraelsmenn þá verða að grípa til aðgerða. Ahmed Queria, forsætisráðherra Palestínu, segir að ef Ísraelsmenn ákveði að slíta sambandi sínu við Palestínumenn sé það þeirra val. 27.2.2005 00:01 Vopnahléið kvatt Ekki færri en fjórir fórust og sextíu og fimm særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Tel Aviv í gærkvöldi. Sprengingin rauf vopnahlé sem þeir Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, og Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sömdu fyrir nokkrum dögum. 26.2.2005 00:01 Áhlaup bandaríkjahers heldur áfram Áhlaup Bandaríkjahers í Anbar-héraði í Írak heldur áfram en þar hafa uppreisnarmenn komið sér upp bækisstöðvum. Hermenn hundelta uppreisnarmenn eftir ánni Efrat en þeirra hefur þó nánast ekkert orðið vart. 26.2.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Páfi kom út í glugga "Frá dýpstu rótum míns litla hjarta óska ég þess að þér batni fljótt," skrifaði Pálína, ung stúlka í pólska bænum Wadowice, fæðingarbæ Jóhannesar Páls páfa, í bók með kveðjum og heillaóskum til páfa, sem honum verður færð á næstunni. 6.3.2005 00:01
Færeyingum fækkar á ný Færeyingum er tekið að fækka á ný eftir að hafa fjölgað samfleytt í níu ár. Þessu skýrði færeyska útvarpið frá í gær. Á síðasta ári fluttu 1390 manns til Færeyja, en brottfluttir voru 1534, sem þýðir að brottfluttir voru 146 fleiri en aðfluttir. 6.3.2005 00:01
Segja ökumann hafa óhlýðnast Talsmaður Bandaríkjahers segir að ökumaður bíls með ítölskum gísl, sem nýbúið var að leysa úr haldi í Írak, hafi ekki sinnt viðvörunarskotum. Því hafi verið skotið á bílinn með þeim afleiðingum að gíslinn særðist og björgunarmaður hans lést. Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á málinu. 5.3.2005 00:01
Græddu hendur aftur á mann Bandarískum læknum tókst á ævintýralegan hátt að græða hendur á mann, sem missti þær í vinnuslysi. 5.3.2005 00:01
Kuldakast í Danmörku Hvert kuldametið á fætur öðru hefur fallið undanfarna daga í Danmörku. Frost hefur farið niður fyrir tuttugu gráður sem er það kaldasta sem mælst hefur í átján ár. 5.3.2005 00:01
Kviknaði í olíuskipi Þyrla þurfti að bjarga áhöfn norsks olíuflutningaskips eftir að eldur kom upp í því nokkra kílómetra undan strönd Noregs. Eldurinn blossaði upp í vélarrúmi skipsins og fékk áhöfn skipsins, 28 Indverjar, ekkert við eldinn ráðið. 5.3.2005 00:01
Assad lofar brotthvarfi Bashar Assad, forseti Sýrlands, hét því í gær að draga hersveitir Sýrlendinga í Líbanon til líbansk-sýrlensku landamæranna. 5.3.2005 00:01
Töldu sig úr hættu "Við töldum hættuna að baki eftir að búið var að bjarga mér. Þess í stað lentum við allt í einu í skothríð," sagði Giuliana Sgrena blaðamaður sem haldið var í gíslingu í mánuð í Írak. 5.3.2005 00:01
Órói vegna veru Ísraela Það kemst enginn friður á í borgum Palestínumanna á Vesturbakkanum fyrr en Ísraelar fara þaðan með herlið sitt, sagði Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar. 5.3.2005 00:01
Mótmæla banni við mótmælum Þúsundir manna söfnuðust saman á götum úti í Beirút, höfuðborg Líbanons, í nótt til þess að mótmæla fyrirhuguðu banni stjórnvalda við opinberum mótmælum. Bannið, sem á að taka gildi í dag, var ákveðið eftir að ljóst var að andstæðingar og stuðningsmenn stjórnvalda höfðu boðað til mótmæla á sama tíma og sama stað í höfuðborginni. 28.2.2005 00:01
Samskipti við ferðamenn í lágmarki Starfsmönnum í ferðaþjónustu á Kúbu hefur verið skipað að halda samskiptum sínum við erlenda ferðamenn í lágmarki. Ferðamálaráð Kúbu hefur sent frá sér ályktun þar sem starfsmenn þess eru hvattir til þess að minnka samskipti sín við erlenda ferðamenn. 28.2.2005 00:01
Mannskæð sjálfsmorðsárás í Írak Að minnsta kosti tuttugu og fimm manns létust þegar bílsprengja sprakk sunnan við Bagdad í Írak snemma í morgun. Maður ók bíl sínum að hópi fólks sem var að sækja um vinnu hjá ríkinu og sprengdi sjálfan sig í loft upp. 28 eru sagðir slasaðir eftir árásina, þar af nokkrir lífshættulega. 28.2.2005 00:01
Sýrlendingar gripu bróður Saddams Það voru yfirvöld í Sýrlandi sem handtóku Sabawi Ibrahim Hasan, hálfbróður Saddams Husseins, og afhentu hann yfirvöldum í Írak. Þetta þykir til marks um það að Sýrlendingar séu tilbúnir til samvinnu við Bandaríkjastjórn sem hefur leynt og ljóst haldið því fram að þarlend yfirvöld hafi skotið skjólshúsi yfir uppreisnarmenn í Írak. 28.2.2005 00:01
Bera fram vantrauststillögu Stjórnarandstaðan í Líbanon hyggst freista þess á þingi í dag að fá samþykkta vantrauststillögu á hendur ríkisstjórninni vegna deilna í tengslum við morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra landsins. Mikil óánægja er með ríkisstjórnina, sem er höll undir Sýrlendinga, og hefur stjórnarandstaðan haldið því fram að Sýrlendingar hafi staðið á bak við morðtilræðið fyrir tæpum tveimur vikum. 28.2.2005 00:01
Mannskæðasta árás frá kosningum Nú er ljóst að að minnsta kosti 33 létust og 76 særðust í sjálfsmorðsárás í bænum Hilla suðaustur af Bagdad í Írak í morgun. Maður ók bíl sínum inn í hóp fólks, sem var að sækja nafnskírteini vegna starfa á vegum ríkisins, og sprengdi bílinn í loft upp. Þetta er mannskæðasta árás í Írak eftir kosningarnar 30. janúar síðastliðinn en árásin átti sér stað nærri fjölförnu torgi og jók það á tölu látinna og særðra. 28.2.2005 00:01
Býst við innrás Bandaríkjamanna Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, telur að Bandaríkjamenn hyggist ráðast á landið þar sem stjórnvöld í Washington beiti sér nú á svipaðan hátt gagnvart sýrlenskum yfirvöldum og þau gerðu gagnvart Írökum í aðdraganda innrásarinnar í Írak. 28.2.2005 00:01
Yfir 100 létust í sprengjuárás 105 létust og 130 særðust í sjálfsmorðsárás í bænum Hilla suðaustur af Bagdad í Írak í morgun. Maður ók bíl sínum inn í hóp fólks, sem var að sækja nafnskírteini vegna starfa á vegum ríkisins, og sprengdi bílinn í loft upp. Þetta er mannskæðasta árás í Írak frá því að Saddam Hussein var komið frá völdum en hún átti sér stað nærri fjölförnu torgi og jók það enn á tölu látinna og særðra. 28.2.2005 00:01
Lifði af tvö skot í höfuðið Þrjátíu og sex ára gamall maður í Danmörku lifði það af að fá tvö byssuskot í ennið. Maðurinn var á heimili sínu þegar skotið var á hann í gegnum gluggarúðu og gardínu. Lögreglan segir að fyrirstaðan hafi verið nógu mikil til þess að draga úr afli kúlnanna. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús þar sem kúlurnar voru fjarlægðar. Lögreglan segist hafa grun um hver skotmaðurinn sé og er hans nú leitað. 28.2.2005 00:01
Páfi sagður á góðum batavegi Jóhannes Páll páfi annar er á góðum batavegi eftir aðgerð sem hann gekkst undir á hálsi í síðustu viku. Hana þurfti páfi að fara í vegna þess að hann átti í erfiðleikum með að anda eftir að skæð flensa, sem herjaði á hann snemma í mánuðinum, tók sig upp. Í yfirlýsingu frá Vatíkaninu segir að páfi sé nú í endurhæfingu m.a. til þess að hann geti talað aftur og andað eðlilega. 28.2.2005 00:01
Drukknuðu við skírnarathöfn Fimm Suður-Afríkumenn drukknuðu í gær í skírnarathöfn við strendur borgarinnar Durban í Suður-Afríku. Einn mannanna mun hafa snúið aftur til sjávar eftir að hafa tekið skírn þar sem hann sagðist vera heltekinn af heilögum anda. Reyndu þá hinir fjórir að bjarga honum í miklu ölduhafi með fyrrgreindum afleiðingum. 28.2.2005 00:01
125 látnir í tilræðinu í Hilla Tala látinna í sprengjutilræðinu í bænum Hilla í Írak í morgun hefur nú hækkað upp í 125 og 130 eru sárir. Bíl var ekið inn í hóp fólks, sem beið eftir að komast til augnlæknis vegna umsóknar um starf í íröksku lögreglunni, og hann sprengdur í loft upp. Vitni segja tvo menn hafa verið í bílnum en annar þeirra steig út út honum áður en hann sprakk. 28.2.2005 00:01
Danir kjósa um stjórnarskrá ESB Danir munu kjósa um nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins 27. september næstkomandi. Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra tilkynnti þetta í dag, en kosningarnar fara fram stuttu eftir sveitarstjórnarkosningar í landinu. Spánverjar hafa einir aðildarríkja samþykkt stjórnarskrána en Hollendingar greiða atkvæði um hana 1. júní og þá er búist við að Frakkar kjósi um hana í maí eða júní. 28.2.2005 00:01
Ríkisstjórn Sýrlands segir af sér Forsætisráðherra Líbanons, Omar Karami, tilkynnti fyrr í dag að ríkisstjórn landsins hygðist segja af sér, en hún hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir hollustu sína við yfirvöld í Sýrlandi sem sökuð eru um að hafa staðið á bak við morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, fyrir um tveimur vikum. 28.2.2005 00:01
Ríkisstjórn Líbanons segir af sér Ríkisstjórn Líbanons hefur sagt af sér völdum en hún hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að vera of höll undir sýrlensk yfirvöld. 28.2.2005 00:01
Réttarhaldið yfir Jacko hafið Málflutningur hófst í gær í réttarhöldunum yfir Michael Jackson en hann er ákærður fyrir að hafa misnotað ungan pilt 28.2.2005 00:01
Harmleikur í Hillah Að minnsta kosti 115 manns týndu lífi í Írak í gær þegar bílsprengja var sprengd í bænum Hillah. Aldrei hafa jafn margir farist í einni hryðjuverkaárás í landinu síðan hernám þess hófst. 28.2.2005 00:01
Ástralir ekki hrifnir af Karli Karl Bretaprins er í opinberri heimsókn í Ástralíu. Meirihluti þjóðarinnar vill ekki hafa hann sem þjóðhöfðingja yfir sér. 28.2.2005 00:01
Súnnítar sagðir á bak við árásina Að minnsta kosti eitt hundrað og fimmtán eru nú látnir eftir sprengjutilræði í Írak í morgun. Mörgum í viðbót er ekki hugað líf. Talið er að uppreisnarmenn úr röðum súnníta beri ábyrgð á árásinni. 28.2.2005 00:01
Árásin í Tel Aviv verk Sýrlendinga Ísraelar fullyrða að Sýrlendingar hafi gefið fyrirskipun um hryðjuverkaárás í Tel Aviv um helgina. Fimm manns létu lífið og friðarferlið er í hættu. 28.2.2005 00:01
Verður að þurrka út skæruliðahópa Mahmoud Abbas verður að þurrka út palestínska skæruliðahópa. Þetta eru viðbrögð Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, við sjálfsmorðsárásinni á næturklúbb í Tel Aviv á föstudagskvöld. Að öðrum kosti væru Ísraelsmenn tilneyddir að beita hersveitum sínum í baráttunni gegn skæruliðahópunum. 27.2.2005 00:01
Hálfbróðir Saddams handtekinn Hálfbróðir Saddams Husseins, Sabawi Ibrahim Hasan, hefur verið handtekinn að sögn írakska forsætisráðuneytisins. Hasan er sagður hafa verið náinn ráðgjafi bróður síns í stjórnartíð hans í Írak. 27.2.2005 00:01
Páfi biður um fyrirbæn „Biðjið fyrir mér.“ Þessi skilaboð bárust frá Jóhannesi Páli páfa fyrir stundu, samkvæmt því sem aðstoðarmenn hans greina frá. 27.2.2005 00:01
Kjarnorkuvopnaáætlun í bígerð? Íranar keyptu upplýsingar af pakistönskum vísindamönnum um hvernig koma ætti af stað kjarnorkuvopnaáætlun, segja rannsóknarmenn Bandaríkjastjórnar. 27.2.2005 00:01
Mafíuforingi handtekinn Spænska lögreglan hefur handtekið ítalskan mafíuforingja sem talinn er vera lykilmaður í mafíugengi sem staðið hefur fyrir fjölda morða og annarra glæpa í Napóli undanfarna mánuði. Mafíósinn, Raffaele Amato að nafni, var handtekinn þar sem hann var staddur fyrir utan spilavíti í Barcelona í gærkvöldi ásamt fimm meintum meðlimum mafíunnar. 27.2.2005 00:01
Hálfbróðir Saddams handsamaður Íraskar öryggissveitir handtóku í gær hálfbróður Saddam Hussein, Sabawi Ibrahim al-Hassan, en hann er grunaður um að hafa fjármagnað hryðjuverk og skæruhernað í landinu eftir að það var hernumið. 27.2.2005 00:01
Föngunum ekki sleppt Þeim 400 palestínsku föngum sem eru í ísraelskum fangelsum, og átti að sleppa áður en langt um liði, verður ekki gefið frelsi vegna sjálfsmorðsárásarinnar í Tel Aviv á föstudagskvöld sem kostaði fjóra Ísraela lífið. 500 palestínskum föngum sem verið hafa í haldi í Ísrael var sleppt fyrir tæpri viku. 27.2.2005 00:01
Konungleg heimsókn skyggir á allt Friðrik krónprins Danmerkur og eiginkona hans, hin ástralska Mary prinsessa, eru í Ástralíu í opinberri heimsókn. Þau fylgdust með siglingakeppni í höfninni í Sydney í dag en heimsóknin skyggir á allt annað í þjóðlífinu þar neðra sem stendur. Fjölmiðlar fylgja þeim hvert fótspor og flennistórar myndir prýða síður helstu dagblaða. 27.2.2005 00:01
Páfi raddlaus fyrir lífstíð? Óvíst er hvort að Jóhannes Páll páfi verði nokkru sinni fær um að tala á ný. Sérfræðingar telja barkaskurðinn sem gerður var á honum og áhrif Parkinson-veikinnar gera að verkum að hann verði nánast raddlaus. 27.2.2005 00:01
Vill hitta páfann Fjögurra ára gömul írösk stúlka sem dvelur á sama sjúkrahúsi í Róm og Jóhannes Páll páfi vill hitta hann og þakka honum fyrir að mótmæla stríðinu í Írak. 27.2.2005 00:01
Frelsun fanga frestað Samskipti Ísraela og Palestínumanna hafa snöggkólnað eftir sjálfsmorðssprengjuárás í Tel Aviv á föstudaginn sem kostaði fjögur mannslíf. 27.2.2005 00:01
Gómaður eftir 30 ár Lögregluyfirvöld í Kansas í Bandaríkjunum hafa loks komið raðmorðingjanum BTK á bak við lás og slá, 30 árum eftir að hann framdi sín fyrstu morð. 27.2.2005 00:01
Samið um kjarnorkumál Rússar hafa komist að samkomulagi við Írana í kjarnorkumálum. Rússar munu sjá Írönum fyrir kjarnorkueldsneyti og aðstoða þá við að koma kjarnorkuveri í Bushehr í gang á næsta ári. 27.2.2005 00:01
Hryðjuverkasveitum verði útrýmt Ariel Sharon vill að Palestínumenn útrými hryðjuverkasveitum í eitt skipti fyrir öll. Annars sér hann engan tilgang í viðræðum og segir Ísraelsmenn þá verða að grípa til aðgerða. Ahmed Queria, forsætisráðherra Palestínu, segir að ef Ísraelsmenn ákveði að slíta sambandi sínu við Palestínumenn sé það þeirra val. 27.2.2005 00:01
Vopnahléið kvatt Ekki færri en fjórir fórust og sextíu og fimm særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Tel Aviv í gærkvöldi. Sprengingin rauf vopnahlé sem þeir Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, og Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sömdu fyrir nokkrum dögum. 26.2.2005 00:01
Áhlaup bandaríkjahers heldur áfram Áhlaup Bandaríkjahers í Anbar-héraði í Írak heldur áfram en þar hafa uppreisnarmenn komið sér upp bækisstöðvum. Hermenn hundelta uppreisnarmenn eftir ánni Efrat en þeirra hefur þó nánast ekkert orðið vart. 26.2.2005 00:01