Erlent

Samskipti við ferðamenn í lágmarki

Starfsmönnum í ferðaþjónustu á Kúbu hefur verið skipað að halda samskiptum sínum við erlenda ferðamenn í lágmarki. Ferðamálaráð Kúbu hefur sent frá sér ályktun þar sem starfsmenn þess eru hvattir til þess að minnka samskipti sín við erlenda ferðamenn. Þá er þeim einnig bannað að taka við gjöfum frá erlendum ferðamönnum auk þess sem þeir þurfa skriflegt leyfi til þess að fá að vera viðstaddir atburði í erlendum sendiráðum eða húsakynnum annarra en heimamanna. Bannið nær líka til þeirra Kúbumanna sem vinna við ferðamennsku í öðrum löndum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×