Erlent

Mannskæðasta árás frá kosningum

Nú er ljóst að að minnsta kosti 33 létust og 76 særðust í sjálfsmorðsárás í bænum Hilla suðaustur af Bagdad í Írak í morgun. Maður ók bíl sínum inn í hóp fólks, sem var að sækja nafnskírteini vegna starfa á vegum ríkisins, og sprengdi bílinn í loft upp. Þetta er mannskæðasta árás í Írak eftir kosningarnar 30. janúar síðastliðinn en árásin átti sér stað nærri fjölförnu torgi og jók það á tölu látinna og særðra. Uppreisnarmenn í landinu hafa ítrekað ráðist á lögreglu og aðra starfsmenn ríkisins sem þeir saka um fylgisspekt við Bandaríkjamenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×