Erlent

Páfi raddlaus fyrir lífstíð?

Óvíst er hvort að Jóhannes Páll páfi verði nokkru sinni fær um að tala á ný. Sérfræðingar telja barkaskurðinn sem gerður var á honum og áhrif Parkinson-veikinnar gera að verkum að hann verði nánast raddlaus. Í fyrsta sinn í 26 ár, eða frá því að Jóhannes Páll páfi tók við embætti, flutti hann ekki sunnudagsbæn í dag. Aðstoðarmaður páfa las boðskap hans í staðinn og páfa var rúllað í hjólastól að glugga sjúkrastofunnar sinnar. Þaðan veifaði hann mannfjöldanum fyrir utan og hvarf á ný. Vegna slöngunnar sem hann andar um getur páfi ekki talað, í það minnsta næstu daga, og óvíst er hvort að hann verður nokkurn tíma fær um að flytja boðskap sinn á ný. Nicola Mercuri, Parkinson-sérfræðingur, segir að möguleikarnir séu mjög litlir því veikin hafi slæm áhrif á talfærnina. Páfi átti þegar erfitt um mál og slangan veldur enn frekari vandkvæðum, t.a.m. verður raddstyrkurinn minni en áður. "The possibility to speak that the patient has are very weak because we already know that Parkinson's disease is going to affect the possibility to speak and we already knew that the patient did not speak very well before, and this tube is going to be a further complication and we really don't know if the speech will be understandable because it's going to render the tone of the voice weaker than before."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×