Erlent

Hálfbróðir Saddams handsamaður

Íraskar öryggissveitir handtóku í gær hálfbróður Saddam Hussein, Sabawi Ibrahim al-Hassan, en hann er grunaður um að hafa fjármagnað hryðjuverk og skæruhernað í landinu eftir að það var hernumið. Þegar Saddam var enn við völd var al-Hassan einn af hans helstu ráðgjöfum. Hann sá um öryggismál ríkisins og hefur verið ásakaður um pyntingar og pólitískar aftökur. Eftir innrás Bandraríkjamanna fyrir tæpum þremur árum flúði Hassan til Sýrlands en þaðan er hann sagður hafa styrkt uppreisnarmenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×