Erlent

Frelsun fanga frestað

Samskipti Ísraela og Palestínumanna hafa snöggkólnað eftir sjálfsmorðssprengjuárás í Tel Aviv á föstudaginn sem kostaði fjögur mannslíf. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hótaði í gær að stöðva friðarumleitanir ef Palestínumenn gripu ekki þegar í stað til ráðstafana til að koma lögum yfir hryðjuverkamenn. Í kjölfar árásarinnar ákvað ríkisstjórnin að fresta því að láta Palestínumenn um löggæslu í fimm bæjum í landinu og í gær tjáði Tzipi Livni, dómsmálaráðherra Ísraels, palestínskum ráðamönnum að 400 Palestínumenn sem sitja í ísraelskum fangelsum yrðu ekki látnir lausir að sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×