Erlent

Gómaður eftir 30 ár

Lögreglan í Wichita í Kansas-ríki í Bandaríkjunum handtók um helgina Dennis nokkurn Rader en hann er grunaður um að hafa myrt í það minnsta tíu manns á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Skelfing ríkti í Wichita á árunum 1974-1986 þegar óþekktur raðmorðingi kyrkti tíu manns. Hann sendi fjölmiðlum bréf undirrituð BTK sem stendur fyrir binda-pynta-drepa (bind-torture-kill) en málið náði aldrei að upplýsast. Á þessu ári tók hann aftur að senda slík bréf og nú með munum úr eigum fórnarlambanna. Talið er að lögreglan hafi haft upp á Rader með aðstoð erfðatækni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×