Erlent

Mannskæð sjálfsmorðsárás í Írak

Að minnsta kosti tuttugu og fimm manns létust þegar bílsprengja sprakk sunnan við Bagdad í Írak snemma í morgun. Maður ók bíl sínum að hópi fólks sem var að sækja um vinnu hjá ríkinu og sprengdi sjálfan sig í loft upp. 28 eru sagðir slasaðir eftir árásina, þar af nokkrir lífshættulega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×