Erlent

Samið um kjarnorkumál

Rússar hafa komist að samkomulagi við Írana í kjarnorkumálum. Rússar munu sjá Írönum fyrir kjarnorkueldsneyti og aðstoða þá við að koma kjarnorkuveri í Bushehr í gang á næsta ári. Samkomulagið er í trássi við vilja Bandaríkjamanna, sem óttast að Íranar noti kjarnorkueldsneytið til að koma sér upp kjarnorkusprengjum, og ræddi George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, málið við Vladimír Pútín Rússlandsforseta á fundi þeirra í vikunni. Rússar benda aftur á móti á að fullnýtt eldsneyti verði flutt aftur til Rússlands þannig að útilokað eigi að vera að Íranar geti notað það í hernaðarlegum tilgangi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×