Erlent

Sýrlendingar gripu bróður Saddams

Það voru yfirvöld í Sýrlandi sem handtóku Sabawi Ibrahim Hasan, hálfbróður Saddams Husseins, og afhentu hann yfirvöldum í Írak. Þetta þykir til marks um það að Sýrlendingar séu tilbúnir til samvinnu við Bandaríkjastjórn sem hefur leynt og ljóst haldið því fram að þarlend yfirvöld hafi skotið skjólshúsi yfir uppreisnarmenn í Írak. Yfirmenn Bandaríkjhers í Írak hafa enn sem komið er neitað að tjá sig um málið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×