Fleiri fréttir Ætlar að bjóða sig fram á ný David Blunkett, innanríkisráðherra Bretlands, sem sagði af sér í gær, ætlar að bjóða sig fram á ný í næstu kosningum. Blunkett naut mikils trausts Blairs forsætisráðherra, og þykir afsögnin mikið áfall fyrir hann. 16.12.2004 00:01 Zarqawi í Baghdad? Eftirsóttasti hryðjuverkamaðurinn í Írak, Abu Musab Al Zarqawi, er mjög líklega í Baghdad, eftir að hafa verið svældur burt úr hæli sínu í Fallujah. Þetta segir hátt settur hershöfðingi innan Bandaríkjahers, sem jafnframt telur að erfitt verði að finna hann, því að hann dvelji ekki lengi á hverjum stað og í Baghdad sé fjöldi fólks tilbúinn að skjóta yfir hann skjólshúsi. 16.12.2004 00:01 Eitrið í mat? Viktor Júsjenkó, forsetaframbjóðandi í Úkraínu, segist handviss um að stjórnvöld í Úkraínu hafi eitrað fyrir sér. Hann telur að eitrið hafi verið sett í mat sem hann snæddi á fundi með yfirmönnum öryggismála í Úkraínu í september. 16.12.2004 00:01 Áfrýjun Dutroux hafnað Áfrýjun belgíska barnaníðingsins Marc Dutroux vegna lífstíðardóms fyrir misnotkun og morð á fjölmörgum stúlkum, hefur verið hafnað. Þá hafnaði hæstiréttur Belgíu einnig áfrýjun konu Dutroux, sem gert var að sitja 30 ár í fangelsi fyrir sína aðild að glæpum eiginmanns síns. 16.12.2004 00:01 Tökum Tyrkjum fagnandi Jacques Chirac, Frakklandsforseti segir land sitt og öll lönd Evrópu hafa hag að því að Tyrkir gangi í Evrópusambandið. Í dag og á morgun fundar framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og tekur ákvörðun um það hvort hefja skuli aðildarviðræður við Tyrki. 16.12.2004 00:01 Ganga ekki að öllum skilmálum Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, segist fastlega gera ráð fyrir því að aðildarviðræður við Evrópusambandið hefjist á næstu 6 mánuðum. Í viðtali við franska sjónvarpið í dag sagði hann hins vegar að Tyrkir gætu ekki viðurkennt sjálfstæði Kýpurbúa strax. 16.12.2004 00:01 Ungar í hættu vegna ísjaka Tugþúsundir mörgæsaunga á suðurskautslandinu gætu orðið hungurmorða á næstu vikum vegna risa-ísjaka sem lokar af veiðisvæði foreldra þeirra. Ísjakinn er þrjú þúsund ferkílómetrar, sá stærsti sem menn hafa séð frá upphafi. Vísindamenn telja að unganna bíði aðeins dauði. Í ísjakanum er jafnmikið vatn og rennur um Níl á áttatíu árum. 16.12.2004 00:01 Þjálfun vegna leikanna skilar sér Átján klukkustunda umsátri um mannræningja sem héldu sex manns í gíslingu í rútu í Aþenu lauk í nótt, þegar ræningarnir gáfust upp. Mennirnir, sem eru Albanar, hótuðu að sprengja upp rútuna fengju þeir ekki sem svarar 85 milljónum íslenskra króna, og kæmust með flugi til Rússlands. 16.12.2004 00:01 Rændu 12 milljónum Tveir menn hafa verið handteknir í Stokkhólmi, grunaðir um að hafa rænt starfsmanni gjaldeyrisbanka í gær, fest við hann sprengju og rænt síðan tólf milljónum úr bankanum. 16.12.2004 00:01 Eiga hvergi skilið að vera öruggir Osama bin Laden er á lífi, samkvæmt nýrri hljóðupptöku sem fram hefur komið. Þar segir hann að Bandaríkjamenn eigi hvergi skilið að vera öruggir í heiminum. Þrátt fyrir mikla leit hefur hvorki fundist tangur né tetur af bin Laden í þrjú ár. 16.12.2004 00:01 Menntamálaráðherra spáð frama Ruth Kelly hefur tekið við starfi menntamálaráðherra Bretlands, eftir að fyrrverandi menntamálaráðherra, Charles Clarke, tók við sem innanríkisráðherra. 16.12.2004 00:01 Þrír falla í Ísrael Þrír palestínskir vígamenn féllu á Gaza-ströndinni í gær eftir að hafa ráðist á ísraelska varðstöð og bifreiðar ísraelska hersins á miðvikudag. </font /> 16.12.2004 00:01 Segjast ekki í Írak George W. Bush, varaði Írani og Sýrlendinga við því að afskipti af Írak væri ekki í þeirra þágu. Sérstaklega ekki í undanfara kosninganna Írak. Viðvörunin kom degi eftir að varnarmálaráðherra Írak, Hazem Shaalan, sakaði ríkisstjórnir landanna tveggja um að skipuleggja hryðjuverk í Írak og sagði Teheran "hættulegasta óvin Írak." 16.12.2004 00:01 Vill vitnisburð Clintons og Blairs Slobodan Milosevic krafðist þess aftur að Bill Clinton og Tony Blair yrðu boðaðir sem vitni í réttarhöldunum yfir honum. Aftur var honum hafnað af dómurum stríðsdómstóla Sameinuðu þjóðanna. 16.12.2004 00:01 Réttarhöld Saddams síðust Dómsmálaráðherra Íraks hefur sagt að síðast verði réttað yfir Saddam Hussein af tólf leiðtogum gömlu stjórnar landsins. Einnig kom fram að þetta yrði ekki fyrr en "löngu eftir" kosningarnar í janúar. 16.12.2004 00:01 Páfi rekur tvo presta Tveir írskir prestar sem dæmdir hafa verið fyrir kynferðisofbeldi á börnum hafa verið sviptir hempu sinni, samkvæmt skipun frá Jóhannesi Páli II, páfa kaþólsku kirkjunnar. 16.12.2004 00:01 Ætlar að bjóða sig fram á ný David Blunkett, innanríkisráðherra Bretlands, sem sagði af sér í gær, ætlar að bjóða sig fram á ný í næstu kosningum. Blunkett naut mikils trausts Blairs forsætisráðherra, og þykir afsögnin mikið áfall fyrir hann. 16.12.2004 00:01 Bin Laden hrósar vígamönnum Osama bin Laden hrósar hópi vígamanna sem réðust á ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í Jeddah í Sádi-Arabíu í byrjun mánaðarins í nýrri hljóðupptöku á heimasíðu herskárra múslima. Níu manns létust í árásinni. 16.12.2004 00:01 Tveir hafa yfirgefið strætisvagn Tveir farþegar hafa yfirgefið strætisvagn sem byssumenn rændu í Aþenu í Grikklandi í morgun. Byssugelt heyrðist á vettvangi en ekki hafa fengist neinar skýringar á því. Á þriðja tug farþega er í strætisvagninum, en strætisvagnabílstjórinn slapp og sagðist telja að mannræningjarnir væru Albaníumenn. 15.12.2004 00:01 Slasaðir eftir eld í kvikmyndahúsi Yfir hundrað manns slösuðust þegar eldur kviknaði í kvikmyndahúsi í Istanbúl í Tyrklandi í gærkvöldi. Hundruð gesta voru við frumsýningu nýrrar tyrkneskrar myndar þegar eldurinn kviknaði. Töluverður fjöldi gesta varð fyrir reykeitrun, en talið er að eldurinn hafi kviknað út frá kertum sem notuð voru sem skreyting á frumsýningunni. 15.12.2004 00:01 3 hermenn látnir eftir sprengingu Þrír afganskir hermenn fórust í sprengingu í borginni Kandahar í morgun, að sögn lögreglustjóra borgarinnar sem taldi líklegt að tala fallinna myndi hækka. Blaðamönnum var meinað að kanna vettvanginn. 15.12.2004 00:01 Réttað yfir eiturefna-Ali Réttarhöld yfir eiturefna-Ali, einum helsta samstarfsmanni Saddams Hússeins, hefjast í Bagdad í dag. Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, tilkynnti í gær óvænt um að réttarhöld yfir nokkrum af fyrrverandi ráðamönnum Íraks hæfust von bráðar og fyrir stundu var greint frá því að eiturefna-Ali yrði fyrstur. 15.12.2004 00:01 5 hafa verið látnir lausir Mannræningjar í Aþenu sem rændu rútu í morgun hafa látið fimm gísla lausa af þeim 26 sem þeir höfðu í haldi. Þeir segjast munu láta allar konur um borð lausar ef þeir fá bílstjóra um borð, ella fari þeira að taka gísla af lífi. Þeir vilja komast á flugvöllinn í Aþenu og fljúga þaðan til Rússlands. 15.12.2004 00:01 6 ráðherrum skipt út Ahmed Qureia, forsætisráðherra heimastjórnar Palestínumanna, ætlar að skipta um sex ráðherra í heimastjórninni. Ráðherrarnir voru allir nánir samstarfsmenn Yassers Arafats, forseta Palestínu, sem féll frá í nóvember. Það eru utanríkisráðherra og innanríkisráðherra sem fá að fjúka, auk fjármálaráðherra og þriggja annarra. 15.12.2004 00:01 Vilja komast til Rússlands Mannræningjar sem rændu strætisvagni í Aþenu í morgun krefjast einnar milljónar evra í lausnargjald fyrir á þriðja tug gísla sem þeir hafa enn í haldi. Þeir hafa látið fimm lausa, en segjast munu halda hinum þar til þeir komast með flugi til Rússlands. 15.12.2004 00:01 3 Pólverjar dóu er þyrla hrapaði Þrír pólskir hermenn fórust þegar herþyrla hrapaði í Írak í dag. Fjórir aðrir særðust. Svo virðist sem einhverskonar vélarbilun hafi orðið til þess að þyrlan hrapaði með þessum afleiðingum. 15.12.2004 00:01 Bjargaði lífi ungs Dana Þrítugur Íslendingur, Einar Helgason, sýndi mikið snarræði þegar hann bjargaði ungum Dana sem hafði dottið niður á lestarteinana í Österport-stöðinni í Kaupmannahöfn seint á laugardagskvöldið, og lá þar ósjálfbjarga rétt áður en lestin brunaði inn á stöðina. 15.12.2004 00:01 Hluti Stokkhólms girtur af Lögreglan í Stokkhólmi í Svíþjóð hefur girt af stóran hluta borgarinnar vegna tilraunar til þess að sprengja upp gjaldeyrisbanka í miðborg Stokkhólms fyrr í dag. Starfsmaður gjaldeyrisbankans gekk inn í hann með sprengju bundna við bringuna. 15.12.2004 00:01 Líkur á öflugum skjálfta í Tokyó Jarðskjálftasérfræðingar í Japan segja miklar líkur á því að öflugur jarðskjálfti, sem gæti orðið allt að 13 þúsund manns að bana, muni ríða yfir Tokyo, höfuðborg Japans á næstu 30 árum. Í skýrslu frá yfirvöldum, sem lak til fjölmiðla, segir að 70 prósent líkur séu á að skjálfti upp á 7 á richter muni verða innan 30 ára. 15.12.2004 00:01 Starfsmannastjóri var varaður við Starfsmannastjóri Viktor Júsjenkó, forsetaframbjóðanda í Úkraínu, segist hafa fengið viðvaranir um að líf Júsjenkós kynni að vera í hættu fyrir meira en fjórum mánuðum síðan. Hann segist hafa fengið símtal frá fyrrverandi sérsveitarmönnum í júlí, sem sögðust ætla að koma frambjóðandanum fyrir kattarnef og líklegast væri að þeir myndu nota til þess eitur. 15.12.2004 00:01 Reyna að koma í veg fyrir útboð Rússneski olíurisinn Yukos hefur farið þess á leit við dómsstóla í Bandaríkjunum að þeir reyni að koma í veg fyrir að meginhluti fyrirtækisins verði boðinn upp á sunnudaginn kemur. Til stendur að yfirvöld í Rússlandi bjóði út dótturfyrirtæki Yukos, sem framleiðir 60 prósent af allri olíu fyrirtækisins, á sunnudaginn, vegna vangoldinna skatta upp á 9 milljarða bandaríkjadala. 15.12.2004 00:01 5 í haldi vegna hryðjuverkahótana Fimm menn eru í haldi lögreglunnar á Spáni vegna gruns um aðild að skæruliðahóp sem hugðist sprengja hæstarétt Spánar og hótaði í síðustu viku sprengingu á Bernabeu-knattspyrnuvellinum á meðan á leik Real Madrid og Real Sociedad stóð. Flauta þurfti leikinn af, en ekki reyndist fótur fyrir hótuninni. 15.12.2004 00:01 Ætluðu að ræna gjaldeyrisbankann Sænska lögreglan leitar að hópi manna sem grunaðir eru um að hafa gert tilraun til að ræna gjaldeyrisbanka í höfuðborginni fyrr í dag. Mennirnir komu sprengju fyrir á starfsmanni bankans og fyrirskipuðu honum að fara til vinnu í morgun og krefjast peninga. Til að fá vilja sínum framgengt héldu þeir sambýliskonu hans fanginni á heimili þeirra. 15.12.2004 00:01 Aðildarviðræður verði samþykktar Jose Manuel Barosso, forseti framkvæmdastjórnar evrópusambandsins, segir rétt að gefið verði grænt ljós á aðildarviðræður Tyrkja að sambandinu á föstudaginn, þegar formleg ákvörðun þar að lútandi verður gerð heyrinkunn. 15.12.2004 00:01 Óskað eftir aðstoð í Rússlandi Á fundi félagsmálaráðherra Evrópuríkja sem haldinn var í Tallinn í gær óskaði fulltrúi Rússlands eftir tafarlausri sérfræðiaðstoð og samstarfi sjúkrahúsa til að hefta útbreiðslu eyðni í Rússlandi. Talið er að 300 þúsund manns séu eyðnismitaðir í landinu. Þeir sem smitast nú eru nær eingöngu gagnkynhneigðir einstaklingar. 15.12.2004 00:01 Hafa látið 12 lausa Mannræningjar sem rændu strætisvagni í Aþenu í morgun krefjast einnar milljónar evra í lausnargjald fyrir tólf gísla sem þeir hafa enn í haldi. Þeir hafa látið aðra tólf lausa, en segjast munu halda hinum þar til þeir komast með flugi til Rússlands. Um þjóðerni mannræningjanna er ekkert vitað, en talið er að þeir séu annað hvort Rússar eða Albanar. 15.12.2004 00:01 Minnst 8 látnir í Kerbala Að minnsta kosti átta létust og á fjórða tug eru sárir eftir sprengingu í borginni Kerbala í Írak. Meðal hinna særðu er aðstoðarmaður al-Sistanis, æðsta manns Shíta í Írak. Ekki er vitað hvað býra að baki árásinni, en líklegt þykir að hún tengist kosningabaráttunni í Írak, sem hófst fyrir alvöru í dag. 15.12.2004 00:01 Festu sprengju við starfsmann Þrír menn eru eftirlýstir í Svíþjóð fyrir að ræna starfsmanni gjaldeyrisbanka, festa sprengju við hann og ræna svo bankann. Þegar maðurinn kom heim til sín eftir vinnu í gærkvöld biðu hans þar þrír ókunnir menn og höfðu sambýliskonu hans í haldi. 15.12.2004 00:01 7 enn í haldi Mannræningjar halda enn sjö gíslum í rútu í Aþenu en hafa sleppt sextán. Þeir krefjast einnar milljónar evra í lausnargjald fyrir klukkan sex í nótt og að fá að komast með flugi til Rússlands. 15.12.2004 00:01 Bretar loka sendiráðum Bretar hafa ákveðið að loka nítján sendinefndum sínum erlendis, þeirra á meðal níu sendiráðum. Með þessu hyggjast þeir spara sér andvirði rúmra tólf milljarða króna sem verða notaðar til að berjast gegn hryðjuverkum og útbreiðslu kjarnorkuvopna auk þess að vinna að orku- og umhverfismálum. 15.12.2004 00:01 Næstmesta eiturmagn sögunnar Vísindamenn hafa aðeins einu sinni fundið dæmi þess að meira magn díoxíns hafi fundist í líkama manns en í tilfelli Viktors Júsjenkó, forsetaframbjóðanda og leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Úkraínu. Eiturefnamagnið í líkama Júsjenkós er 6.000 sinnum meira en eðlilegt getur talist. 15.12.2004 00:01 Hótaði að sprengja allt í loft upp Gíslatökumaður hótaði í gærkvöld að sprengja rútu með sex gíslum innanborðs í loft upp ef yfirvöld yrðu ekki við kröfu hans um andvirði 85 milljóna króna í lausnargjald og tryggingu fyrir því að flogið yrði með hann og félaga til Rússlands. Þá höfðu þeir sleppt sautján af 23 farþegum sem þeir hnepptu í gíslingu fyrr um daginn. 15.12.2004 00:01 Slátrarar í verkfall Fjögur þúsund starfsmenn dönsku sláturhúsakeðjunnar Danish Crown hófu verkfall í gær til að mótmæla því að 300 starfsmenn í einni framleiðsludeild fyrirtækisins voru lækkaðir í launum um fimmtán prósent. 15.12.2004 00:01 Fyrrum KGB-maður í hungurverkfall Fyrrum KGB-foringi, Victor Makarov, sem varði fimm árum í sovéskum fangabúðum á níunda áratug síðustu aldar eftir að upp komst að hann hafði njósnað fyrir Breta, hóf í gær hungurverkfall nærri aðsetri Tonys Blair, forsætisráðherra Bretlands. 15.12.2004 00:01 Svíar hafna evrunni Mun fleiri Svíar eru andvígir því að taka upp evruna en hlynntir því, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Samkvæmt henni myndu 49 prósent Svía greiða atkvæði gegn upptöku evrunnar ef kosið yrði í dag en 37 prósent myndu segja já við því að taka evruna upp í stað sænsku krónunnar. 15.12.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Ætlar að bjóða sig fram á ný David Blunkett, innanríkisráðherra Bretlands, sem sagði af sér í gær, ætlar að bjóða sig fram á ný í næstu kosningum. Blunkett naut mikils trausts Blairs forsætisráðherra, og þykir afsögnin mikið áfall fyrir hann. 16.12.2004 00:01
Zarqawi í Baghdad? Eftirsóttasti hryðjuverkamaðurinn í Írak, Abu Musab Al Zarqawi, er mjög líklega í Baghdad, eftir að hafa verið svældur burt úr hæli sínu í Fallujah. Þetta segir hátt settur hershöfðingi innan Bandaríkjahers, sem jafnframt telur að erfitt verði að finna hann, því að hann dvelji ekki lengi á hverjum stað og í Baghdad sé fjöldi fólks tilbúinn að skjóta yfir hann skjólshúsi. 16.12.2004 00:01
Eitrið í mat? Viktor Júsjenkó, forsetaframbjóðandi í Úkraínu, segist handviss um að stjórnvöld í Úkraínu hafi eitrað fyrir sér. Hann telur að eitrið hafi verið sett í mat sem hann snæddi á fundi með yfirmönnum öryggismála í Úkraínu í september. 16.12.2004 00:01
Áfrýjun Dutroux hafnað Áfrýjun belgíska barnaníðingsins Marc Dutroux vegna lífstíðardóms fyrir misnotkun og morð á fjölmörgum stúlkum, hefur verið hafnað. Þá hafnaði hæstiréttur Belgíu einnig áfrýjun konu Dutroux, sem gert var að sitja 30 ár í fangelsi fyrir sína aðild að glæpum eiginmanns síns. 16.12.2004 00:01
Tökum Tyrkjum fagnandi Jacques Chirac, Frakklandsforseti segir land sitt og öll lönd Evrópu hafa hag að því að Tyrkir gangi í Evrópusambandið. Í dag og á morgun fundar framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og tekur ákvörðun um það hvort hefja skuli aðildarviðræður við Tyrki. 16.12.2004 00:01
Ganga ekki að öllum skilmálum Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, segist fastlega gera ráð fyrir því að aðildarviðræður við Evrópusambandið hefjist á næstu 6 mánuðum. Í viðtali við franska sjónvarpið í dag sagði hann hins vegar að Tyrkir gætu ekki viðurkennt sjálfstæði Kýpurbúa strax. 16.12.2004 00:01
Ungar í hættu vegna ísjaka Tugþúsundir mörgæsaunga á suðurskautslandinu gætu orðið hungurmorða á næstu vikum vegna risa-ísjaka sem lokar af veiðisvæði foreldra þeirra. Ísjakinn er þrjú þúsund ferkílómetrar, sá stærsti sem menn hafa séð frá upphafi. Vísindamenn telja að unganna bíði aðeins dauði. Í ísjakanum er jafnmikið vatn og rennur um Níl á áttatíu árum. 16.12.2004 00:01
Þjálfun vegna leikanna skilar sér Átján klukkustunda umsátri um mannræningja sem héldu sex manns í gíslingu í rútu í Aþenu lauk í nótt, þegar ræningarnir gáfust upp. Mennirnir, sem eru Albanar, hótuðu að sprengja upp rútuna fengju þeir ekki sem svarar 85 milljónum íslenskra króna, og kæmust með flugi til Rússlands. 16.12.2004 00:01
Rændu 12 milljónum Tveir menn hafa verið handteknir í Stokkhólmi, grunaðir um að hafa rænt starfsmanni gjaldeyrisbanka í gær, fest við hann sprengju og rænt síðan tólf milljónum úr bankanum. 16.12.2004 00:01
Eiga hvergi skilið að vera öruggir Osama bin Laden er á lífi, samkvæmt nýrri hljóðupptöku sem fram hefur komið. Þar segir hann að Bandaríkjamenn eigi hvergi skilið að vera öruggir í heiminum. Þrátt fyrir mikla leit hefur hvorki fundist tangur né tetur af bin Laden í þrjú ár. 16.12.2004 00:01
Menntamálaráðherra spáð frama Ruth Kelly hefur tekið við starfi menntamálaráðherra Bretlands, eftir að fyrrverandi menntamálaráðherra, Charles Clarke, tók við sem innanríkisráðherra. 16.12.2004 00:01
Þrír falla í Ísrael Þrír palestínskir vígamenn féllu á Gaza-ströndinni í gær eftir að hafa ráðist á ísraelska varðstöð og bifreiðar ísraelska hersins á miðvikudag. </font /> 16.12.2004 00:01
Segjast ekki í Írak George W. Bush, varaði Írani og Sýrlendinga við því að afskipti af Írak væri ekki í þeirra þágu. Sérstaklega ekki í undanfara kosninganna Írak. Viðvörunin kom degi eftir að varnarmálaráðherra Írak, Hazem Shaalan, sakaði ríkisstjórnir landanna tveggja um að skipuleggja hryðjuverk í Írak og sagði Teheran "hættulegasta óvin Írak." 16.12.2004 00:01
Vill vitnisburð Clintons og Blairs Slobodan Milosevic krafðist þess aftur að Bill Clinton og Tony Blair yrðu boðaðir sem vitni í réttarhöldunum yfir honum. Aftur var honum hafnað af dómurum stríðsdómstóla Sameinuðu þjóðanna. 16.12.2004 00:01
Réttarhöld Saddams síðust Dómsmálaráðherra Íraks hefur sagt að síðast verði réttað yfir Saddam Hussein af tólf leiðtogum gömlu stjórnar landsins. Einnig kom fram að þetta yrði ekki fyrr en "löngu eftir" kosningarnar í janúar. 16.12.2004 00:01
Páfi rekur tvo presta Tveir írskir prestar sem dæmdir hafa verið fyrir kynferðisofbeldi á börnum hafa verið sviptir hempu sinni, samkvæmt skipun frá Jóhannesi Páli II, páfa kaþólsku kirkjunnar. 16.12.2004 00:01
Ætlar að bjóða sig fram á ný David Blunkett, innanríkisráðherra Bretlands, sem sagði af sér í gær, ætlar að bjóða sig fram á ný í næstu kosningum. Blunkett naut mikils trausts Blairs forsætisráðherra, og þykir afsögnin mikið áfall fyrir hann. 16.12.2004 00:01
Bin Laden hrósar vígamönnum Osama bin Laden hrósar hópi vígamanna sem réðust á ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í Jeddah í Sádi-Arabíu í byrjun mánaðarins í nýrri hljóðupptöku á heimasíðu herskárra múslima. Níu manns létust í árásinni. 16.12.2004 00:01
Tveir hafa yfirgefið strætisvagn Tveir farþegar hafa yfirgefið strætisvagn sem byssumenn rændu í Aþenu í Grikklandi í morgun. Byssugelt heyrðist á vettvangi en ekki hafa fengist neinar skýringar á því. Á þriðja tug farþega er í strætisvagninum, en strætisvagnabílstjórinn slapp og sagðist telja að mannræningjarnir væru Albaníumenn. 15.12.2004 00:01
Slasaðir eftir eld í kvikmyndahúsi Yfir hundrað manns slösuðust þegar eldur kviknaði í kvikmyndahúsi í Istanbúl í Tyrklandi í gærkvöldi. Hundruð gesta voru við frumsýningu nýrrar tyrkneskrar myndar þegar eldurinn kviknaði. Töluverður fjöldi gesta varð fyrir reykeitrun, en talið er að eldurinn hafi kviknað út frá kertum sem notuð voru sem skreyting á frumsýningunni. 15.12.2004 00:01
3 hermenn látnir eftir sprengingu Þrír afganskir hermenn fórust í sprengingu í borginni Kandahar í morgun, að sögn lögreglustjóra borgarinnar sem taldi líklegt að tala fallinna myndi hækka. Blaðamönnum var meinað að kanna vettvanginn. 15.12.2004 00:01
Réttað yfir eiturefna-Ali Réttarhöld yfir eiturefna-Ali, einum helsta samstarfsmanni Saddams Hússeins, hefjast í Bagdad í dag. Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, tilkynnti í gær óvænt um að réttarhöld yfir nokkrum af fyrrverandi ráðamönnum Íraks hæfust von bráðar og fyrir stundu var greint frá því að eiturefna-Ali yrði fyrstur. 15.12.2004 00:01
5 hafa verið látnir lausir Mannræningjar í Aþenu sem rændu rútu í morgun hafa látið fimm gísla lausa af þeim 26 sem þeir höfðu í haldi. Þeir segjast munu láta allar konur um borð lausar ef þeir fá bílstjóra um borð, ella fari þeira að taka gísla af lífi. Þeir vilja komast á flugvöllinn í Aþenu og fljúga þaðan til Rússlands. 15.12.2004 00:01
6 ráðherrum skipt út Ahmed Qureia, forsætisráðherra heimastjórnar Palestínumanna, ætlar að skipta um sex ráðherra í heimastjórninni. Ráðherrarnir voru allir nánir samstarfsmenn Yassers Arafats, forseta Palestínu, sem féll frá í nóvember. Það eru utanríkisráðherra og innanríkisráðherra sem fá að fjúka, auk fjármálaráðherra og þriggja annarra. 15.12.2004 00:01
Vilja komast til Rússlands Mannræningjar sem rændu strætisvagni í Aþenu í morgun krefjast einnar milljónar evra í lausnargjald fyrir á þriðja tug gísla sem þeir hafa enn í haldi. Þeir hafa látið fimm lausa, en segjast munu halda hinum þar til þeir komast með flugi til Rússlands. 15.12.2004 00:01
3 Pólverjar dóu er þyrla hrapaði Þrír pólskir hermenn fórust þegar herþyrla hrapaði í Írak í dag. Fjórir aðrir særðust. Svo virðist sem einhverskonar vélarbilun hafi orðið til þess að þyrlan hrapaði með þessum afleiðingum. 15.12.2004 00:01
Bjargaði lífi ungs Dana Þrítugur Íslendingur, Einar Helgason, sýndi mikið snarræði þegar hann bjargaði ungum Dana sem hafði dottið niður á lestarteinana í Österport-stöðinni í Kaupmannahöfn seint á laugardagskvöldið, og lá þar ósjálfbjarga rétt áður en lestin brunaði inn á stöðina. 15.12.2004 00:01
Hluti Stokkhólms girtur af Lögreglan í Stokkhólmi í Svíþjóð hefur girt af stóran hluta borgarinnar vegna tilraunar til þess að sprengja upp gjaldeyrisbanka í miðborg Stokkhólms fyrr í dag. Starfsmaður gjaldeyrisbankans gekk inn í hann með sprengju bundna við bringuna. 15.12.2004 00:01
Líkur á öflugum skjálfta í Tokyó Jarðskjálftasérfræðingar í Japan segja miklar líkur á því að öflugur jarðskjálfti, sem gæti orðið allt að 13 þúsund manns að bana, muni ríða yfir Tokyo, höfuðborg Japans á næstu 30 árum. Í skýrslu frá yfirvöldum, sem lak til fjölmiðla, segir að 70 prósent líkur séu á að skjálfti upp á 7 á richter muni verða innan 30 ára. 15.12.2004 00:01
Starfsmannastjóri var varaður við Starfsmannastjóri Viktor Júsjenkó, forsetaframbjóðanda í Úkraínu, segist hafa fengið viðvaranir um að líf Júsjenkós kynni að vera í hættu fyrir meira en fjórum mánuðum síðan. Hann segist hafa fengið símtal frá fyrrverandi sérsveitarmönnum í júlí, sem sögðust ætla að koma frambjóðandanum fyrir kattarnef og líklegast væri að þeir myndu nota til þess eitur. 15.12.2004 00:01
Reyna að koma í veg fyrir útboð Rússneski olíurisinn Yukos hefur farið þess á leit við dómsstóla í Bandaríkjunum að þeir reyni að koma í veg fyrir að meginhluti fyrirtækisins verði boðinn upp á sunnudaginn kemur. Til stendur að yfirvöld í Rússlandi bjóði út dótturfyrirtæki Yukos, sem framleiðir 60 prósent af allri olíu fyrirtækisins, á sunnudaginn, vegna vangoldinna skatta upp á 9 milljarða bandaríkjadala. 15.12.2004 00:01
5 í haldi vegna hryðjuverkahótana Fimm menn eru í haldi lögreglunnar á Spáni vegna gruns um aðild að skæruliðahóp sem hugðist sprengja hæstarétt Spánar og hótaði í síðustu viku sprengingu á Bernabeu-knattspyrnuvellinum á meðan á leik Real Madrid og Real Sociedad stóð. Flauta þurfti leikinn af, en ekki reyndist fótur fyrir hótuninni. 15.12.2004 00:01
Ætluðu að ræna gjaldeyrisbankann Sænska lögreglan leitar að hópi manna sem grunaðir eru um að hafa gert tilraun til að ræna gjaldeyrisbanka í höfuðborginni fyrr í dag. Mennirnir komu sprengju fyrir á starfsmanni bankans og fyrirskipuðu honum að fara til vinnu í morgun og krefjast peninga. Til að fá vilja sínum framgengt héldu þeir sambýliskonu hans fanginni á heimili þeirra. 15.12.2004 00:01
Aðildarviðræður verði samþykktar Jose Manuel Barosso, forseti framkvæmdastjórnar evrópusambandsins, segir rétt að gefið verði grænt ljós á aðildarviðræður Tyrkja að sambandinu á föstudaginn, þegar formleg ákvörðun þar að lútandi verður gerð heyrinkunn. 15.12.2004 00:01
Óskað eftir aðstoð í Rússlandi Á fundi félagsmálaráðherra Evrópuríkja sem haldinn var í Tallinn í gær óskaði fulltrúi Rússlands eftir tafarlausri sérfræðiaðstoð og samstarfi sjúkrahúsa til að hefta útbreiðslu eyðni í Rússlandi. Talið er að 300 þúsund manns séu eyðnismitaðir í landinu. Þeir sem smitast nú eru nær eingöngu gagnkynhneigðir einstaklingar. 15.12.2004 00:01
Hafa látið 12 lausa Mannræningjar sem rændu strætisvagni í Aþenu í morgun krefjast einnar milljónar evra í lausnargjald fyrir tólf gísla sem þeir hafa enn í haldi. Þeir hafa látið aðra tólf lausa, en segjast munu halda hinum þar til þeir komast með flugi til Rússlands. Um þjóðerni mannræningjanna er ekkert vitað, en talið er að þeir séu annað hvort Rússar eða Albanar. 15.12.2004 00:01
Minnst 8 látnir í Kerbala Að minnsta kosti átta létust og á fjórða tug eru sárir eftir sprengingu í borginni Kerbala í Írak. Meðal hinna særðu er aðstoðarmaður al-Sistanis, æðsta manns Shíta í Írak. Ekki er vitað hvað býra að baki árásinni, en líklegt þykir að hún tengist kosningabaráttunni í Írak, sem hófst fyrir alvöru í dag. 15.12.2004 00:01
Festu sprengju við starfsmann Þrír menn eru eftirlýstir í Svíþjóð fyrir að ræna starfsmanni gjaldeyrisbanka, festa sprengju við hann og ræna svo bankann. Þegar maðurinn kom heim til sín eftir vinnu í gærkvöld biðu hans þar þrír ókunnir menn og höfðu sambýliskonu hans í haldi. 15.12.2004 00:01
7 enn í haldi Mannræningjar halda enn sjö gíslum í rútu í Aþenu en hafa sleppt sextán. Þeir krefjast einnar milljónar evra í lausnargjald fyrir klukkan sex í nótt og að fá að komast með flugi til Rússlands. 15.12.2004 00:01
Bretar loka sendiráðum Bretar hafa ákveðið að loka nítján sendinefndum sínum erlendis, þeirra á meðal níu sendiráðum. Með þessu hyggjast þeir spara sér andvirði rúmra tólf milljarða króna sem verða notaðar til að berjast gegn hryðjuverkum og útbreiðslu kjarnorkuvopna auk þess að vinna að orku- og umhverfismálum. 15.12.2004 00:01
Næstmesta eiturmagn sögunnar Vísindamenn hafa aðeins einu sinni fundið dæmi þess að meira magn díoxíns hafi fundist í líkama manns en í tilfelli Viktors Júsjenkó, forsetaframbjóðanda og leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Úkraínu. Eiturefnamagnið í líkama Júsjenkós er 6.000 sinnum meira en eðlilegt getur talist. 15.12.2004 00:01
Hótaði að sprengja allt í loft upp Gíslatökumaður hótaði í gærkvöld að sprengja rútu með sex gíslum innanborðs í loft upp ef yfirvöld yrðu ekki við kröfu hans um andvirði 85 milljóna króna í lausnargjald og tryggingu fyrir því að flogið yrði með hann og félaga til Rússlands. Þá höfðu þeir sleppt sautján af 23 farþegum sem þeir hnepptu í gíslingu fyrr um daginn. 15.12.2004 00:01
Slátrarar í verkfall Fjögur þúsund starfsmenn dönsku sláturhúsakeðjunnar Danish Crown hófu verkfall í gær til að mótmæla því að 300 starfsmenn í einni framleiðsludeild fyrirtækisins voru lækkaðir í launum um fimmtán prósent. 15.12.2004 00:01
Fyrrum KGB-maður í hungurverkfall Fyrrum KGB-foringi, Victor Makarov, sem varði fimm árum í sovéskum fangabúðum á níunda áratug síðustu aldar eftir að upp komst að hann hafði njósnað fyrir Breta, hóf í gær hungurverkfall nærri aðsetri Tonys Blair, forsætisráðherra Bretlands. 15.12.2004 00:01
Svíar hafna evrunni Mun fleiri Svíar eru andvígir því að taka upp evruna en hlynntir því, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Samkvæmt henni myndu 49 prósent Svía greiða atkvæði gegn upptöku evrunnar ef kosið yrði í dag en 37 prósent myndu segja já við því að taka evruna upp í stað sænsku krónunnar. 15.12.2004 00:01
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent