Erlent

5 í haldi vegna hryðjuverkahótana

Fimm menn eru í haldi lögreglunnar á Spáni vegna gruns um aðild að skæruliðahóp sem hugðist sprengja hæstarétt Spánar og hótaði í síðustu viku sprengingu á Bernabeu-knattspyrnuvellinum á meðan á leik Real Madrid og Real Sociedad stóð. Flauta þurfti leikinn af, en ekki reyndist fótur fyrir hótuninni. Þá er einn mannanna talinn tengjast hryðjuverkaárásunum í Madrid í mars, þar sem nærri 200 manns létu lífið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×