Fleiri fréttir 25 látnir í lestarslysi Að minnsta kosti 25 létust og 250 eru slasaðir eftir að tvær lestar skullu saman í Punjab-héraði á Norður-Indlandi í morgun. Björgunarsveitir eru á staðnum og vinna að því að koma hinum slösuðu til hjálpar. <font size="2"></font></font /> 14.12.2004 00:01 Pinochet verður ekki handtekinn Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra Chile, verður ekki handtekinn á næstunni þó að dómari hafi skipað fyrir um handtöku í gær. Pinochet er gefið að sök að hafa skipað fyrir um handtöku níu andspyrnumanna og að bera ábyrgð á að einn þeirra var drepinn. 14.12.2004 00:01 Rússi dæmdur fyrir njósnir Rússi, sem áður starfaði fyrir öryggisþjónustu Rússlands, var í morgun dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að njósna fyrir Eistland. Maðurinn mun hafa verið landamæravörður en landamæragæsla var áður hlutverk öryggisþjónustunnar. Á þeim tíma mun hann hafa gefið eistneskum leyniþjónustumanni upplýsingar um þrjá rússneska njósnara. 14.12.2004 00:01 Kínverjar fá ekki matvæli Matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðana hættir fyrir lok næsta árs að veita Kínverjum matvælaaðstoð. Kína hefur notið aðstoðar í aldarfjórðung en nú þykir velmegun vera það almenn í Kína að Kínverjum væri nær að veita aðstoð en þiggja. Því verður matvælaaðstoð hætt. 14.12.2004 00:01 Háttsettur talíbani handsamaður Afganskar öryggissveitir hafa handsamað háttsettan talíbana sem meðal annars var yfirmaður öryggismála hjá talíbanaleiðtoganum Mullah Omar. Maðurinn, Toor Mullah Naqibullah Khan að nafni, var handtekinn í sendibíl á leið til borgarinnar Kandahar í suðurhluta Afganistans og hafði meðal annars mikilvæg skjöl í fórum sínum að sögn stjórnvalda í landinu. 14.12.2004 00:01 Hæsta brú heims vígð Hæsta brú heims var vígð í dag í Frakklandi. Hún er engin smásmíði: er lengri en Champs Elysees og hærri en Eiffel-turninn. Breski arkitektinn Norman Foster hannaði brúna, sem liggur yfir Tarn-dalinn í Suðvestur-Frakklandi. 14.12.2004 00:01 Stafræn bókasöfn að verða til Öllum bókum nokkurra stærstu háskólabókasafna heims verður á næstunni komið á stafrænt form í samvinnu við leitarvélina Google sem ætlar að bjóða aðgang að efninu á Netinu. Það hefur löngum verið draumur frumherja í nethugsun að koma bókum á stafrænt form og veita ókeypis aðgang að þeim en hingað til hefur það hljómað eins og framtíðardraumar. 14.12.2004 00:01 Flestir deyja á jóladag Fleiri Bandaríkjamenn deyja á jóladag hvert ár en nokkurn annan dag ársins. Þetta er niðurstaða rannsókna hóps vísindamanna, sem komust að því að 12,4 prósentum fleiri andist þann dag en aðra. Svipaða sögu er reyndar að segja af öðrum jóladögum og algengt er að fólk fái banvæn hjartaáföll á jóladag, annan í jólum og á nýársdag. 14.12.2004 00:01 79 listar í kosningunum í Írak Sjálfsmorðsárás var gerð á græna svæðið í Bagdad í morgun, annan daginn í röð. Árásin var nákvæmlega eins og gerð á sama stað. Sjötíu og níu listar hafa verið lagðir fram fyrir fyrstu frjálsu kosningarnar í Írak sem haldnar verða í næsta mánuði. 14.12.2004 00:01 Handsprengjuárásir á Indlandi Að minnsta kosti einn lést og tugir eru særðir eftir að uppreisnarmenn gerðu handsprengjuárásir á nokkrum stöðum í héraðinu Assam í norðausturhluta Indlands í dag, þ.á m. í höfuðborginni Guwahati. Samskonar árásir voru gerðar í Guwahati í gær þar sem einn lést og sex lágu sárir eftir. 14.12.2004 00:01 Samstarfsmaður Zarqawis drepinn Náinn samstarfsmaður hryðjuverkamannsins alræmda Abu Musabs al-Zarqawis hefur verið drepinn af írökskum öryggissveitum að sögn Iyads Alllawis, forsætisráðherra bráðbirgðastjórnarinnar í Írak. Maðurinn, Hassan Ibrahim Farhan að nafni, er meðlimur al-Kaída hryðjuverkasamtakanna og er sagður hafa staðið fyrir fjölda mannnrána og aftaka í Írak að undanförnu. 14.12.2004 00:01 Kosningasvindl í Bandaríkjunum? Víðtækt samsæri var um að breyta kosninganiðurstöðum í Ohio-ríki í forsetakosningunum í Bandaríkjunum og var öllum ráðum beitt til að tryggja sigur Bush forseta þar. Þessu heldur hópur sem Jesse Jackson fer fyrir fram og hefur krafist rannsóknar. 14.12.2004 00:01 Nýjar sannanir um vatn Spirit, könnunarfar NASA á Mars, hefur fundið steinefni sem teljast til öruggasta sönnunin hingað til fyrir því að vatn hafi einhvern tíman fundist á plánetunni. Þetta kom fram hjá vísindamönnum NASA á mánudag. 14.12.2004 00:01 Kvenmannskjöltukoddi á markaðinn Hvað er mjúkt og hlýtt, hefur ávalar línur og er gott að kúra sig upp við? Svarið er einfalt: koddi. Reyndar er koddinn sem hér um ræðir enginn venjulegur koddi heldur kjöltukoddi, þ.e.a.s. koddi sem er eins og kvenmannskjölta í laginu. 14.12.2004 00:01 Hinir staðföstu halda heim Uppreisnarmenn í Írak halda áfram árásum sínum og er lögregla vinsælt skotmark. Fyrir vikið fækkar í röðum írakskra sveita og hinir staðföstu halda heim á leið. 14.12.2004 00:01 Réttað yfir samherjum Saddams Nokkrir af nánustu samstarfsmönnum Saddams Hussein, fyrrum einræðisherra Íraks, verða dregnir fyrir rétt í næstu viku, sagði Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks í gær. 14.12.2004 00:01 Treystir Rumsfeld ekki John McCain, einn áhrifamesti öldungadeildarþingmaður repúblikana, segist ekki bera neitt traust til Donalds Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, þegar kemur að því að ákveða hvernig haga eigi stríðsrekstri í Írak. 14.12.2004 00:01 Mistök að grípa til vopna Það voru mistök hjá Palestínumönnum að grípa til vopna gegn Ísraelum, sagði Mahmoud Abbas, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu, í viðtali við blaðið Asharq al-Awsat, sem gefið er út á arabísku í London. Hann sagði að Palestínumenn ættu að beita sér gegn hernámi Ísraela án þess að grípa til ofbeldis. 14.12.2004 00:01 Átján tíma í köldum sjó Áttræðum veiðimanni var bjargað úr sjávarháska eftir að hafa verið átján klukkustundir í sjónum undan Flórída. 14.12.2004 00:01 Nær fjörutíu létu lífið 38 manns létu lífið þegar tvær indverskar farþegalestir rákust saman í Punjab-héraði í norðurhluta Indlands. Lestirnar voru fyrir mistök á sama járnbrautarspori en hvor á leið í sína áttina og lentu því framan á hvorri annarri. 14.12.2004 00:01 Sagður hafa viljað beita hernum Forsætisráðherra Úkraínu þvertekur fyrir að hafa viljað senda herinn til að tvístra mótmælendum í höfuðborginni. Financial Times hefur eftir heimildarmönnum að hann hafi þrýst á forsetann um þetta. </font /></b /> 14.12.2004 00:01 Enn stríðshrjáð tveimur árum eftir lok bardaga Dag hvern deyja um þúsund íbúar Kongó af ástæðum sem rekja má til stríðsins sem geisaði í landinu á árunum 1998 til 2002. Það hefur kostað 3,8 milljónir manna lífið og nú óttast margir frekari átök. </font /></b /> 13.12.2004 00:01 Gagnrýnir Berlusconi hástöfum Romano Prodi, sem nýlega lét af embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, stimplar sig á ný inn í stjórnmálalífið á Ítalíu með kraftmikilli gagnrýni á Silvio Berlusconi forsætisráðherra. 13.12.2004 00:01 Blaðamaður lagði línurnar Bandarískur blaðamaður fékk tvo hermenn til að spyrja Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra út í það hvers vegna farartæki þeirra væru ekki nægilega vel brynvarin. Hann sá líka til þess að spurningum þeirra yrði svarað með því að ræða fyrirfram við liðþjálfa sem valdi þá úr sem fengu að spyrja ráðherrann út úr. 13.12.2004 00:01 Þrjú ár fyrir morð Þrítugur bandarískur hermaður, Johnny M. Horne, var í gær dæmdur af bandarískum herdómstól til þriggja ára fangelsisvistar fyrir að myrða alvarlega særðan sextán ára gamlan Íraka í ágúst síðastliðnum. 13.12.2004 00:01 Barghouthi hættir við framboðið Marwan Barghouthi, vinsæll en herskár leiðtogi úr röðum Palestínumanna, hefur ákveðið að hætta við framboð sitt til forseta Palestínu og styðja þess í stað framboð Mahmouds Abbas sem er mun hófsamari. Barghouthi situr í fangelsi í Ísrael fyrir morð og því var með öllu óljóst hvað gerðist, bæri hann sigur úr býtum í kosningunum. 13.12.2004 00:01 Basescu lýstur sigurvegari Traian Basescu, fulltrúi stjórnarandstöðunnar í Rúmeníu, hefur verið lýstur sigurvegari í forsetakosningunum í landinu, sem fram fóru í gær, af yfirkjörstjórninnni. Þegar búið var að telja 92% atkvæða nú á tíunda tímanum var hann með 51,75% atkvæða en andstæðingur hans, forsætisráðherrann Adrian Nastase, var með 48,25%.</font /></font /> 13.12.2004 00:01 Ísraelsmenn með hefndarárásir Ísraelskar herþyrlur skutu í það minnsta sex flugskeytum á skotmörk í Gasa-borg í nótt í hefndarskyni fyrir árás palestínskra hryðjuverkamanna á landamærastöð Ísraelsmanna á mörkum Egyptalands og Gasa-strandarinnar. Fjórir hermenn fórust og tíu særðust í þeirri árás sem er sú mannskæðasta frá því að Jasser Arafat lést. 13.12.2004 00:01 Lýtaaðgerðadrottningar í Kína Kínverskar fegurðardrottningar spókuðu sig í almenningsgarði í Peking í morgun að þeirra tíma. Þetta eru þó ekki venjulegar fegurðardrottningar heldur var meginskilyrðið í keppninni að hafa gengist undir lýtaaðgerð. 13.12.2004 00:01 Framboð til framkvæmdastjóra WTO Frakkar hafa tilkynnt um framboð Pascals Lamy til framkvæmdastjóra heimsviðskiptastofnunarinnar WTO. Lamy var um hríð viðskiptastjóri Evrópusambandsins og fékk mikið lof fyrir að hafa dregið úr niðurgreiðslustefnu sambandsins. 13.12.2004 00:01 Olíuverð hækkar í Asíu Olíuverð hefur hækkað lítillega á mörkuðum í Asíu og morgun í kjölfar þess að Sádi-Arabar ákváðu að minnka það magn sem þeir hyggjast flytja þangað í janúar. Það er í takt við ákvörðun OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, frá því á föstudag en þá var ákveðið að draga úr olíuframleiðslu á næsta ári til að koma í veg fyrir frekari lækkun olíuverðs. 13.12.2004 00:01 Írakskur Hitler að fæðast? Írakskur Hitler gæti fæðst haldi óöldin í Írak áfram með niðurlægingu og örvilnun írakskra borgara. Þetta sagði forseti Íraks, Ghazi Yawar, í viðtali við arabískt dagblað í morgun. Hann sagði ástandið sambærilegt við það sem var í Þýskalandi eftir fyrri heimsstyrjöldina, og minnti á að að hefði reynst frjór jarðvegur fyrir Adold Hitler og nasisma. 13.12.2004 00:01 13 óbreyttir borgarar fórust Í það minnsta þrettán fórust og töluverður fjöldi særðist í sjálfsmorðssprengjuárás í Bagdad í morgun, allt óbreyttir borgarar. Bíl ku hafa verið ekið upp að eftirlitsstöð hersins nærri græna svæðinu, þar sem Bandaríkjaher og bráðabirgðastjórn Íraks hafa aðsetur, og hann sprengdur í loft upp. 13.12.2004 00:01 Eyddi gögnum um sprengjuárásina Ríkisstjórn Jose Maria Aznars eyddi mikilvægum gögnum um atburðina kringum 11. mars þegar hryðjuverkamenn gerðu árásir á lestir í Madríd. Þessu heldur Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, fram. 13.12.2004 00:01 Júsjenko heppinn að vera á lífi Viktor Júsjenko, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar í Úkraínu, kveðst vera heppinn að vera á lífi og krefst rannsóknar á því hvernig hann varð fyrir díoxíneitrun. Saksóknari hefur á ný hafið rannsókn á því hvernig Júsjenko veiktist og afmyndaðist í andliti. 13.12.2004 00:01 Stirt á milli Bush og Giulianis Samskipti George Bush Bandaríkjaforseta og Rudys Giulianis, fyrrverandi borgarstjóra í New York, eru sögð hafa borið skaða af vandræðum í tengslum við skipan nýs heimavarnaráðherra. Bernard Kerik dró sig fyrir helgi í hlé og afþakkaði tilnefningu í embættið í kjölfar þess að upp komst um vandræðamál í fortíð hans en Giuliani er sagður hafa mælt með honum. 13.12.2004 00:01 Friðarvonir dofna í kjölfar árása Vonir um frið í Miðausturlöndum dofnuðu í nótt eftir að palestínskir hryðjuverkamenn gerðu árás á eftirlitsstöð Ísraelshers og herinn svaraði með loftárásum á Gasa-borg. 13.12.2004 00:01 Fylgni mígrenis og heilablóðfalls Þeir sem þjást af mígreni eru helmingi líklegri en aðrir til að fá heilablóðfall. Þetta er niðurstaða rannsókna breskra og bandarískra vísindamanna. Átta sinnum meiri líkur eru á að konur sem þjást af mígreni og taka pilluna fái heilablóðfall en aðrir. 13.12.2004 00:01 Rúmenía í ESB árið 2007 Traian Baseskú, sem tilkynnt var í morgun að hefði borið sigur úr býtum í forsetakosningunum í Rúmeníu sem fram fóru í gær, hefur boðið öðrum stjórnmálaflokkum í landinu til stjórnarmyndunarviðræðna en Baseskú er leiðtogi miðflokksins. Hann segir að aðaláherslan verði lögð á að mynda stjórn sem siglt geti Rúmeníu farsællega inn í Evrópusambandið árið 2007. 13.12.2004 00:01 70 uppreisnarmenn handteknir Rúmlega 70 írakskir uppreisnarmenn voru handteknir í Bagdad í dag þegar þeir gerðu tilraun til að ráðast að inn á lögreglustöð í borginni. Ekkert mannfall virðist hafa orðið í átökunum en árásir á írakskar lögreglustöðvar hafa verið tíðar undanfarið þar sem tugir lögreglumanna hafa fallið. 13.12.2004 00:01 Bush tilnefnir nýjan ráðherra George Bush Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt Michael Leavitt sem nýjan heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn sinni. Leavitt hefur gegnt stöðu formanns umhverfisverndarmála í Bandaríkjunum undanfarin misseri en var þar áður ríkisstjóri Utah. Fráfarandi heilbrigðisráðherra, Tommy Thompson, sagði af sér á dögunum. 13.12.2004 00:01 Boðað til kosninga í Danmörku Búist er við að boðað verði til kosninga í Danmörku í næsta mánuði en að öllu eðlilegu ættu þær ekki að fara fram fyrr en eftir tæpt ár, eða í nóvember á næsta ári. Forsætisráðherra Danmerkur, Anders Fogh Rasmussen, leiðtogi frjálslyndra, hefur rétt á að boða til kosninga fyrir þann tíma og mun að líkindum gera það vegna góðrar útkomu í könnunum undanfarið. 13.12.2004 00:01 Sjö lágu í valnum Fimm ísraelskir hermenn lágu í valnum eftir árás palestínskra vígamanna á ísraelska herstöð í fyrrinótt. Vígamennirnir grófu göng undir herstöðina, sprengdu öfluga sprengju og réðust síðan á hermennina vopnaðir hríðskotarifflum. Fimm ísraelskir hermenn særðust til viðbótar þeim sem létust og tveir vígamenn létu lífið í árásinni. 13.12.2004 00:01 Abbus næsta öruggur um sigur Mahmoud Abbas, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu (PLO) og fyrrum forsætisráðherra heimastjórnar Palestínu, þykir næsta öruggur með sigur í forsetakosningum Palestínu eftir tæpan mánuð. 13.12.2004 00:01 Kennir stjórnvöldum um eitrunina "Þetta er verk ríkisstjórnarinnar," sagði Viktor Júsjenkó, forsetaframbjóðandi í Úkraínu, þegar hann sakaði keppinauta sína um að hafa eitrað fyrir sér. Orð sín lét hann falla þegar hann sneri heim til Kiev eftir að hafa fengið staðfest hjá austurrískum læknum að eitrað hefði verið fyrir honum. 13.12.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
25 látnir í lestarslysi Að minnsta kosti 25 létust og 250 eru slasaðir eftir að tvær lestar skullu saman í Punjab-héraði á Norður-Indlandi í morgun. Björgunarsveitir eru á staðnum og vinna að því að koma hinum slösuðu til hjálpar. <font size="2"></font></font /> 14.12.2004 00:01
Pinochet verður ekki handtekinn Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra Chile, verður ekki handtekinn á næstunni þó að dómari hafi skipað fyrir um handtöku í gær. Pinochet er gefið að sök að hafa skipað fyrir um handtöku níu andspyrnumanna og að bera ábyrgð á að einn þeirra var drepinn. 14.12.2004 00:01
Rússi dæmdur fyrir njósnir Rússi, sem áður starfaði fyrir öryggisþjónustu Rússlands, var í morgun dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að njósna fyrir Eistland. Maðurinn mun hafa verið landamæravörður en landamæragæsla var áður hlutverk öryggisþjónustunnar. Á þeim tíma mun hann hafa gefið eistneskum leyniþjónustumanni upplýsingar um þrjá rússneska njósnara. 14.12.2004 00:01
Kínverjar fá ekki matvæli Matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðana hættir fyrir lok næsta árs að veita Kínverjum matvælaaðstoð. Kína hefur notið aðstoðar í aldarfjórðung en nú þykir velmegun vera það almenn í Kína að Kínverjum væri nær að veita aðstoð en þiggja. Því verður matvælaaðstoð hætt. 14.12.2004 00:01
Háttsettur talíbani handsamaður Afganskar öryggissveitir hafa handsamað háttsettan talíbana sem meðal annars var yfirmaður öryggismála hjá talíbanaleiðtoganum Mullah Omar. Maðurinn, Toor Mullah Naqibullah Khan að nafni, var handtekinn í sendibíl á leið til borgarinnar Kandahar í suðurhluta Afganistans og hafði meðal annars mikilvæg skjöl í fórum sínum að sögn stjórnvalda í landinu. 14.12.2004 00:01
Hæsta brú heims vígð Hæsta brú heims var vígð í dag í Frakklandi. Hún er engin smásmíði: er lengri en Champs Elysees og hærri en Eiffel-turninn. Breski arkitektinn Norman Foster hannaði brúna, sem liggur yfir Tarn-dalinn í Suðvestur-Frakklandi. 14.12.2004 00:01
Stafræn bókasöfn að verða til Öllum bókum nokkurra stærstu háskólabókasafna heims verður á næstunni komið á stafrænt form í samvinnu við leitarvélina Google sem ætlar að bjóða aðgang að efninu á Netinu. Það hefur löngum verið draumur frumherja í nethugsun að koma bókum á stafrænt form og veita ókeypis aðgang að þeim en hingað til hefur það hljómað eins og framtíðardraumar. 14.12.2004 00:01
Flestir deyja á jóladag Fleiri Bandaríkjamenn deyja á jóladag hvert ár en nokkurn annan dag ársins. Þetta er niðurstaða rannsókna hóps vísindamanna, sem komust að því að 12,4 prósentum fleiri andist þann dag en aðra. Svipaða sögu er reyndar að segja af öðrum jóladögum og algengt er að fólk fái banvæn hjartaáföll á jóladag, annan í jólum og á nýársdag. 14.12.2004 00:01
79 listar í kosningunum í Írak Sjálfsmorðsárás var gerð á græna svæðið í Bagdad í morgun, annan daginn í röð. Árásin var nákvæmlega eins og gerð á sama stað. Sjötíu og níu listar hafa verið lagðir fram fyrir fyrstu frjálsu kosningarnar í Írak sem haldnar verða í næsta mánuði. 14.12.2004 00:01
Handsprengjuárásir á Indlandi Að minnsta kosti einn lést og tugir eru særðir eftir að uppreisnarmenn gerðu handsprengjuárásir á nokkrum stöðum í héraðinu Assam í norðausturhluta Indlands í dag, þ.á m. í höfuðborginni Guwahati. Samskonar árásir voru gerðar í Guwahati í gær þar sem einn lést og sex lágu sárir eftir. 14.12.2004 00:01
Samstarfsmaður Zarqawis drepinn Náinn samstarfsmaður hryðjuverkamannsins alræmda Abu Musabs al-Zarqawis hefur verið drepinn af írökskum öryggissveitum að sögn Iyads Alllawis, forsætisráðherra bráðbirgðastjórnarinnar í Írak. Maðurinn, Hassan Ibrahim Farhan að nafni, er meðlimur al-Kaída hryðjuverkasamtakanna og er sagður hafa staðið fyrir fjölda mannnrána og aftaka í Írak að undanförnu. 14.12.2004 00:01
Kosningasvindl í Bandaríkjunum? Víðtækt samsæri var um að breyta kosninganiðurstöðum í Ohio-ríki í forsetakosningunum í Bandaríkjunum og var öllum ráðum beitt til að tryggja sigur Bush forseta þar. Þessu heldur hópur sem Jesse Jackson fer fyrir fram og hefur krafist rannsóknar. 14.12.2004 00:01
Nýjar sannanir um vatn Spirit, könnunarfar NASA á Mars, hefur fundið steinefni sem teljast til öruggasta sönnunin hingað til fyrir því að vatn hafi einhvern tíman fundist á plánetunni. Þetta kom fram hjá vísindamönnum NASA á mánudag. 14.12.2004 00:01
Kvenmannskjöltukoddi á markaðinn Hvað er mjúkt og hlýtt, hefur ávalar línur og er gott að kúra sig upp við? Svarið er einfalt: koddi. Reyndar er koddinn sem hér um ræðir enginn venjulegur koddi heldur kjöltukoddi, þ.e.a.s. koddi sem er eins og kvenmannskjölta í laginu. 14.12.2004 00:01
Hinir staðföstu halda heim Uppreisnarmenn í Írak halda áfram árásum sínum og er lögregla vinsælt skotmark. Fyrir vikið fækkar í röðum írakskra sveita og hinir staðföstu halda heim á leið. 14.12.2004 00:01
Réttað yfir samherjum Saddams Nokkrir af nánustu samstarfsmönnum Saddams Hussein, fyrrum einræðisherra Íraks, verða dregnir fyrir rétt í næstu viku, sagði Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks í gær. 14.12.2004 00:01
Treystir Rumsfeld ekki John McCain, einn áhrifamesti öldungadeildarþingmaður repúblikana, segist ekki bera neitt traust til Donalds Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, þegar kemur að því að ákveða hvernig haga eigi stríðsrekstri í Írak. 14.12.2004 00:01
Mistök að grípa til vopna Það voru mistök hjá Palestínumönnum að grípa til vopna gegn Ísraelum, sagði Mahmoud Abbas, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu, í viðtali við blaðið Asharq al-Awsat, sem gefið er út á arabísku í London. Hann sagði að Palestínumenn ættu að beita sér gegn hernámi Ísraela án þess að grípa til ofbeldis. 14.12.2004 00:01
Átján tíma í köldum sjó Áttræðum veiðimanni var bjargað úr sjávarháska eftir að hafa verið átján klukkustundir í sjónum undan Flórída. 14.12.2004 00:01
Nær fjörutíu létu lífið 38 manns létu lífið þegar tvær indverskar farþegalestir rákust saman í Punjab-héraði í norðurhluta Indlands. Lestirnar voru fyrir mistök á sama járnbrautarspori en hvor á leið í sína áttina og lentu því framan á hvorri annarri. 14.12.2004 00:01
Sagður hafa viljað beita hernum Forsætisráðherra Úkraínu þvertekur fyrir að hafa viljað senda herinn til að tvístra mótmælendum í höfuðborginni. Financial Times hefur eftir heimildarmönnum að hann hafi þrýst á forsetann um þetta. </font /></b /> 14.12.2004 00:01
Enn stríðshrjáð tveimur árum eftir lok bardaga Dag hvern deyja um þúsund íbúar Kongó af ástæðum sem rekja má til stríðsins sem geisaði í landinu á árunum 1998 til 2002. Það hefur kostað 3,8 milljónir manna lífið og nú óttast margir frekari átök. </font /></b /> 13.12.2004 00:01
Gagnrýnir Berlusconi hástöfum Romano Prodi, sem nýlega lét af embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, stimplar sig á ný inn í stjórnmálalífið á Ítalíu með kraftmikilli gagnrýni á Silvio Berlusconi forsætisráðherra. 13.12.2004 00:01
Blaðamaður lagði línurnar Bandarískur blaðamaður fékk tvo hermenn til að spyrja Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra út í það hvers vegna farartæki þeirra væru ekki nægilega vel brynvarin. Hann sá líka til þess að spurningum þeirra yrði svarað með því að ræða fyrirfram við liðþjálfa sem valdi þá úr sem fengu að spyrja ráðherrann út úr. 13.12.2004 00:01
Þrjú ár fyrir morð Þrítugur bandarískur hermaður, Johnny M. Horne, var í gær dæmdur af bandarískum herdómstól til þriggja ára fangelsisvistar fyrir að myrða alvarlega særðan sextán ára gamlan Íraka í ágúst síðastliðnum. 13.12.2004 00:01
Barghouthi hættir við framboðið Marwan Barghouthi, vinsæll en herskár leiðtogi úr röðum Palestínumanna, hefur ákveðið að hætta við framboð sitt til forseta Palestínu og styðja þess í stað framboð Mahmouds Abbas sem er mun hófsamari. Barghouthi situr í fangelsi í Ísrael fyrir morð og því var með öllu óljóst hvað gerðist, bæri hann sigur úr býtum í kosningunum. 13.12.2004 00:01
Basescu lýstur sigurvegari Traian Basescu, fulltrúi stjórnarandstöðunnar í Rúmeníu, hefur verið lýstur sigurvegari í forsetakosningunum í landinu, sem fram fóru í gær, af yfirkjörstjórninnni. Þegar búið var að telja 92% atkvæða nú á tíunda tímanum var hann með 51,75% atkvæða en andstæðingur hans, forsætisráðherrann Adrian Nastase, var með 48,25%.</font /></font /> 13.12.2004 00:01
Ísraelsmenn með hefndarárásir Ísraelskar herþyrlur skutu í það minnsta sex flugskeytum á skotmörk í Gasa-borg í nótt í hefndarskyni fyrir árás palestínskra hryðjuverkamanna á landamærastöð Ísraelsmanna á mörkum Egyptalands og Gasa-strandarinnar. Fjórir hermenn fórust og tíu særðust í þeirri árás sem er sú mannskæðasta frá því að Jasser Arafat lést. 13.12.2004 00:01
Lýtaaðgerðadrottningar í Kína Kínverskar fegurðardrottningar spókuðu sig í almenningsgarði í Peking í morgun að þeirra tíma. Þetta eru þó ekki venjulegar fegurðardrottningar heldur var meginskilyrðið í keppninni að hafa gengist undir lýtaaðgerð. 13.12.2004 00:01
Framboð til framkvæmdastjóra WTO Frakkar hafa tilkynnt um framboð Pascals Lamy til framkvæmdastjóra heimsviðskiptastofnunarinnar WTO. Lamy var um hríð viðskiptastjóri Evrópusambandsins og fékk mikið lof fyrir að hafa dregið úr niðurgreiðslustefnu sambandsins. 13.12.2004 00:01
Olíuverð hækkar í Asíu Olíuverð hefur hækkað lítillega á mörkuðum í Asíu og morgun í kjölfar þess að Sádi-Arabar ákváðu að minnka það magn sem þeir hyggjast flytja þangað í janúar. Það er í takt við ákvörðun OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, frá því á föstudag en þá var ákveðið að draga úr olíuframleiðslu á næsta ári til að koma í veg fyrir frekari lækkun olíuverðs. 13.12.2004 00:01
Írakskur Hitler að fæðast? Írakskur Hitler gæti fæðst haldi óöldin í Írak áfram með niðurlægingu og örvilnun írakskra borgara. Þetta sagði forseti Íraks, Ghazi Yawar, í viðtali við arabískt dagblað í morgun. Hann sagði ástandið sambærilegt við það sem var í Þýskalandi eftir fyrri heimsstyrjöldina, og minnti á að að hefði reynst frjór jarðvegur fyrir Adold Hitler og nasisma. 13.12.2004 00:01
13 óbreyttir borgarar fórust Í það minnsta þrettán fórust og töluverður fjöldi særðist í sjálfsmorðssprengjuárás í Bagdad í morgun, allt óbreyttir borgarar. Bíl ku hafa verið ekið upp að eftirlitsstöð hersins nærri græna svæðinu, þar sem Bandaríkjaher og bráðabirgðastjórn Íraks hafa aðsetur, og hann sprengdur í loft upp. 13.12.2004 00:01
Eyddi gögnum um sprengjuárásina Ríkisstjórn Jose Maria Aznars eyddi mikilvægum gögnum um atburðina kringum 11. mars þegar hryðjuverkamenn gerðu árásir á lestir í Madríd. Þessu heldur Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, fram. 13.12.2004 00:01
Júsjenko heppinn að vera á lífi Viktor Júsjenko, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar í Úkraínu, kveðst vera heppinn að vera á lífi og krefst rannsóknar á því hvernig hann varð fyrir díoxíneitrun. Saksóknari hefur á ný hafið rannsókn á því hvernig Júsjenko veiktist og afmyndaðist í andliti. 13.12.2004 00:01
Stirt á milli Bush og Giulianis Samskipti George Bush Bandaríkjaforseta og Rudys Giulianis, fyrrverandi borgarstjóra í New York, eru sögð hafa borið skaða af vandræðum í tengslum við skipan nýs heimavarnaráðherra. Bernard Kerik dró sig fyrir helgi í hlé og afþakkaði tilnefningu í embættið í kjölfar þess að upp komst um vandræðamál í fortíð hans en Giuliani er sagður hafa mælt með honum. 13.12.2004 00:01
Friðarvonir dofna í kjölfar árása Vonir um frið í Miðausturlöndum dofnuðu í nótt eftir að palestínskir hryðjuverkamenn gerðu árás á eftirlitsstöð Ísraelshers og herinn svaraði með loftárásum á Gasa-borg. 13.12.2004 00:01
Fylgni mígrenis og heilablóðfalls Þeir sem þjást af mígreni eru helmingi líklegri en aðrir til að fá heilablóðfall. Þetta er niðurstaða rannsókna breskra og bandarískra vísindamanna. Átta sinnum meiri líkur eru á að konur sem þjást af mígreni og taka pilluna fái heilablóðfall en aðrir. 13.12.2004 00:01
Rúmenía í ESB árið 2007 Traian Baseskú, sem tilkynnt var í morgun að hefði borið sigur úr býtum í forsetakosningunum í Rúmeníu sem fram fóru í gær, hefur boðið öðrum stjórnmálaflokkum í landinu til stjórnarmyndunarviðræðna en Baseskú er leiðtogi miðflokksins. Hann segir að aðaláherslan verði lögð á að mynda stjórn sem siglt geti Rúmeníu farsællega inn í Evrópusambandið árið 2007. 13.12.2004 00:01
70 uppreisnarmenn handteknir Rúmlega 70 írakskir uppreisnarmenn voru handteknir í Bagdad í dag þegar þeir gerðu tilraun til að ráðast að inn á lögreglustöð í borginni. Ekkert mannfall virðist hafa orðið í átökunum en árásir á írakskar lögreglustöðvar hafa verið tíðar undanfarið þar sem tugir lögreglumanna hafa fallið. 13.12.2004 00:01
Bush tilnefnir nýjan ráðherra George Bush Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt Michael Leavitt sem nýjan heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn sinni. Leavitt hefur gegnt stöðu formanns umhverfisverndarmála í Bandaríkjunum undanfarin misseri en var þar áður ríkisstjóri Utah. Fráfarandi heilbrigðisráðherra, Tommy Thompson, sagði af sér á dögunum. 13.12.2004 00:01
Boðað til kosninga í Danmörku Búist er við að boðað verði til kosninga í Danmörku í næsta mánuði en að öllu eðlilegu ættu þær ekki að fara fram fyrr en eftir tæpt ár, eða í nóvember á næsta ári. Forsætisráðherra Danmerkur, Anders Fogh Rasmussen, leiðtogi frjálslyndra, hefur rétt á að boða til kosninga fyrir þann tíma og mun að líkindum gera það vegna góðrar útkomu í könnunum undanfarið. 13.12.2004 00:01
Sjö lágu í valnum Fimm ísraelskir hermenn lágu í valnum eftir árás palestínskra vígamanna á ísraelska herstöð í fyrrinótt. Vígamennirnir grófu göng undir herstöðina, sprengdu öfluga sprengju og réðust síðan á hermennina vopnaðir hríðskotarifflum. Fimm ísraelskir hermenn særðust til viðbótar þeim sem létust og tveir vígamenn létu lífið í árásinni. 13.12.2004 00:01
Abbus næsta öruggur um sigur Mahmoud Abbas, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu (PLO) og fyrrum forsætisráðherra heimastjórnar Palestínu, þykir næsta öruggur með sigur í forsetakosningum Palestínu eftir tæpan mánuð. 13.12.2004 00:01
Kennir stjórnvöldum um eitrunina "Þetta er verk ríkisstjórnarinnar," sagði Viktor Júsjenkó, forsetaframbjóðandi í Úkraínu, þegar hann sakaði keppinauta sína um að hafa eitrað fyrir sér. Orð sín lét hann falla þegar hann sneri heim til Kiev eftir að hafa fengið staðfest hjá austurrískum læknum að eitrað hefði verið fyrir honum. 13.12.2004 00:01
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent