Erlent

Hluti Stokkhólms girtur af

Lögreglan í Stokkhólmi í Svíþjóð hefur girt af stóran hluta borgarinnar vegna tilraunar til þess að sprengja upp gjaldeyrisbanka í miðborg Stokkhólms fyrr í dag. Starfsmaður gjaldeyrisbankans gekk inn í hann með sprengju bundna við bringuna. Í ljós kom að sprengjunni hafði verið komið fyrir á manninum og honum gert að ganga með hana á sér til vinnu af mönnum sem héldu honum og konu hans í gíslingu. Manninum tókst að losa sig við sprengjuna þegar í gjaldeyrisbankann var komið, lögreglu var gert viðvart og sprengjusérfræðingar fluttu sprengjuna á brott. Þá voru glæpamennirnir farnir burt úr íbúð mannsins þegar lögregla kom að og kona mannsins var þar bundin, en heil á húfi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×