Erlent

Áfrýjun Dutroux hafnað

Áfrýjun belgíska barnaníðingsins Marc Dutroux vegna lífstíðardóms fyrir misnotkun og morð á fjölmörgum stúlkum, hefur verið hafnað. Þá hafnaði hæstiréttur Belgíu einnig áfrýjun konu Dutroux, sem gert var að sitja 30 ár í fangelsi fyrir sína aðild að glæpum eiginmanns síns. Verjendur Dutroux bentu á það að sökum fjölmiðlafárs hefði hinn ákærði ekki fengið sanngjarna meðferð og eins hefði of langur tími liðið frá handtöku Dutroux, árið 1996, og málsmeðferðarinnar, sem lauk fyrst í sumar. Þessum rökum hafnaði hins vegar hæstiréttur Belgíu í einu og öllu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×