Erlent

Fyrrum KGB-maður í hungurverkfall

Fyrrum KGB-foringi, Victor Makarov, sem varði fimm árum í sovéskum fangabúðum á níunda áratug síðustu aldar eftir að upp komst að hann hafði njósnað fyrir Breta, hóf í gær hungurverkfall nærri aðsetri Tonys Blair, forsætisráðherra Bretlands. Makarov krefst þess að fá stöðu sína sem landflótta maður viðurkennda í Bretlandi auk þess sem hann krefst lífeyris frá stjórnvöldum líkt og aðrir landflótta menn sem gengið hafa Bretum á hönd. Hann kennir Bretum um dvöl sína í fangabúðum og sakar þá um að hafa ekki staðið við fyrirheit um fjárhagslegan stuðning.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×