Erlent

Bin Laden hrósar vígamönnum

Osama bin Laden hrósar hópi vígamanna sem réðust á ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í Jeddah í Sádi-Arabíu í byrjun mánaðarins í nýrri hljóðupptöku á heimasíðu herskárra múslima. Níu manns létust í árásinni. Bin Laden gagnrýnir stjórnvöld í Sádi-Arabíu harðlega og segir þau vanvirða reglur guðs. Mikil ólga hefur verið í Sádi-Arabíu undanfarna átján mánuði og hafa stjórnvöld skellt skuldinni á al-Kaída. Bin Laden segir stjórnvöld hins vegar bera fulla ábyrgð á ástandinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×