Erlent

Vill vitnisburð Clintons og Blairs

Slobodan Milosevic krafðist þess aftur að Bill Clinton og Tony Blair yrðu boðaðir sem vitni í réttarhöldunum yfir honum. Aftur var honum hafnað af dómurum stríðsdómstóla Sameinuðu þjóðanna. Einn dómaranna, Patrick Robinson, sagði að munnleg ósk Milosevics hefði verið hafnað, en að Milosevic hefði verið hvattur til að skila inn skriflegri kröfu þar sem fram kæmi vitnisburður um að Clinton og Blair hefðu hafnað að bera vitni, þegar þess var óskað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×