Erlent

Ganga ekki að öllum skilmálum

Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, segist fastlega gera ráð fyrir því að aðildarviðræður við Evrópusambandið hefjist á næstu 6 mánuðum. Í viðtali við franska sjónvarpið í dag sagði hann hins vegar að Tyrkir gætu ekki viðurkennt sjálfstæði Kýpurbúa strax. Það hljómar væntanlega ekki vel í eyrum fórkólfa Evrópusambandsins, sem í dag lögðu á það áherslu að Tyrkir sýndu vilja sinn til þess að ganga í Evrópusambandið í verki. Eitt af þeim skilyrðum sem sambandið hefur sett fyrir aðild Tyrkjanna er einmitt að þeir viðurkenni þegar sjálfstæði Kýpur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×