Erlent

Menntamálaráðherra spáð frama

Ruth Kelly hefur tekið við starfi menntamálaráðherra Bretlands, eftir að fyrrverandi menntamálaráðherra, Charles Clarke, tók við sem innanríkisráðherra. Kelly, sem er 36 ára, er nú talin mögulegur framtíðarleiðtogi breska Verkamannaflokksins og sögðu bresku blöðin í gær að hún væri líkleg til að taka við af Tony Blair, þegar hann ákveður að láta af embætti. Kelly hefur verið þingmaður í sjö ár. Fyrsta starf hennar í ríkisstjórn var sem ráðherra utan stjórnar í fjármálaráðuneytinu en fékk fljótlega stöðuhækkun og fékk embætti á skrifstofu forsætisráðherrans. Þar hafði hún umsjón yfir skipulagningu kosningaherferðar Verkamannaflokksins fyrir kosningarnar sem eru áætlaðar um mitt ár 2005.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×