Erlent

Aðildarviðræður verði samþykktar

Jose Manuel Barosso, forseti framkvæmdastjórnar evrópusambandsins, segir rétt að gefið verði grænt ljós á aðildarviðræður Tyrkja að sambandinu á föstudaginn, þegar formleg ákvörðun þar að lútandi verður gerð heyrinkunn. Að mati sérfræðinga er nær öruggt að samþykkt verði að hefja aðildarviðræður við Tyrki, en þrátt fyrir það hyllir ekki í aðild fyrr en í fyrsta lagi eftir áratug. Þar koma til óvissuþættir eins og kröfur ESB um að takmarka flæði fólks frá Tyrklandi til annarra landa sambandsins, sem og kröfu um að Tyrkir samþykki sjálfstæði Kýpurbúa. Þá verður aðild Tyrkja einnig líklega lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu í stærstu löndum Evrópusambandsins og alls óvíst að almenningur í löndum eins og Frakklandi og Þýskalandi sætti sig við aðild Tyrkjanna að svo stöddu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×