Erlent

Rændu 12 milljónum

Tveir menn hafa verið handteknir í Stokkhólmi, grunaðir um að hafa rænt starfsmanni gjaldeyrisbanka í gær, fest við hann sprengju og rænt síðan tólf milljónum úr bankanum. Það var um áttaleytið í gærkvöldi sem mennirnir voru handteknir í Stokkhólmi. Þrír menn héldu starfsmanni bankans og sambýliskonu hans fanginni yfir nótt, og neyddu hann síðan morguninn eftir til að ganga inn í bankann með sprengju fasta við bakið. Á meðan var sambýliskonu hans haldið bundinni og keflaðri á heimili þeirra. Mennirnir höfðu sem svarar 12,3 milljónum íslenskra króna upp úr krafsinu, en peningarnir hafa ekki fundist. Þá hefur lítill svartur bíll sem þeir notuðu ekki fundist enn. Lögregla leitar enn þriðja mannsins, og er því sparsöm frekari á upplýsingar um mennina tvo sem handteknir voru.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×