Erlent

Zarqawi í Baghdad?

Eftirsóttasti hryðjuverkamaðurinn í Írak, Abu Musab Al Zarqawi, er mjög líklega í Baghdad, eftir að hafa verið svældur burt úr hæli sínu í Fallujah. Þetta segir hátt settur hershöfðingi innan Bandaríkjahers, sem jafnframt telur að erfitt verði að finna hann, því að hann dvelji ekki lengi á hverjum stað og í Baghdad sé fjöldi fólks tilbúinn að skjóta yfir hann skjólshúsi. Hvorki meira né minna en 25 milljónir bandaríkjadala hafa verið settar til höfuðs al-Zarqawi, sem hefur haft afar hægt um sig undanfarið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×