Erlent

Reyna að koma í veg fyrir útboð

Rússneski olíurisinn Yukos hefur farið þess á leit við dómsstóla í Bandaríkjunum að þeir reyni að koma í veg fyrir að meginhluti fyrirtækisins verði boðinn upp á sunnudaginn kemur. Til stendur að yfirvöld í Rússlandi bjóði út dótturfyrirtæki Yukos, sem framleiðir 60 prósent af allri olíu fyrirtækisins, á sunnudaginn, vegna vangoldinna skatta upp á 9 milljarða bandaríkjadala. Forsvarsmenn Yukos reyna með öllum tiltækum ráðum að koma í veg fyrir þetta, enda segja þeir rétt starfsmanna sinna, hluthafa og viðskiptavina að engu hafðan ef þessi háttur verði hafður á.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×