Fleiri fréttir

Cheney óttast kjarnorkuárás

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna lét hafa eftir sér á fundi í gær að mögulegt væri að hryðjuverkamenn myndu nota kjarnorkuvopn á bandarískar borgir í framtíðinni og í ljósi slíkrar hættu væri John Kerry ekki rétti maðurinn til þess að hafa í embætti forseta um þessar mundir.

Minnst átta létust í flugslysi

Að minnsta kosti átta létust þegar lítil flugvél nauðlenti nálægt Missouri í morgun. Þá er fimm þeirra fimtán sem í vélinni voru saknað, en tveir komust lífs af. Ekki er vitað hver orsök slyssins er, en líklegt er talið að vont veður hafi orðið þess valdandi að flugstjórinn hafi misst stjórn á vélinni.

Minnst 15 látnir

Minnst 15 hafa látist og nokurra er saknað eftir mikinn fellibyl sem gekk yfir suðvesturströnd Japan í morgun. Þá hafa 30 manns slasast í bylnum, sem farið hefur vel yfir 40 metra á sekúndu. Óttast er að bylurinn gangi yfir Tokyo síðar í dag. Á ákveðnum stöðum í suðurhluta Japans liggur öll starfsemi niðri vegna fellibylsins.

Bill mætir til leiks

Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun líklega þátt í kosningafundi fyrir John Kerry, forsetaframbjóðanda Demókrata, í Philadelphiu í næstu viku. Ekki er ljóst hvort Kerry sjálfur verður á fundinum, en Clinton hefur ákveðið að heiðra viðstadda með nærveru sinni.

Misnotaði Oppfeldt fleiri drengi?

Grunur leikur á að Flemming Oppfeldt, þingmaður Venstre í Danmörku, sem var handtekinn í gær og sakaður um að hafa beitt þrettán ára dreng kynferðisofbeldi, hafi níðst á fleiri drengjum. Danska lögreglan kannar vísbendingar um að Oppfeldt hafi ítrekað boðið ungum drengjum borgun fyrir kynmök.

Bannar skopparabuxur

Enginn er unglingur meðal unglinga nema hann klæðist svokölluðum skopparabuxum sem hanga varla uppi á mjöðmunum þannig að það skín í bæði nafla og nærbuxur. Ítalskur skólastjóri hefur nú fengið nóg af þessari tísku og bannar nemendum sínum að koma svona klæddum í skólann.

Kosningunum mótmælt

Átök brutust út í Minsk, höfuðstað Hvíta Rússlands í nótt, þegar andstæðingar Lukashenkos, forseta landsins, komu saman til að mótmæla því að hann hefur verið kosinn forseti ævilangt. Eftirlitsmenn segja að kosningasvindl hafi verið víðtækt í kosningunum sem fram fóru á sunnudaginn.

Danskur þingmaður í gæsluvarðhald

Danskur þingmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir kynferðislega misnotkun á þrettán ára dreng. Þingmaðurinn er talinn hafa reynt margoft að tæla til sín unga drengi gegn borgun. </font /></b />

Hvetja hjálparstofnanir til dáða

Íröksk yfirvöld hvetja hjálparstofnanir til að gefast ekki upp og hætta starfsemi í landinu þrátt fyrir ítrekuð mannrán og sprengjuárásir. Öfgahópur rændi yfirmanni alþjóðlegu hjálparstofnunarinnar Care International í Bagdad gær.

Hjálparstarfsmenn í hættu

Breskum starfsmanni hjálparstofnunarinnar CARE var rænt í Írak í vikunni. Mannránið vekur upp spurningar um öryggi fulltrúa hjálparsamtaka.

Kjósendur svartsýnir á efnahaginn

Bandaríkjamenn eru svartsýnni á efnahagsástandi nú, tæpum tveimur vikum fyrir kosningar, en þeir voru fyrir mánuði síðan, samkvæmt skoðanakönnun Gallups sem birt var í fréttum CNN-sjónvarpsstöðvarinnar.

Fjölga lífvörðum ráðamanna

Aldrei áður hafa jafn margir lífverðir gætt ísraelsks forsætisráðherra og nú. Öryggisgæslan um ísraelska ráðherra og þingmenn hefur verið aukin vegna hættu sem leyniþjónustan telur að kunni að steðja að ráðamönnum vegna atkvæðagreiðslu um brotthvarf frá Gaza.

Höfum jafn mörg gen og ormar

Maðurinn er ekki flóknari lífvera en ormur eða lítið blóm ef aðeins er miðað við fjölda gena sem hver lífvera býr yfir. "Við virðumst ekkert sérlega merkileg í þessari samkeppni," sagði Francis Collins, einn höfunda nýrrar greiningar á þeim fjölda gena sem mynda manninn, en hann telur þau mun færri en áður var talið.

Írakar skamma Sameinuðu þjóðirnar

Sameinuðu þjóðirnar standa ekki undir væntingum þegar kemur að aðstoð við undirbúning kosninganna í Írak sem fram eiga að fara í janúar. Þetta sagði Hoshyar Zebari, utanríkisráðherra í írösku bráðabirgðastjórninni.

Þingmaður sló starfssystur sína

Nígerískum öldungadeildarþingmanni hefur verið bannað að mæta á þingfundi næstu tvær vikurnar. Ástæðan er sú að hann sló annan þingmann þegar þeir deildu um hvernig ætti að nýta fé sem fer til sveitarstjórnar á heimaslóðum hans.

Karzai í sérflokki

Hamid Karzai, bráðabirgðaforseti Afganistans, hefur fengið 63 prósent atkvæða þegar tæp 40 prósent greiddra atkvæða hafa verið talin í fyrstu lýðræðislegu forsetakosningunum í landinu. Forskot hans á þann frambjóðanda sem næstur kemur nemur nær helmingi greiddra atkvæða, 46 prósentustigum.

Mest spilling í olíuríkjum

Mikið samhengi er á milli olíuauðs og spillingar í viðkomandi löndum að sögn Peters Eigen, formanns Transparency International, sem hefur tekið saman árlegan lista sinn um hversu mikil spillingin er í 146 löndum heims.

Meiri launamunur en talið var

Launamunur kynjanna er meiri í Bretlandi en áður hefur verið talið, samkvæmt nýrri könnun sem birt var í gær. Laun kvenna eru fimmtungi lægri en laun karla, hálfu öðru prósenti meira en samkvæmt könnun sem gerð var í fyrra. Útreikningar hafa breyst í millitíðinni og teljast nýju útreikningarnir lýsa veruleikanum betur en þeir gömlu.

Clinton til í slaginn

Bill Clinton er orðinn nægilega heill heilsu til að taka þátt í kosningabaráttu Johns Kerry. Ákveðið hefur verið að Clinton verði með Kerry á fundi í Philadelphiu næsta mánudag og einnig stendur til að hann ferðist um og hvetji fólk til að kjósa Kerry.

Morðinginn gengur enn laus

Enn hefur enginn verið handtekinn vegna morðanna á konu og átta ára dreng í Linköping í fyrradag. Pilturinn var myrtur á leið sinni í skólann og konan skammt frá. Morðinginn er talinn vera rúmlega tvítugur.

Foringi vígamanna handtekinn

Einn af leiðtogum arabískra vígamanna í Darfur hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Mohammed Barbary Ahab el-Nabi var fundinn sekur um gripdeildir og íkveikju. Hann er fyrsti leiðtogi Janjaweed vígamanna, sem ofsótt hafa svarta íbúa Darfur, til að verða dæmdur til fangelsisvistar.

Fjölskylda fórst í loftárás

Sex manna fjölskylda lét lífið þegar bandarískir hermenn skutu eldflaugum að miðborg Falluja í fyrrinótt. Fólkið hafði að sögn nágranna sinna nýlega snúið aftur heim eftir að hafa flúið borgina um nokkurra daga skeið vegna hættunnar sem þar ríkir.

Fleiri vélmenni inn á heimilin

Sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum búast við því að sala á vélmennum til heimilisnota muni sjöfaldast fyrir árið 2007. Heimili í Bandaríkjunum nýta sér nú í auknum mæli þjónustu vélmenna við ýmis misvinsæl heimilisstörf. Vinsælast er að kaupa vélmenni sem sjá um að slá blettinn.

Fann nýra á Netinu

Þau tímamót urðu í gær að nýra sem sjúklingur útvegaði sér sjálfur í gegnum Netið var grætt í hann á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum.

Hryðjuverkamenn handteknir á Spáni

Sjö meintir hryðjuverkamenn hafa verið handteknir á Spáni, grunaðir um að skipuleggja hryðjuverkaárás á hæstarétt þar í landi. Mennirnir eru allir sagðir tilheyra hópi öfgafulltrúa múslíma en það var rannsókn rannsóknardómarans Baltasars Garzon sem leiddi til handtöku þeirra. Fjórir mannanna eru frá Alsír og einn frá Marokkó.

Utankjörfundarkosning byrjar illa

Forsetakosningarnar eru hafnar í Bandaríkjunum - það er að segja utankjörfundarkosning á Flórída - og ekki byrjar ferlið vel. Til að mynda hrundi fullkomið tölvukerfi sem gerði kjósendum kleift að kjósa með því að strjúka snertiskjá.

Köld eru kvennaráð

Tortímandinn Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, fékk bágt fyrir stuðning sinn við George Bush á flokksþingi repúblikana í haust. Eiginkona Schwarzeneggers, Maria Shriver, er af Kennedy-ættinni og þó að hún hafi stutt við bakið á eiginmanni sínum í baráttunni í Kaliforníu var stuðningurinn við Bush meira en hún þoldi.

Olíuverð snarlækkaði óvænt

Olíuverð snarlækkaði skyndilega og óvænt á markaði í New York undir lok dags í gær. Það fór hæst í 55 dollara og 33 sent en lækkaði svo um ríflega tvo dollara. Þegar lokað var fyrir viðskipti í New York í gær var verðið rétt rúmlega fimmtíu og þrír dollarar á olíufatið.

Friðarsamkomulag á Norður-Írlandi?

Nýtt friðarsamkomulag gæti verið í augsýn á Norður-Írlandi. Þetta er mat ráðherra Norður-Írlands í bresku ríkisstjórninni. Paul Murphy telur að írski lýðveldisherinn leggi von bráðar niður vopn og að hægt verð að endurvekja heimastjórn Norður-Írlands í kjölfarið.

Björn drap mann í Svíþjóð

Sænskur veiðimaður sem var á elgsveiðum skilaði sér ekki eftir veiðiferð um helgina. Björgunarsveitir hófu leit og loks fannst veiðimaðurinn í nágrenni við bjarnarhíði og var ekki lengur á lífi.

Fellibylur gengur yfir Japan

Fellibylurinn Tokage gekk yfir Okinawa í Japan í morgun með úrhellisrigningu og kraftmiklum vindhviðum, allt að 48 metrum á sekúndu. Sex slösuðust í Okinawa en Tokage stefnir nú hraðbyri á meginland Japans. Þrjú hundruð flugferðir hafa verið felldar niður sem og ferjusiglingar.

Yfir 100 látnir eða slasaðir

Yfir hundrað manns eru látnir eða slasaðir eftir sprengjuárásir skæruliða á höfuðstöðvar þjóðavarnarliðsins í Írak í morgun. Sex sprengjum var varpað á híbýli þjóðavarnarliðsins með fyrrgreindum afleiðingum.

Bush og Kerry hnífjafnir

Þúsundir kjósenda biðu fyrir utan kjörstaði á Flórída í morgun þegar utankjörstaðakosning hófst þar. Kosningin gekk ekki vandræðalaust, tölvur biluðu, kjörseðlar voru rangir og kjörstaðir of fáir. Samkvæmt könnun <em>New York Times</em> og CBS sem birt var í morgun eru Bush og Kerry hnífjafnir með fjörutíu og sex prósentu fylgi hvor.

Grunaður um kynferðislegt ofbeldi

Flemming Oppfeldt, þingmaður Venstre-flokksins í Danmörku, hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa beitt ungan dreng kynferðislegu ofbeldi. Oppfeldt lýsti sig hins vegar saklausan að sögn danskra fjölmiðla í dag.

Tígrisdýr drepast úr fuglaflensu

Tuttugu og þrjú tígrisdýr í dýragarði í Taílandi hafa látist af völdum fuglaflensu undanfarna daga. Dýrin veiktust af flensunni eftir að þeim var gefið smitað kjúklingakjöt. 

Bin Laden í Kína?

Bandaríkjamenn eiga í leynilegum samningaviðræðum við Kínverja um að framselja þeim Ósama bin Laden sem staddur er í landinu. Þessu heldur Gordon Thomas, breskur blaðamaður og rithöfundur, fram í grein í spænska blaðinu <em>El Mundo</em>.

Fjöldauppsagnir hjá General Motors

Tugþúsundir manna hafa í dag safnast saman víðsvegar um Evrópu til þess að mótmæla fyrirhuguðum niðurskurði bandaríska stórfyrirtækisins General Motors í álfunni. Til stendur að útrýma allt að tólf þúsund störfum á næstunni í útibúum fyrirtækisins í Evrópu.

Mismunandi aðferðir Bush og Kerrys

George Bush og John Kerry eru enn hnífjafnir samkvæmt skoðanakönnun Reuters og Zogby sem gefin var út í dag. Aðeins tvær vikur eru til kosninga og er öllu tjaldað til í baráttunni um hvert einasta atkvæði. Stjórnmálaskýrendur segja aðferðir Bush og Kerrys við atkvæðasmölun nokkuð ólíka á síðustu metrunum.

Forsætisráðherrann í stofufangelsi

Forsætisráðherra Burma hefur verið vikið úr embætti sínu vegna meintrar spillingar og hann situr nú í stofufangelsi. Íhaldssöm öfl innan hersins standa að aðgerðunum og standa nú vörð um hús hans.

Verðhækkanir á tölvum vegna olíu

Síhækkandi olíuverð gæti leitt til verðhækkana á tölvubúnaði að því er talsmaður Hewlett Packard í Danmörku heldur fram við netmiðilinn ComOn. Búast má við verðhækkunum á skjám og PC-tölvum á næstu tveimur mánuðum vegna þess að sumir hlutir í tölvubúnaði verða dýrari í framleiðslu ef verðið á olíufatinu heldur stöðugt áfram að hækka.

Fékk ekki að heita @

Kínverskur maður hefur fengið synjun frá kínverskum stjórnvöldum vegna beiðnar um að láta son sinn heita @. Maðurinn hélt því fram að táknið sem notað er í öllum tölvupósti og fyrirfinnst á öllum lyklaborðum sé svo algengt að það væri gjaldgengt sem mannsnafn.

Yfirmanni góðgerðasamtaka rænt

Mannræningjar rændu yfirmanni alþjóðlegu góðgerðasamtakanna Care International í Írak í dag. Margaret Hassan hefur búið í Írak í þrjá áratugi en ekki er vitað hvar hún er nú niðurkomin.

Tvíburaturnar rísa í Moskvu

Hafist hefur verið handa við að reisa hæstu byggingu Evrópu, tvo skýjakljúfa, sem rísa munu í Moskvu og lokið verður við 2007. </font />

Myndir frá Madrídar-árásinni

Árásirnar í Madríd á Spáni eru dæmi um ógnina sem stafar af íslömskum öfgamönnum í Evrópu. Í dag voru birtar myndir úr öryggismyndavélum sem sýna eina sprengjuna springa. Hópur íslamskra hryðjuverkamanna var einnig handsamaður. 

Upp komst um hryðjuverkaáform

Lögreglan leysti upp hóp róttækra múslima sem áformað höfðu að sprengja upp dómshús í Madríd á Spáni, þaðan sem rannsókn á íslömskum hryðjuverkasamtökum er stjórnað.

Sjá næstu 50 fréttir