Erlent

Tígrisdýr drepast úr fuglaflensu

Tuttugu og þrjú tígrisdýr í dýragarði í Taílandi hafa látist af völdum fuglaflensu undanfarna daga. Dýrin veiktust af flensunni eftir að þeim var gefið smitað kjúklingakjöt. Þrjátíu dýr eru fárveik af sömu orsökum. Dýragarðinum hefur verið lokað vegna smitsins enda er talin mikil hætta á að það berist í önnur dýr í garðinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×