Erlent

Forsætisráðherrann í stofufangelsi

Forsætisráðherra Burma hefur verið vikið úr embætti sínu vegna meintrar spillingar og hann situr nú í stofufangelsi. Íhaldssöm öfl innan hersins standa að aðgerðunum og standa nú vörð um hús hans. Mikil togstreita hefur verið á milli ráðherrans og íhaldssamra afla í Burma sem eru andsnúin þeim breytingum á stjórnkerfi landsins sem orðið hafa undanfarið og er talið að handtaka ráðherrans sé tilkomin af þeim sökum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×