Erlent

Misnotaði Oppfeldt fleiri drengi?

Grunur leikur á að Flemming Oppfeldt, þingmaður Venstre í Danmörku, sem var handtekinn í gær og sakaður um að hafa beitt þrettán ára dreng kynferðisofbeldi, hafi níðst á fleiri drengjum. Danska lögreglan kannar vísbendingar um að Oppfeldt hafi ítrekað boðið ungum drengjum borgun fyrir kynmök. Oppfeldt var í gær sviptur þinghelgi og er nú í haldi lögreglu sem hefur krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Hann neitar sök.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×