Erlent

Köld eru kvennaráð

Tortímandinn Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, fékk bágt fyrir stuðning sinn við George Bush á flokksþingi repúblikana í haust. Eiginkona Schwarzeneggers, Maria Shriver, er af Kennedy-ættinni og þó að hún hafi stutt við bakið á eiginmanni sínum í baráttunni í Kaliforníu var stuðningurinn við Bush meira en hún þoldi. Tortímandinn fékk að kynnast því að kvennaráð geta verið köld; hjónasængin var heldur daufleg í eins og hálfan mánuð eftir að flokksþinginu lauk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×