Erlent

Bannar skopparabuxur

Enginn er unglingur meðal unglinga nema hann klæðist svokölluðum skopparabuxum sem hanga varla uppi á mjöðmunum þannig að það skín í bæði nafla og nærbuxur. Ítalskur skólastjóri hefur nú fengið nóg af þessari tísku og bannar nemendum sínum að koma svona klæddum í skólann. Þær eiga að vera víðar og lafa utan á manni, helst eiga þær að vera svo síðar að gengið sé á þeim, í það minnsta er algjörlega nauðsynlegt að naflinn sé ber og nærbuxurnar sjáist. Við erum að tala um buxnatískuna hjá unglingum um allan heim, frá Íslandi til Ítalíu. Þegar buxur ítalsks unglingspilts duttu niður á hæla honum fyrir framan skólastjórann fékk skólastjórinn nóg og ákvað að banna slíkan fatnað á skólalóðinni. Viðleitnin hefur ekki vakið mikla hrifningu hjá nemendunum. Ekki eru þó allir ítalskir skólastjórar á sama máli því sumir hafa áttað sig á því að boð og bönn í þessum efnum eru ekki líkleg til að hafa áhrif.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×